Hleypur 10 til 20 kílómetra fimm sinnum í viku 30. nóvember 2011 16:00 Elísabet Margeirsdóttir er komin inn í 100 kílómetraklúbbinn og stefnir á enn lengri hlaup í framtíðinni. Fréttablaðið/GVA Hundrað kílómetraklúbburinn var stofnaður árið 2004 og þar eru nú 47 félagar. Ég náði því markmiði að komast inn í hann þegar ég hljóp 120 kílómetra úti í Frakklandi í sumar," segir Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður. „Allir Íslendingar sem hafa hlaupið 100 kílómetra í opinberu keppnishlaupi eru gjaldgengir í klúbbinn. Þetta hlaup sem ég hljóp í sumar heitir Ultra Trail og er í kringum Mont Blanc og er 120 kílómetrar með 7.000 metra hækkun þannig að í rauninni er þetta fjallahlaup. Ég var sólarhring og tuttugu mínútur að klára það með tíu mínútna matarstoppum á um það bil tuttugu kílómetra fresti." Elísabet segist hafa verið að hlaupa með hléum í átta ár, hefur hlaupið sex maraþon og þrisvar hlaupið Laugaveginn. „Ég var í þriðja sæti í Laugavegshlaupinu í sumar þannig að það má eiginlega segja að þetta síðastliðna ár hafi ég farið af fullum krafti í utanvegahlaupin. Það er að myndast hérna smá kjarni sem stundar ofurmaraþon og fjallahlaup og það var stór hópur Íslendinga í þessu hlaupi í Frakklandi með mér."Hvað hafa þessi löngu hlaup fram yfir önnur? „Þetta er bara svo æðisleg upplifun," segir Elísabet. „Mín fyrsta upplifun af svona löngu hlaupi var alveg frábær. Þetta var að sjálfsögðu mjög erfitt en mér leið aldrei illa og tilfinningin þegar maður kom í mark var alveg yndisleg. Ég ákvað strax þar og þá að þetta ætlaði ég að gera aftur.Elísabet kemur í mark eftir 120 kílómetra í Ultra Trail-hlaupinu við Mont Blanc í sumar.Ég myndi reyndar segja að það sé meira afrek að þjálfa vel fyrir svona hlaup en að fara það. Þjálfunin er mjög tímafrek en líka skemmtileg ef maður er í góðum hópi. Það er gaman að finna nýjar leiðir og ég fór heilmikið á fjöll hérna heima í sumar með vinkonu minni sem fór svo með mér í hlaupið úti."Er ekki allt lífið undirlagt af hlaupum? „Þessa dagana er ég bara að hlaupa svona tíu til tuttugu kílómetra fjórum, fimm sinnum í viku en svo eykst álagið þegar kemur fram á vorið. Það má eiginlega segja að þetta sé full vinna á sumrin," segir Elísabet og hlær.Elísabet með Helgu Þóru vinkonu sinni við rásmarkið í Ultra Trail.Hvað er svo fram undan? „Ég ætla að hlaupa heilt maraþon í vor, svona til að koma mér í gírinn fyrir sumarið, og fara síðan aftur út til Frakklands næsta sumar og þá í annað hlaup, sem er reyndar styttra, um 98 kílómetrar. Það eru fjögur mismunandi hlaup farin á hverju ári frá Chamonix, frönskum skíðabæ sem leggur heila viku í ágúst á hverju ári undir þessi hlaup. Lengsta hlaupið er alveg heill hringur í kringum fjöllin við Mont Blanc, 160 kílómetrar. Ég fer ekki alveg strax í það en draumurinn er auðvitað að komast það einhvern tíma í framtíðinni." fridrikab@frettabladid.is Heilsa Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira
Hundrað kílómetraklúbburinn var stofnaður árið 2004 og þar eru nú 47 félagar. Ég náði því markmiði að komast inn í hann þegar ég hljóp 120 kílómetra úti í Frakklandi í sumar," segir Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður. „Allir Íslendingar sem hafa hlaupið 100 kílómetra í opinberu keppnishlaupi eru gjaldgengir í klúbbinn. Þetta hlaup sem ég hljóp í sumar heitir Ultra Trail og er í kringum Mont Blanc og er 120 kílómetrar með 7.000 metra hækkun þannig að í rauninni er þetta fjallahlaup. Ég var sólarhring og tuttugu mínútur að klára það með tíu mínútna matarstoppum á um það bil tuttugu kílómetra fresti." Elísabet segist hafa verið að hlaupa með hléum í átta ár, hefur hlaupið sex maraþon og þrisvar hlaupið Laugaveginn. „Ég var í þriðja sæti í Laugavegshlaupinu í sumar þannig að það má eiginlega segja að þetta síðastliðna ár hafi ég farið af fullum krafti í utanvegahlaupin. Það er að myndast hérna smá kjarni sem stundar ofurmaraþon og fjallahlaup og það var stór hópur Íslendinga í þessu hlaupi í Frakklandi með mér."Hvað hafa þessi löngu hlaup fram yfir önnur? „Þetta er bara svo æðisleg upplifun," segir Elísabet. „Mín fyrsta upplifun af svona löngu hlaupi var alveg frábær. Þetta var að sjálfsögðu mjög erfitt en mér leið aldrei illa og tilfinningin þegar maður kom í mark var alveg yndisleg. Ég ákvað strax þar og þá að þetta ætlaði ég að gera aftur.Elísabet kemur í mark eftir 120 kílómetra í Ultra Trail-hlaupinu við Mont Blanc í sumar.Ég myndi reyndar segja að það sé meira afrek að þjálfa vel fyrir svona hlaup en að fara það. Þjálfunin er mjög tímafrek en líka skemmtileg ef maður er í góðum hópi. Það er gaman að finna nýjar leiðir og ég fór heilmikið á fjöll hérna heima í sumar með vinkonu minni sem fór svo með mér í hlaupið úti."Er ekki allt lífið undirlagt af hlaupum? „Þessa dagana er ég bara að hlaupa svona tíu til tuttugu kílómetra fjórum, fimm sinnum í viku en svo eykst álagið þegar kemur fram á vorið. Það má eiginlega segja að þetta sé full vinna á sumrin," segir Elísabet og hlær.Elísabet með Helgu Þóru vinkonu sinni við rásmarkið í Ultra Trail.Hvað er svo fram undan? „Ég ætla að hlaupa heilt maraþon í vor, svona til að koma mér í gírinn fyrir sumarið, og fara síðan aftur út til Frakklands næsta sumar og þá í annað hlaup, sem er reyndar styttra, um 98 kílómetrar. Það eru fjögur mismunandi hlaup farin á hverju ári frá Chamonix, frönskum skíðabæ sem leggur heila viku í ágúst á hverju ári undir þessi hlaup. Lengsta hlaupið er alveg heill hringur í kringum fjöllin við Mont Blanc, 160 kílómetrar. Ég fer ekki alveg strax í það en draumurinn er auðvitað að komast það einhvern tíma í framtíðinni." fridrikab@frettabladid.is
Heilsa Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira