Mel Gibson er sagður hafa barnað bandaríska raunveruleikastjörnu sem hann átti í stuttu sambandi við. Fyrir á Gibson átta börn, sjö með fyrrverandi eiginkonu sinni, Robyn Denise Moore, og eitt með fyrrverandi sambýliskonu sinni, Oksönu Grigorievu.
Raunveruleikastjarnan Laura Bellizzi átti í stuttu sambandi með leikaranum, sem stóð yfir allt síðastliðið sumar.
„Laura er mjög leyndardómsfull og vill lítið segja um faðerni barnsins öðrum en sínum nánustu. Það er farið að sjást á henni og í kjölfarið vakna spurningar um faðernið," hafði Star Magazine eftir heimildarmanni.
Mel Gibson faðir í níunda sinn
