Beðið eftir niðurstöðum Öryggisráðs - fréttaskýring 11. nóvember 2011 04:00 öryggisráðið Bandaríkjamenn munu beita neitunarvaldi sínu sem eitt fastra ríkja í Öryggisráðinu. Kína og Rússland munu kjósa með aðild Palestínu og Bretar munu sitja hjá. Líklegt er talið að Frakkland geri það líka. Meirihluti hinna ríkjanna er talinn munu styðja aðild eða sitja hjá. fréttablaðið/ap Hvernig standa málefni Palestínu á Íslandi og innan Sameinuðu þjóðanna? Í lok september sótti Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, formlega um fulla aðild ríkisins að Sameinuðu þjóðunum (SÞ). Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands, lýsti því yfir á allsherjarþingi SÞ að Ísland hygðist styðja umsókn Palestínu og í framhaldinu lagði hann fram þingsályktunartillögu um að Ísland viðurkenndi ríkið sem sjálfstætt og fullvalda. Skömmu síðar fengu Palestínumenn aðild að UNESCO, menningarmálastofnun SÞ, og nú er niðurstöðu Öryggisráðs SÞ um aðild Palestínu beðið. Hennar er að vænta í dag eða á næstu dögum en fullvíst þykir þó að Öryggisráðið hafni beiðninni, enda hafa Bandaríkjamenn lýst því yfir að þeir muni beita neitunarvaldi ef þess gerist þörf. Þó lítur út fyrir að þeir þurfi ekki að grípa til þess, þar sem samþykki níu ríkja af fimmtán innan ráðsins þarf til að samþykkja umsóknina. Palestínumenn höfðu tryggt sér stuðning Kína, Rússlands, Brasilíu, Indlands, Suður-Afríku og Líbanons auk þess sem líklegt þykir að Nígería og Gabon kjósi með aðild þeirra. Þetta eru aðeins átta ríki. Bretar hafa lýst því yfir að þeir muni sitja hjá í atkvæðagreiðslunni og er talið að Frakkar og Kólumbíumenn geri slíkt hið sama. Þýskaland og Portúgal munu annað hvort segja nei eða sitja hjá og Bosníumenn eru taldir munu sitja hjá sömuleiðis. Hvað gerist næst?Verði formlegri aðild Palestínu að SÞ hafnað, eins og útlit er fyrir, munu Palestínumenn snúa sér að allsherjarþinginu. Þar eiga þeir mun meiri stuðning vísan þó að allsherjarþingið geti ekki veitt þeim fulla aðild. Allsherjarþingið gæti hins vegar veitt áheyrnaraðild, sem myndi þýða að Palestína ætti auðveldara með að verða hluti af fleiri stofnunum SÞ og Alþjóðaglæpadómstólnum. Palestínumenn hafa gefið út að þeir muni sækja um aðild að sextán alþjóðlegum stofnunum. Fyrsta Vestur-EvrópuríkiðÞingsályktunartillaga utanríkisráðherra er nú til umfjöllunar hjá utanríkismálanefnd. Nefndin fundaði um málið á þriðjudag. Ef Alþingi samþykkir tillöguna verður ríkisstjórninni falið að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Ísland yrði með því fyrsta ríkið í Vestur-Evrópu sem það gerir og fyrsta Evrópuríkið í tugi ára. Átta Evrópusambandsríki viðurkenna Palestínu, en þau gerðu það öll áður en þau gengu í sambandið. Meirihluti ríkja innan Sameinuðu þjóðanna viðurkennir þó Palestínu sem stendur, og hefur bæst mikið í þann hóp undanfarið. Allt að 138 ríki viðurkenna ríkið nú. thorunn@frettabladid.is Fréttir Skroll-Fréttir Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira
Hvernig standa málefni Palestínu á Íslandi og innan Sameinuðu þjóðanna? Í lok september sótti Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, formlega um fulla aðild ríkisins að Sameinuðu þjóðunum (SÞ). Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands, lýsti því yfir á allsherjarþingi SÞ að Ísland hygðist styðja umsókn Palestínu og í framhaldinu lagði hann fram þingsályktunartillögu um að Ísland viðurkenndi ríkið sem sjálfstætt og fullvalda. Skömmu síðar fengu Palestínumenn aðild að UNESCO, menningarmálastofnun SÞ, og nú er niðurstöðu Öryggisráðs SÞ um aðild Palestínu beðið. Hennar er að vænta í dag eða á næstu dögum en fullvíst þykir þó að Öryggisráðið hafni beiðninni, enda hafa Bandaríkjamenn lýst því yfir að þeir muni beita neitunarvaldi ef þess gerist þörf. Þó lítur út fyrir að þeir þurfi ekki að grípa til þess, þar sem samþykki níu ríkja af fimmtán innan ráðsins þarf til að samþykkja umsóknina. Palestínumenn höfðu tryggt sér stuðning Kína, Rússlands, Brasilíu, Indlands, Suður-Afríku og Líbanons auk þess sem líklegt þykir að Nígería og Gabon kjósi með aðild þeirra. Þetta eru aðeins átta ríki. Bretar hafa lýst því yfir að þeir muni sitja hjá í atkvæðagreiðslunni og er talið að Frakkar og Kólumbíumenn geri slíkt hið sama. Þýskaland og Portúgal munu annað hvort segja nei eða sitja hjá og Bosníumenn eru taldir munu sitja hjá sömuleiðis. Hvað gerist næst?Verði formlegri aðild Palestínu að SÞ hafnað, eins og útlit er fyrir, munu Palestínumenn snúa sér að allsherjarþinginu. Þar eiga þeir mun meiri stuðning vísan þó að allsherjarþingið geti ekki veitt þeim fulla aðild. Allsherjarþingið gæti hins vegar veitt áheyrnaraðild, sem myndi þýða að Palestína ætti auðveldara með að verða hluti af fleiri stofnunum SÞ og Alþjóðaglæpadómstólnum. Palestínumenn hafa gefið út að þeir muni sækja um aðild að sextán alþjóðlegum stofnunum. Fyrsta Vestur-EvrópuríkiðÞingsályktunartillaga utanríkisráðherra er nú til umfjöllunar hjá utanríkismálanefnd. Nefndin fundaði um málið á þriðjudag. Ef Alþingi samþykkir tillöguna verður ríkisstjórninni falið að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Ísland yrði með því fyrsta ríkið í Vestur-Evrópu sem það gerir og fyrsta Evrópuríkið í tugi ára. Átta Evrópusambandsríki viðurkenna Palestínu, en þau gerðu það öll áður en þau gengu í sambandið. Meirihluti ríkja innan Sameinuðu þjóðanna viðurkennir þó Palestínu sem stendur, og hefur bæst mikið í þann hóp undanfarið. Allt að 138 ríki viðurkenna ríkið nú. thorunn@frettabladid.is
Fréttir Skroll-Fréttir Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira