Blönduvirkjun hafði mikil áhrif á bleikjustofna vatna 3. desember 2011 07:00 Blanda á yfirfalli Sem laxveiðiá breyttist Blanda mikið til batnaðar þegar hún var virkjuð. Nú er oft talað um veiði fyrir og eftir yfirfall í Blöndulóni, en þá litast Blanda og verður erfið til stangveiða.mynd/jónas sigurgeirsson Bleikjuveiði á veituleið Blönduvirkjunar er að meðaltali fimm til átta sinnum minni en í viðmiðunarvötnum á sömu slóðum. Fiskurinn er jafnframt mun minni vegna breytinga á æti. Þetta er meðal niðurstaðna í nýrri skýrslu Veiðimálastofnunar sem þau Guðni Guðbergsson og Eydís Heiða Njarðardóttir eru skrifuð fyrir, en áhrif virkjunarframkvæmdanna hafa verið metin með vöktun bleikjustofna um langt árabil. Guðni, sem er sviðsstjóri auðlindasviðs VMST, metur niðurstöðurnar sem svo að þróun lífríkisins sé eins og við var búist. Vitað hafi verið að með virkjunarframkvæmdum yrði breyting. „Rannsóknin miðaði að því að komast að því hvert hið nýja ástand væri,“ segir Guðni. Við virkjun Blöndu, sem er jökulá, var Blöndulón myndað árið 1991 en það er um 56 ferkílómetrar að stærð og með þrettán metra miðlunarhæð. Þaðan er miðlað að jafnaði 39 sekúndulítrum af vatni um veituleið sem breytti nokkrum tærum stöðuvötnum í vötn með gegnumstreymi jökulvatns. Guðni útskýrir að þegar gruggugu jökulvatni sé veitt í tært heiðarvatn nái ljós styttra niður og frumframleiðsla verði minni. „Þegar heil á eins og Blanda rennur í gegnum þessi vötn verður einnig töluverð útskolun.“ Í skýrslunni kemur fram að fiskmagn varð fljótt mikið í Blöndulóni, en fimm árum eftir myndun þess fór vaxtarhraði bleikju og stærð við kynþroska að minnka. Þær breytingar sem urðu með tilkomu Blönduvirkjunar hafa í flestu verið svipaðar því sem sést hefur í öðrum miðlunarlónum með svipaðar aðstæður hér á landi. Þá segir Guðni að þessar niðurstöður geti nýst síðar við að spá fyrir um áhrif framkvæmda á borð við virkjanir, sem sé afar mikilvægt, sérstaklega á tímum þegar allmiklar umræður hafi verið um áhrif vatnaflsvirkjana á lífríki. Í einu af viðmiðunarvötnunum utan veituleiðar, Mjóavatni, hefur verið fylgst með bleikjustofninum frá 1988 og hafa breytingar komið fram í stofnstærð og samsetningu bleikjustofnsins á þeim tíma. „Það er mjög dýrmætt að hafa þessi gögn, ekki síst á tímum þegar breytingar eru að verða eins og hnattræn hlýnun. Hér höfum við viðmið um hvernig þetta hefur þróast á breytingartímum. Samfelld vöktun lífríkis er afar mikilvæg til þess að nema og skilja breytingar sem verða og til að aðgreina áhrif framkvæmda og náttúrulegra breytinga.“ svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Bleikjuveiði á veituleið Blönduvirkjunar er að meðaltali fimm til átta sinnum minni en í viðmiðunarvötnum á sömu slóðum. Fiskurinn er jafnframt mun minni vegna breytinga á æti. Þetta er meðal niðurstaðna í nýrri skýrslu Veiðimálastofnunar sem þau Guðni Guðbergsson og Eydís Heiða Njarðardóttir eru skrifuð fyrir, en áhrif virkjunarframkvæmdanna hafa verið metin með vöktun bleikjustofna um langt árabil. Guðni, sem er sviðsstjóri auðlindasviðs VMST, metur niðurstöðurnar sem svo að þróun lífríkisins sé eins og við var búist. Vitað hafi verið að með virkjunarframkvæmdum yrði breyting. „Rannsóknin miðaði að því að komast að því hvert hið nýja ástand væri,“ segir Guðni. Við virkjun Blöndu, sem er jökulá, var Blöndulón myndað árið 1991 en það er um 56 ferkílómetrar að stærð og með þrettán metra miðlunarhæð. Þaðan er miðlað að jafnaði 39 sekúndulítrum af vatni um veituleið sem breytti nokkrum tærum stöðuvötnum í vötn með gegnumstreymi jökulvatns. Guðni útskýrir að þegar gruggugu jökulvatni sé veitt í tært heiðarvatn nái ljós styttra niður og frumframleiðsla verði minni. „Þegar heil á eins og Blanda rennur í gegnum þessi vötn verður einnig töluverð útskolun.“ Í skýrslunni kemur fram að fiskmagn varð fljótt mikið í Blöndulóni, en fimm árum eftir myndun þess fór vaxtarhraði bleikju og stærð við kynþroska að minnka. Þær breytingar sem urðu með tilkomu Blönduvirkjunar hafa í flestu verið svipaðar því sem sést hefur í öðrum miðlunarlónum með svipaðar aðstæður hér á landi. Þá segir Guðni að þessar niðurstöður geti nýst síðar við að spá fyrir um áhrif framkvæmda á borð við virkjanir, sem sé afar mikilvægt, sérstaklega á tímum þegar allmiklar umræður hafi verið um áhrif vatnaflsvirkjana á lífríki. Í einu af viðmiðunarvötnunum utan veituleiðar, Mjóavatni, hefur verið fylgst með bleikjustofninum frá 1988 og hafa breytingar komið fram í stofnstærð og samsetningu bleikjustofnsins á þeim tíma. „Það er mjög dýrmætt að hafa þessi gögn, ekki síst á tímum þegar breytingar eru að verða eins og hnattræn hlýnun. Hér höfum við viðmið um hvernig þetta hefur þróast á breytingartímum. Samfelld vöktun lífríkis er afar mikilvæg til þess að nema og skilja breytingar sem verða og til að aðgreina áhrif framkvæmda og náttúrulegra breytinga.“ svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira