Hagsmunaráðuneyti Pawel Bartoszek skrifar 4. nóvember 2011 06:00 Ríkisendurskoðun gerði fyrr á þessu ári úttekt á útvistun opinberra verkefna til Bændasamtakanna. Niðurstöðurnar voru þær að samtökunum væri falið opinbert vald meðan fjárhagslegt og faglegt eftirlit á eftirfylgni samninga við þau skorti. Einnig var mælst til að stjórnvöld söfnuðu sínum eigin tölfræðiupplýsingum um landbúnað í stað þess að reiða sig á gögn hagsmunasamtaka. Viðbrögð Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis við umræddri skýrslu voru að jánka sumu, neita öðru en gera alltaf sitt. Ráðuneytið telur þannig að Bændasamtökin taki „hóflegt gjald" fyrir þjónustu sína og því sé „ljóst" að flutningur verkefna þaðan mundi þýða aukin útgjöld fyrir ríkissjóð. Nú legg ég til að ráðuneytið leggi strax í dag fram þau gögn sem sýna hve mikla kostnaðaraukningu tilfærsla þessara opinberu verkefna til hins opinbera hefði í för með sér. Þær tölur hljóta að liggja fyrir. Fer féð til fjár?Það er auðvitað grátbroslegt að ráðuneytið beri fyrir sig fjárskort þegar kemur að því fylgjast með því hvert fjármunir þess fara. Dálítið eins og maður sem segir: „Ég hef ekki tíma til að fylgjast með því hverju ég eyði peningum í. Þá gæti ég misst af einhverju góðu tilboði á hópkaup.is." Gleymum því ekki að þeir fjármunir sem fara í stuðning við landbúnaðarframleiðslu eru ekki lágir. Þeir eru með þeim hæstu í heimi. Það er, vel á minnst, ein af fáum fullyrðingum í efsta stigi um íslenskan landbúnað sem ég hef séð studda gögnum. Gagnaöflun á sviði búnaðarmála er síðan annað mál. Hagstofan geymir fáar tölur um landbúnað, flest frumgögnin eru geymd annars staðar, meðal annars hjá Bændasamtökunum. Nú er þar með ekki sagt að það sé vont að hagsmunaaðilar reki margvíslega upplýsingasöfnun fyrir félagsmenn sína. En það er nauðsynlegt að gögnum sem nýta á í opinberri umræðu sé einnig safnað, eða þau í það minnsta sannreynd, af einhverjum sem ekki hefur beinna hagsmuna að gæta. Myndum við velja inn í skóla á grundvelli einkunna sem nemendur hafa gefið sér sjálfir? En það er annar vandi í þessu sem er ekki minni. Í raun væri lítill fengur í því að færa opinber verkefni frá Bændasamtökunum til ráðuneytis landbúnaðarmála meðan það síðara er einungis opinber stjórnsýsluarmur þess fyrrnefnda. Lenda ráðherrar búnaðarmála oft í harðvítugum deilum við samtök bænda? Nei, þeir eru talsmenn hagsmunahópsins, á þingi jafnt sem í ríkisstjórn. Þegar kemur að viðbrögðum við áðurnefndri skýrslu Ríkisendurskoðunar þá ver ráðuneytið stöðu Bændasamtakanna af meiri eldmóð en Bændasamtökin gera sjálf. „Ráðuneytið tekur ekki undir þá almennu skoðun Ríkisendurskoðunar að framsal verkefna samkvæmt búnaðarlögum til BÍ sé óæskilegt og feli í sér hættu á hagsmunaárekstrum. Þvert á móti geti verið sterk rök fyrir því að þetta sé árangursríkt fyrirkomulag. Þá er algengt í öðrum löndum að leiðbeiningaþjónusta og kynbótastarf sé rekið á vegum bændasamtaka. Í aðildarlöndum Evrópusambandsins er t.d. mælt fyrir um að ríkar heimildir ríkja til að veita fjárstuðningi til leiðbeiningarþjónustu." Svona svara okkar fulltrúar. „Samkrull er gott. ESB styrkir fræðsluþjónustu hagsmunasamtaka. Við látum hagsmunasamtök til viðbótar greiða út framleiðslustyrki. Sama kartaflan." Að láta ekki múta sér til fagleikaEn hafi ráðherra sjávar og sveita áhyggjur af þeim kostnaði sem hlotist getur af tilfærslu opinberra verkefna til hins opinbera þá er raunar smávon til að lækka þann kostnað. Svo vill til að þær athugasemdir sem Ríkisendurskoðun gerir eru að meginstofni þær sömu og ESB gerir við fyrirkomulag búnaðarmála hérlendis. Innan sambandsins eru til sjóðir sem geta komið til móts við slíkan kostnað, kostnað sem kemur til vegna væntanlegrar ESB-aðildar Íslands. En það vilja menn auðvitað ekki gera. Það væri aðlögun. Það væri auðvitað æskilegt að ríkið sinnti eðlilegu eftirlits- og stjórnsýsluhlutverki sínu á sviði landbúnaðar, óháð því hvort við endum í ESB eða ekki. En ráðuneytið og hagsmunasamtökin veðja á að geta staðið fyrir utan og haldið þannig áfram samkrullinu. Tala svo um að aðlögun. Já, hver spurði íslenska kjósendur að því hvort þeir vildu vandaðri stjórnsýslu og óháða hagskýrslugerð í landbúnaði? Ha, enginn? Á bara að troða þessu ofan í kokið á þjóðinni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Ríkisendurskoðun gerði fyrr á þessu ári úttekt á útvistun opinberra verkefna til Bændasamtakanna. Niðurstöðurnar voru þær að samtökunum væri falið opinbert vald meðan fjárhagslegt og faglegt eftirlit á eftirfylgni samninga við þau skorti. Einnig var mælst til að stjórnvöld söfnuðu sínum eigin tölfræðiupplýsingum um landbúnað í stað þess að reiða sig á gögn hagsmunasamtaka. Viðbrögð Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis við umræddri skýrslu voru að jánka sumu, neita öðru en gera alltaf sitt. Ráðuneytið telur þannig að Bændasamtökin taki „hóflegt gjald" fyrir þjónustu sína og því sé „ljóst" að flutningur verkefna þaðan mundi þýða aukin útgjöld fyrir ríkissjóð. Nú legg ég til að ráðuneytið leggi strax í dag fram þau gögn sem sýna hve mikla kostnaðaraukningu tilfærsla þessara opinberu verkefna til hins opinbera hefði í för með sér. Þær tölur hljóta að liggja fyrir. Fer féð til fjár?Það er auðvitað grátbroslegt að ráðuneytið beri fyrir sig fjárskort þegar kemur að því fylgjast með því hvert fjármunir þess fara. Dálítið eins og maður sem segir: „Ég hef ekki tíma til að fylgjast með því hverju ég eyði peningum í. Þá gæti ég misst af einhverju góðu tilboði á hópkaup.is." Gleymum því ekki að þeir fjármunir sem fara í stuðning við landbúnaðarframleiðslu eru ekki lágir. Þeir eru með þeim hæstu í heimi. Það er, vel á minnst, ein af fáum fullyrðingum í efsta stigi um íslenskan landbúnað sem ég hef séð studda gögnum. Gagnaöflun á sviði búnaðarmála er síðan annað mál. Hagstofan geymir fáar tölur um landbúnað, flest frumgögnin eru geymd annars staðar, meðal annars hjá Bændasamtökunum. Nú er þar með ekki sagt að það sé vont að hagsmunaaðilar reki margvíslega upplýsingasöfnun fyrir félagsmenn sína. En það er nauðsynlegt að gögnum sem nýta á í opinberri umræðu sé einnig safnað, eða þau í það minnsta sannreynd, af einhverjum sem ekki hefur beinna hagsmuna að gæta. Myndum við velja inn í skóla á grundvelli einkunna sem nemendur hafa gefið sér sjálfir? En það er annar vandi í þessu sem er ekki minni. Í raun væri lítill fengur í því að færa opinber verkefni frá Bændasamtökunum til ráðuneytis landbúnaðarmála meðan það síðara er einungis opinber stjórnsýsluarmur þess fyrrnefnda. Lenda ráðherrar búnaðarmála oft í harðvítugum deilum við samtök bænda? Nei, þeir eru talsmenn hagsmunahópsins, á þingi jafnt sem í ríkisstjórn. Þegar kemur að viðbrögðum við áðurnefndri skýrslu Ríkisendurskoðunar þá ver ráðuneytið stöðu Bændasamtakanna af meiri eldmóð en Bændasamtökin gera sjálf. „Ráðuneytið tekur ekki undir þá almennu skoðun Ríkisendurskoðunar að framsal verkefna samkvæmt búnaðarlögum til BÍ sé óæskilegt og feli í sér hættu á hagsmunaárekstrum. Þvert á móti geti verið sterk rök fyrir því að þetta sé árangursríkt fyrirkomulag. Þá er algengt í öðrum löndum að leiðbeiningaþjónusta og kynbótastarf sé rekið á vegum bændasamtaka. Í aðildarlöndum Evrópusambandsins er t.d. mælt fyrir um að ríkar heimildir ríkja til að veita fjárstuðningi til leiðbeiningarþjónustu." Svona svara okkar fulltrúar. „Samkrull er gott. ESB styrkir fræðsluþjónustu hagsmunasamtaka. Við látum hagsmunasamtök til viðbótar greiða út framleiðslustyrki. Sama kartaflan." Að láta ekki múta sér til fagleikaEn hafi ráðherra sjávar og sveita áhyggjur af þeim kostnaði sem hlotist getur af tilfærslu opinberra verkefna til hins opinbera þá er raunar smávon til að lækka þann kostnað. Svo vill til að þær athugasemdir sem Ríkisendurskoðun gerir eru að meginstofni þær sömu og ESB gerir við fyrirkomulag búnaðarmála hérlendis. Innan sambandsins eru til sjóðir sem geta komið til móts við slíkan kostnað, kostnað sem kemur til vegna væntanlegrar ESB-aðildar Íslands. En það vilja menn auðvitað ekki gera. Það væri aðlögun. Það væri auðvitað æskilegt að ríkið sinnti eðlilegu eftirlits- og stjórnsýsluhlutverki sínu á sviði landbúnaðar, óháð því hvort við endum í ESB eða ekki. En ráðuneytið og hagsmunasamtökin veðja á að geta staðið fyrir utan og haldið þannig áfram samkrullinu. Tala svo um að aðlögun. Já, hver spurði íslenska kjósendur að því hvort þeir vildu vandaðri stjórnsýslu og óháða hagskýrslugerð í landbúnaði? Ha, enginn? Á bara að troða þessu ofan í kokið á þjóðinni?
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun