Boðar þíðu í samskiptum Bandaríkjanna og Búrma 2. desember 2011 00:00 Málin rædd Hillary Clinton snæddi kvöldverð með Aung San Suu Kyi á heimili háttsetts bandarísks erindreka í Rangoon í Búrma í gær, og mun eiga formlegan fund með henni í dag.Nordicphotos/AFP Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skoraði í gær á stjórnvöld í Búrma að halda áfram úrbótum í lýðræðisátt og sleppa öllum pólitískum föngum úr haldi nú þegar. Hún boðaði í gær tilslakanir á refsiaðgerðum gegn landinu. Clinton kom í opinbera heimsókn til Búrma í gær. Þetta er fyrsta opinbera heimsókn háttsetts útsendara bandarískra stjórnvalda til Búrma í hálfa öld. Með heimsókninni segir hún Bandaríkin viðurkenna að herforingjastjórnin í landinu hafi á undanförnum árum gert mikilvægar breytingar í lýðræðisátt. Clinton sagði þó mikið vanta upp á hjá stjórnvöldum í landinu. Hún hvatti herforingjastjórnina til að hætta ofsóknum gegn minnihlutahópum, og slíta öll hernaðarleg tengsl landsins við Norður-Kóreu. „Einn pólitískur fangi er einum of mikið,“ sagði Clinton. Skömmu síðar hitti hún einn af frægustu pólitísku föngum samtímans, friðarverðlaunahafann Aung San Suu Kyi, Henni var sleppt úr stofufangelsi í fyrra eftir tveggja áratuga frelsisskerðingu. Clinton snæddi kvöldmat með Suu Kyi, og afhenti henni bréf frá Barack Obama Bandaríkjaforseta. Clinton og Suu Kyi munu eiga formlegri fund í dag. Fyrr í gær átti Clinton fund með Thein Sein, forseta Búrma. Þar afhenti hún bréf frá Barack Obama Bandaríkjaforseta þar sem hann lýsir áhuga á að styrkja tengsl landanna geri stjórnvöld í Burma nauðsynlegar umbætur í lýðræðisátt. Hún sagði samskipti landanna þó ekki komin á það stig að bandarísk stjórnvöld íhugi að aflétta viðskiptaþvingunum sem hafa verið í gildi áratugum saman. Bandarísk stjórnvöld muni þó verðlauna leiðtoga landsins fyrir frekari umbætur í lýðræðisátt. „Ég kom til að meta hvort nú sé rétti tíminn til að snúa við blaðinu í samskiptum þjóða okkar,“ sagði Clinton. Meðal þeirra tilslakana sem hún tilkynnti um í gær var að heimila aukið samstarf Búrma við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þá sagði hún bandarísk stjórnvöld muna og beita sér fyrir því að verkefni Sameinuðu þjóðanna í Búrma sem snúa að heilbrigðismálum og baráttunni við eiturlyf verði efld. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skoraði í gær á stjórnvöld í Búrma að halda áfram úrbótum í lýðræðisátt og sleppa öllum pólitískum föngum úr haldi nú þegar. Hún boðaði í gær tilslakanir á refsiaðgerðum gegn landinu. Clinton kom í opinbera heimsókn til Búrma í gær. Þetta er fyrsta opinbera heimsókn háttsetts útsendara bandarískra stjórnvalda til Búrma í hálfa öld. Með heimsókninni segir hún Bandaríkin viðurkenna að herforingjastjórnin í landinu hafi á undanförnum árum gert mikilvægar breytingar í lýðræðisátt. Clinton sagði þó mikið vanta upp á hjá stjórnvöldum í landinu. Hún hvatti herforingjastjórnina til að hætta ofsóknum gegn minnihlutahópum, og slíta öll hernaðarleg tengsl landsins við Norður-Kóreu. „Einn pólitískur fangi er einum of mikið,“ sagði Clinton. Skömmu síðar hitti hún einn af frægustu pólitísku föngum samtímans, friðarverðlaunahafann Aung San Suu Kyi, Henni var sleppt úr stofufangelsi í fyrra eftir tveggja áratuga frelsisskerðingu. Clinton snæddi kvöldmat með Suu Kyi, og afhenti henni bréf frá Barack Obama Bandaríkjaforseta. Clinton og Suu Kyi munu eiga formlegri fund í dag. Fyrr í gær átti Clinton fund með Thein Sein, forseta Búrma. Þar afhenti hún bréf frá Barack Obama Bandaríkjaforseta þar sem hann lýsir áhuga á að styrkja tengsl landanna geri stjórnvöld í Burma nauðsynlegar umbætur í lýðræðisátt. Hún sagði samskipti landanna þó ekki komin á það stig að bandarísk stjórnvöld íhugi að aflétta viðskiptaþvingunum sem hafa verið í gildi áratugum saman. Bandarísk stjórnvöld muni þó verðlauna leiðtoga landsins fyrir frekari umbætur í lýðræðisátt. „Ég kom til að meta hvort nú sé rétti tíminn til að snúa við blaðinu í samskiptum þjóða okkar,“ sagði Clinton. Meðal þeirra tilslakana sem hún tilkynnti um í gær var að heimila aukið samstarf Búrma við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þá sagði hún bandarísk stjórnvöld muna og beita sér fyrir því að verkefni Sameinuðu þjóðanna í Búrma sem snúa að heilbrigðismálum og baráttunni við eiturlyf verði efld. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira