Tilnefnd til dönsku tónlistarverðlaunanna 3. nóvember 2011 09:00 Anna María Björnsdóttir hefur í nógu að snúast og hyggst taka upp plötu á Íslandi í byrjun næsta árs. „Þetta er ótrúlega skemmtilegt og mikil viðurkenning," segir Anna María Björnsdóttir, meðlimur norrænu spunahljómsveitarinnar IKI sem tilnefnd er til dönsku tónlistarverðlaunanna í flokki danskra djassraddlistamanna. Verðlaunin verða afhent í Kaupmannahöfn á laugardaginn við hátíðlega athöfn. IKI samanstendur af níu söngkonum frá fjórum norrænu landanna. Þær hafa hlotið mikla athygli fyrir nýstárlega nálgun sína á tónlistarsköpun og fengið lofsamlega dóma fyrir fyrstu plötu sína, sem kom út í júní. „Það eru engar reglur, það er aldrei neitt fyrir fram ákveðið þegar við byrjum að syngja. Allt verður til á staðnum og við vitum aldrei hvernig lögin verða. Það gerir þetta mjög spennandi og skemmtilegt." „Hljómsveitin var stofnuð fyrir tveimur árum hérna í Kaupmannahöfn. Þá vorum við allar í námi og höfðum sömu þrá eftir að gera eitthvað öðruvísi og prófa eitthvað nýtt með röddunum. Fljótlega varð til hljómsveit sem vildi halda áfram með þetta. Við spinnum alltaf alla tónlist. Platan varð til þannig, við vorum þrjá daga í hljóðveri og tókum upp sjö klukkustundir af tónlist. Svo völdum við tólf lög sem voru í uppáhaldi hjá okkur." Gestirnir sem mættu á útgáfutónleika hljómsveitarinnar hafa ef til vill orðið hissa þegar stúlkurnar fluttu ekki eitt einasta lag af plötunni sjálfri. „Við sungum heila tónleika en lögin af plötunni voru ekkert flutt, við flytjum hvert lag náttúrulega bara einu sinni. Svo var platan bara spiluð eftir tónleikana." Anna segir lögin verða misgóð, enda þurfi að vera rými fyrir mistök í spunatónlist. „Það er bara þannig sem þessi tónlist virkar að hún er eins og hún er í dag og verður öðruvísi á morgun, hún breytist sífellt. Við erum með eitt leynilag á plötunni sem sýnir að við höfum húmor fyrir því þegar við gerum eitthvað sem tekst ekki alveg – við verðum að hafa það." - bb Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Þetta er ótrúlega skemmtilegt og mikil viðurkenning," segir Anna María Björnsdóttir, meðlimur norrænu spunahljómsveitarinnar IKI sem tilnefnd er til dönsku tónlistarverðlaunanna í flokki danskra djassraddlistamanna. Verðlaunin verða afhent í Kaupmannahöfn á laugardaginn við hátíðlega athöfn. IKI samanstendur af níu söngkonum frá fjórum norrænu landanna. Þær hafa hlotið mikla athygli fyrir nýstárlega nálgun sína á tónlistarsköpun og fengið lofsamlega dóma fyrir fyrstu plötu sína, sem kom út í júní. „Það eru engar reglur, það er aldrei neitt fyrir fram ákveðið þegar við byrjum að syngja. Allt verður til á staðnum og við vitum aldrei hvernig lögin verða. Það gerir þetta mjög spennandi og skemmtilegt." „Hljómsveitin var stofnuð fyrir tveimur árum hérna í Kaupmannahöfn. Þá vorum við allar í námi og höfðum sömu þrá eftir að gera eitthvað öðruvísi og prófa eitthvað nýtt með röddunum. Fljótlega varð til hljómsveit sem vildi halda áfram með þetta. Við spinnum alltaf alla tónlist. Platan varð til þannig, við vorum þrjá daga í hljóðveri og tókum upp sjö klukkustundir af tónlist. Svo völdum við tólf lög sem voru í uppáhaldi hjá okkur." Gestirnir sem mættu á útgáfutónleika hljómsveitarinnar hafa ef til vill orðið hissa þegar stúlkurnar fluttu ekki eitt einasta lag af plötunni sjálfri. „Við sungum heila tónleika en lögin af plötunni voru ekkert flutt, við flytjum hvert lag náttúrulega bara einu sinni. Svo var platan bara spiluð eftir tónleikana." Anna segir lögin verða misgóð, enda þurfi að vera rými fyrir mistök í spunatónlist. „Það er bara þannig sem þessi tónlist virkar að hún er eins og hún er í dag og verður öðruvísi á morgun, hún breytist sífellt. Við erum með eitt leynilag á plötunni sem sýnir að við höfum húmor fyrir því þegar við gerum eitthvað sem tekst ekki alveg – við verðum að hafa það." - bb
Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira