Julia Roberts verður framleiðandi og aðalleikkona gamanmyndarinnar Second Act. Myndin fjallar um konu sem hefur aldrei gert handtak á ævinni en neyðist á endanum til að fá sér vinnu, að því er kom fram í The Hollywood Reporter.
Ekki hefur verið greint frá hver leikstýrir myndinni. Næsta verkefni Roberts er hlutverk vondu stjúpunnar í nýrri mynd um Mjallhvíti, Mirror Mirror, sem frumsýnd verður í mars. Aðrir leikarar eru Lily Collins, Sean Bean og Nathan Lane. Fyrr á þessu ári sást Roberts í rómantísku gamanmyndinni Larry Crowne á móti Tom Hanks.
Framleiðir og leikur
