Leikarinn Bradley Cooper sást nýverið á stefnumóti í París með frönsku leikkonunni Melanie Laurent. Þau fóru saman í bíó á Champs-Élysées og út að borða á Hotel Costas. Leikarinn var nýlega valinn kynþokkafyllsti karlmaður í heimi af tímaritinu People og hefur verið orðaður við frægar konur á borð við Jennifer Lopez og Renée Zellweger að undanförnu. Laurent skaust upp á stjörnuhimininn eftir hlutverk sitt í kvikmyndinni Inglourious Basterds.
Á stefnumóti í París
