Jóni boðið að víkja en tekur slaginn - fréttaskýring 30. nóvember 2011 11:00 alþingi Stjórnarandstæðingar fóru ekki í grafgötur með það á þingi í gær að þeir teldu landið í raun stjórnlaust. Kölluðu sumir þeirra eftir kosningum þegar í stað.fréttablaðið/gva Hver er framtíð ríkisstjórnarinnar? Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var boðið að velja sjálfur með hvaða hætti hann hyrfi úr ríkisstjórninni, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Jón þáði það boð ekki og berst nú fyrir framtíð sinni á ráðherrastól. Stuðningsmenn Jóns birta nú undirskriftalista honum til stuðnings í fjölmiðlum og hringja í flokksmenn Vinstri grænna. Þar er mikilvægi Jóns í andstöðu við ESB útlistað. Krafan um brotthvarf hans komi frá Jóhönnu Sigurðardóttur, formanni Samfylkingarinnar, og flokki hennar. Einnig eru þau rök notuð að Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, og Björn Valur Gíslason, formaður þingflokksins, hafi staðið gegn breytingum á kvótakerfinu. Þeirri sögu fylgir að þeim síðarnefnda sé ætlað að verða eftirmaður Jóns á ráðherrastóli. Eftir stendur að Jón Bjarnason nýtur ekki trausts í þingflokkum stjórnarflokkanna. Það er því að sögn heimildarmanna aðeins tímaspursmál hvenær hann víkur. Stjórnarliðar eru uggandi um stuðning við stjórnina við brotthvarf Jóns. Heimildarmenn Fréttablaðsins telja óvíst hvort Jón láti af stuðningi við stjórnina, hverfi hann úr ráðherrastóli. Sjá mátti af orðum Steingríms eftir fund ríkisstjórnarinnar í gær, sem birtust í Ríkisútvarpinu, að það væri lítt gæfuleg ríkisstjórn sem menn styddu aðeins gegn því að sitja í henni sjálfir. Ljóst er að allar mögulegar stöður eru til skoðunar. Guðmundur Steingrímsson hefur lýst því yfir að hann muni íhuga að verja stjórnina falli og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þau orð þegar verið hermd upp á hann af stjórnarliðum. Guðmundur vinnur nú að nýju framboði og trauðla vill hann stytta undirbúningstíma sinn til muna með nýjum kosningum. Hið sama má raunar segja um Lilju Mósesdóttur. Afstaða Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur er enn óljós, en hún lýsti yfir eindregnum stuðningi við Jón í gær. Það að stuðningur þingmannanna við ríkisstjórnina sé bundinn setu Jóns í henni, komi það í ljós, þarf þó ekki að þýða að þeir stuðli að falli hennar. Hún gæti því lifað með stuðningi einstakra þingmanna. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Hver er framtíð ríkisstjórnarinnar? Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var boðið að velja sjálfur með hvaða hætti hann hyrfi úr ríkisstjórninni, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Jón þáði það boð ekki og berst nú fyrir framtíð sinni á ráðherrastól. Stuðningsmenn Jóns birta nú undirskriftalista honum til stuðnings í fjölmiðlum og hringja í flokksmenn Vinstri grænna. Þar er mikilvægi Jóns í andstöðu við ESB útlistað. Krafan um brotthvarf hans komi frá Jóhönnu Sigurðardóttur, formanni Samfylkingarinnar, og flokki hennar. Einnig eru þau rök notuð að Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, og Björn Valur Gíslason, formaður þingflokksins, hafi staðið gegn breytingum á kvótakerfinu. Þeirri sögu fylgir að þeim síðarnefnda sé ætlað að verða eftirmaður Jóns á ráðherrastóli. Eftir stendur að Jón Bjarnason nýtur ekki trausts í þingflokkum stjórnarflokkanna. Það er því að sögn heimildarmanna aðeins tímaspursmál hvenær hann víkur. Stjórnarliðar eru uggandi um stuðning við stjórnina við brotthvarf Jóns. Heimildarmenn Fréttablaðsins telja óvíst hvort Jón láti af stuðningi við stjórnina, hverfi hann úr ráðherrastóli. Sjá mátti af orðum Steingríms eftir fund ríkisstjórnarinnar í gær, sem birtust í Ríkisútvarpinu, að það væri lítt gæfuleg ríkisstjórn sem menn styddu aðeins gegn því að sitja í henni sjálfir. Ljóst er að allar mögulegar stöður eru til skoðunar. Guðmundur Steingrímsson hefur lýst því yfir að hann muni íhuga að verja stjórnina falli og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þau orð þegar verið hermd upp á hann af stjórnarliðum. Guðmundur vinnur nú að nýju framboði og trauðla vill hann stytta undirbúningstíma sinn til muna með nýjum kosningum. Hið sama má raunar segja um Lilju Mósesdóttur. Afstaða Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur er enn óljós, en hún lýsti yfir eindregnum stuðningi við Jón í gær. Það að stuðningur þingmannanna við ríkisstjórnina sé bundinn setu Jóns í henni, komi það í ljós, þarf þó ekki að þýða að þeir stuðli að falli hennar. Hún gæti því lifað með stuðningi einstakra þingmanna. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira