
„Horfðu á Kardashian-fjölskylduna, þau græða milljónir núna og ég held að þau hafi ekki verið svo illa stödd fyrir. Fólk horfir á þetta og hugsar að það eina sem maður þurfi að gera til öðlast frægð og peninga sé að haga sér eins og hálfviti í sjónvarpinu,“ segir Craig og bætir við að hann mundi aldrei gera þátt um líf sitt því hann vill meina að fjölskyldan hafi afsalað sér rétti á einkalífi.
„Það er ekki hægt að kaupa einkalífið sitt aftur. Þær geta ekki sagt almenningi að láta sig vera þegar þær eru búnar að hleypa áhorfendum inn í stofu og fæða barn í beinni útsendingu. Ég er ekki að dæma þær, eða jú, ég er nú eiginlega að gera það.“
Daniel Craig er þekktur fyrir að vilja halda einkalífi sínu utan fjölmiðla, en hann giftist leikkonunni Rachel Weisz í sumar og fréttu fjölmiðlar ekki af brúðkaupinu fyrr en viku seinna.