Hætti við að lóga Randver 11. nóvember 2011 11:00 Jens Pétur ásamt Randver sem er orðinn 28 vetra gamall. Til stóð að lóga honum en Jens ákvað að fresta því þar sem Randver mun leika í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. Fréttablaðið/Valli „Ég var hættur þessu og ætlaði ekkert að gera meira af svona hlutum. En þegar starfsmenn Pegasus sáu reiðhestana mína gengu þeir mjög hart að mér og ég lét til leiðast,“ segir Jens Pétur Högnason hestabóndi. Fimmtán hestar frá Jens Pétri verða notaðir við tökur á sjónvarpsþáttunum Game of Thrones en eins og Fréttablaðið hefur greint frá er sextíu manna tökuliðið frá þáttunum væntanlegt hingað til lands í lok þessa mánaðar. Tökurnar fara að mestu leyti fram við Höfðabrekkuheiði sem var þjóðleiðin austur að Mýrdalssandi í tuttugu ár eða þar til Jónsmessuhlaupið í Múlakvísl árið 1955 rauf hana. Ekki verður byggð nein risastór leikmynd vegna þáttanna þar sem slíkt er aðallega unnið í tölvum. Byrjað er að ráða „statista“ í þættina en eins og Fréttablaðið sagði frá sóttu hátt í þúsund karlmenn um að komast að. Jens Pétur og hestarnir hans eru vanir í sjónvarps- og kvikmyndabransanum. Jens hefur verið með hrossin sín fyrir framan tökuvélar í tuttugu ár, var meðal annars með hesta í Myrkrahöfðingjanum, Agnesi og stórmyndinni Bjólfskviðu eftir Sturlu Gunnarsson. Tökulið bandarísku sjónvarpsþáttanna bjargaði meira að segja lífi tveggja hrossa því Jens hugðist lóga þeim áður en verkefnið kom inn á borð til hans. Þar á meðal hinum aldna höfðingja Randver sem er orðinn 28 vetra gamall. „En nú er ég bara að fara að járna hann og hann fær að draga vagn í þáttunum. Hann er öllu vanur, hefur verið í Borgarleikhúsinu og á Hótel Íslandi.“ Að sögn Jens Péturs er það mikið þolinmæðisverk að vera með hesta í kvikmyndum og það krefst þess að hestarnir séu með gott geðslag. „Hver mínúta er dýr hjá svona tökuliði, það skiptir miklu máli að hestarnir hreyfi sig ekki þegar þeir eiga ekki að hreyfa sig,“ segir Jens. Og að sögn bóndans er ágætis peningur í boði fyrir svona starf. „En maður reynir auðvitað að vera sanngjarn á báða bóga.“ freyrgigja@frettabladid.is Game of Thrones Lífið Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
„Ég var hættur þessu og ætlaði ekkert að gera meira af svona hlutum. En þegar starfsmenn Pegasus sáu reiðhestana mína gengu þeir mjög hart að mér og ég lét til leiðast,“ segir Jens Pétur Högnason hestabóndi. Fimmtán hestar frá Jens Pétri verða notaðir við tökur á sjónvarpsþáttunum Game of Thrones en eins og Fréttablaðið hefur greint frá er sextíu manna tökuliðið frá þáttunum væntanlegt hingað til lands í lok þessa mánaðar. Tökurnar fara að mestu leyti fram við Höfðabrekkuheiði sem var þjóðleiðin austur að Mýrdalssandi í tuttugu ár eða þar til Jónsmessuhlaupið í Múlakvísl árið 1955 rauf hana. Ekki verður byggð nein risastór leikmynd vegna þáttanna þar sem slíkt er aðallega unnið í tölvum. Byrjað er að ráða „statista“ í þættina en eins og Fréttablaðið sagði frá sóttu hátt í þúsund karlmenn um að komast að. Jens Pétur og hestarnir hans eru vanir í sjónvarps- og kvikmyndabransanum. Jens hefur verið með hrossin sín fyrir framan tökuvélar í tuttugu ár, var meðal annars með hesta í Myrkrahöfðingjanum, Agnesi og stórmyndinni Bjólfskviðu eftir Sturlu Gunnarsson. Tökulið bandarísku sjónvarpsþáttanna bjargaði meira að segja lífi tveggja hrossa því Jens hugðist lóga þeim áður en verkefnið kom inn á borð til hans. Þar á meðal hinum aldna höfðingja Randver sem er orðinn 28 vetra gamall. „En nú er ég bara að fara að járna hann og hann fær að draga vagn í þáttunum. Hann er öllu vanur, hefur verið í Borgarleikhúsinu og á Hótel Íslandi.“ Að sögn Jens Péturs er það mikið þolinmæðisverk að vera með hesta í kvikmyndum og það krefst þess að hestarnir séu með gott geðslag. „Hver mínúta er dýr hjá svona tökuliði, það skiptir miklu máli að hestarnir hreyfi sig ekki þegar þeir eiga ekki að hreyfa sig,“ segir Jens. Og að sögn bóndans er ágætis peningur í boði fyrir svona starf. „En maður reynir auðvitað að vera sanngjarn á báða bóga.“ freyrgigja@frettabladid.is
Game of Thrones Lífið Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira