Jafnvægi í náttúrunni Ari Trausti Guðmundsson skrifar 4. nóvember 2011 06:00 Veiðinytjar eru eðlilegur þáttur í mannvist á Íslandi. Ég hef stundað fugla- og fiskveiðar og horft á veiðar á sjávar- og landspendýrum. Enda þótt veiðisaga landsins einkennist af athöfnum sem miða að ásættanlegri mataröflun og útivist er þar líka annað að finna; allt frá sorglegum veiðiþjófnaði eða drápum á friðuðum dýrum til athafna sem miða að því að fækka því sem okkur hefur orðið tamt að kalla meindýr eða varg. Þegar kemur að fuglum eða spendýrum er t.d. átt við hrafn, ref og háhyrning. Hugmyndafræðin er þessi: Ef við drepum ekki nógu marga einstaklinga ræna þeir af okkur bráð eða spilla landbúnaði. Einfalt og klárt. Um leið er að mestu litið framhjá þeim flóknu ferlum í náttúrunni sem stjórna því að ein tegund (sem hefur átt sér langtíma þróun í landinu) hvorki útrýmir né knésetur margar aðrar. Það var meginatriði í grein minni 12. okt. sem Árni Lund gerir rökstuddar og hógværar athugasemdir við. Og þess vegna dró ég upp mynd af Íslandi fyrir landnám þar sem ekki eigruðu tugþúsundir svangra refa um rjúpnalaust land og þúsundir arna skyggðu ekki á sólarljósið. Sambýli gæsa og refa í Þjórsárverum er dæmi um raunveruleikann. Æti refa er sennilega ekki sú stærð sem margir halda. Innbyrðis atferli dýra og eðli þeirra skýrir af hverju örfá hundruð arna, örfá þúsund fálka og smyrla, allmörg þúsund refa og óteljandi tugþúsundir alls konar fugla gætu þrifist á 90.000 ferkílómetrum lands, að undanskildum jöklunum. Fyrir 9.000 refi er 10 ferkílómetra veiðisvæði til reiðu hverju dýri, fullorðnu jafnt sem yrðlingi, vilji menn einfalda málið. Vissulega hefur maðurinn áhrif á fyrrgreint jafnvægi með athöfnum, jafnvel svo að tiltekinn stofn stækkar eða minnkar, en það gerir líka veðurfar og margt fleira. Ég hef ekki lagt til að refadrápi sé alveg hætt, heldur hvatt til þess að stofninn fái lífsrými sem hæfir þessum frumbyggja, en skilgreini það ekki því til þess skortir mig þekkingu. Refastofninn var kominn í 2.000 dýr þegar rannsóknir hófust. Það hefði dugað til að setja hann á válista á meginlandi Evrópu. Nú er hann sagður milli 8.000 og 10.000 dýr. Líklega telja dýrafræðingar hámarkið nálgast. Væri áhugavert að þeir blönduðu sér í upplýstar umræður um rándýr, menn, sauðfé og fugla. Fráleitt er að kenna stærri refastofni um umtalsverðar breytingar í íslenskri fuglafánu. Á þeim eru auðvitað fjölmargar skýringar og á tófan þar aðeins einn hlut að máli og alls ekki stærstan. Hann eigum við að þola. Það var inntakið í greininni. Ágreiningur okkar Árna kristallast í einni setningu hans: „Hugmyndir sumra um að hægt sé að hafa mikið af rjúpu öðru megin á fjallinu og marga refi hinum megin ganga einfaldlega ekki upp, sbr. refafriðlandið á Hornströndum.“ Ég tel að rjúpur og refir þrífist ágætlega í bland báðum megin á fjallinu, því það sanni reynsla úr flestum löndum, t.d. Grænlandi, ásamt rannsóknum á sambýli rándýra og bráðar. Staðhæfingar um samstiga refafár og fuglauðn á Hornströndum og enn fremur um mikla viðvist fugla þar sem refaveiðar eru mestar gætu verið orðum auknar. Hvað Hornstrandir varðar bið ég um talnastudd rök með hliðsjón af rannsóknum á fæðuframboði fyrir fugla og vegferð þeirra á vetrarsetustöðum. Hvað staðbundið og blómlegt fuglalíf og fáa refi varðar mætti biðja um skýringar á því af hverju aðrir umhverfisþættir en refafjöldi eru undanskildir mati á fuglafánunni og af hverju til eru svæði með bærilega mörgum refum og býsna frjóu fuglalífi, sbr. Þingvallaþjóðgarð og nágrenni hans. Nútíminn hefur kennt að skipulagðar og oft óafturkræfar aðgerðir í vistkerfum til að þvinga fram gjörbreytt vægi milli ólíkra þátta eru andstæðar skynsamlegu sambýli manna og lífríkisins í kringum þá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Veiðinytjar eru eðlilegur þáttur í mannvist á Íslandi. Ég hef stundað fugla- og fiskveiðar og horft á veiðar á sjávar- og landspendýrum. Enda þótt veiðisaga landsins einkennist af athöfnum sem miða að ásættanlegri mataröflun og útivist er þar líka annað að finna; allt frá sorglegum veiðiþjófnaði eða drápum á friðuðum dýrum til athafna sem miða að því að fækka því sem okkur hefur orðið tamt að kalla meindýr eða varg. Þegar kemur að fuglum eða spendýrum er t.d. átt við hrafn, ref og háhyrning. Hugmyndafræðin er þessi: Ef við drepum ekki nógu marga einstaklinga ræna þeir af okkur bráð eða spilla landbúnaði. Einfalt og klárt. Um leið er að mestu litið framhjá þeim flóknu ferlum í náttúrunni sem stjórna því að ein tegund (sem hefur átt sér langtíma þróun í landinu) hvorki útrýmir né knésetur margar aðrar. Það var meginatriði í grein minni 12. okt. sem Árni Lund gerir rökstuddar og hógværar athugasemdir við. Og þess vegna dró ég upp mynd af Íslandi fyrir landnám þar sem ekki eigruðu tugþúsundir svangra refa um rjúpnalaust land og þúsundir arna skyggðu ekki á sólarljósið. Sambýli gæsa og refa í Þjórsárverum er dæmi um raunveruleikann. Æti refa er sennilega ekki sú stærð sem margir halda. Innbyrðis atferli dýra og eðli þeirra skýrir af hverju örfá hundruð arna, örfá þúsund fálka og smyrla, allmörg þúsund refa og óteljandi tugþúsundir alls konar fugla gætu þrifist á 90.000 ferkílómetrum lands, að undanskildum jöklunum. Fyrir 9.000 refi er 10 ferkílómetra veiðisvæði til reiðu hverju dýri, fullorðnu jafnt sem yrðlingi, vilji menn einfalda málið. Vissulega hefur maðurinn áhrif á fyrrgreint jafnvægi með athöfnum, jafnvel svo að tiltekinn stofn stækkar eða minnkar, en það gerir líka veðurfar og margt fleira. Ég hef ekki lagt til að refadrápi sé alveg hætt, heldur hvatt til þess að stofninn fái lífsrými sem hæfir þessum frumbyggja, en skilgreini það ekki því til þess skortir mig þekkingu. Refastofninn var kominn í 2.000 dýr þegar rannsóknir hófust. Það hefði dugað til að setja hann á válista á meginlandi Evrópu. Nú er hann sagður milli 8.000 og 10.000 dýr. Líklega telja dýrafræðingar hámarkið nálgast. Væri áhugavert að þeir blönduðu sér í upplýstar umræður um rándýr, menn, sauðfé og fugla. Fráleitt er að kenna stærri refastofni um umtalsverðar breytingar í íslenskri fuglafánu. Á þeim eru auðvitað fjölmargar skýringar og á tófan þar aðeins einn hlut að máli og alls ekki stærstan. Hann eigum við að þola. Það var inntakið í greininni. Ágreiningur okkar Árna kristallast í einni setningu hans: „Hugmyndir sumra um að hægt sé að hafa mikið af rjúpu öðru megin á fjallinu og marga refi hinum megin ganga einfaldlega ekki upp, sbr. refafriðlandið á Hornströndum.“ Ég tel að rjúpur og refir þrífist ágætlega í bland báðum megin á fjallinu, því það sanni reynsla úr flestum löndum, t.d. Grænlandi, ásamt rannsóknum á sambýli rándýra og bráðar. Staðhæfingar um samstiga refafár og fuglauðn á Hornströndum og enn fremur um mikla viðvist fugla þar sem refaveiðar eru mestar gætu verið orðum auknar. Hvað Hornstrandir varðar bið ég um talnastudd rök með hliðsjón af rannsóknum á fæðuframboði fyrir fugla og vegferð þeirra á vetrarsetustöðum. Hvað staðbundið og blómlegt fuglalíf og fáa refi varðar mætti biðja um skýringar á því af hverju aðrir umhverfisþættir en refafjöldi eru undanskildir mati á fuglafánunni og af hverju til eru svæði með bærilega mörgum refum og býsna frjóu fuglalífi, sbr. Þingvallaþjóðgarð og nágrenni hans. Nútíminn hefur kennt að skipulagðar og oft óafturkræfar aðgerðir í vistkerfum til að þvinga fram gjörbreytt vægi milli ólíkra þátta eru andstæðar skynsamlegu sambýli manna og lífríkisins í kringum þá.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun