Fiðlustelpan á kantinum stígur fram í sviðsljósið 3. desember 2011 17:30 í nægu að snúast Greta Salóme hefur alltaf verið með annan fótinn í dægurtónlist en hún hefur fullan stuðning fólksins í Sinfóníuhljómsveit Íslands í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Þegar Greta hefur tíma leggur hún stund á Crossfit.Fréttablaðið/Valli „Ég var tilbúin með lag, dúett með mér og Jónsa í Svörtum fötum. Og mér var einfaldlega ráðlagt að senda það inn. Hitt lagið var ég búin að vinna með Þorvaldi Bjarna og ég mat hlutina þannig að það væri skynsamlegast að senda lagið inn í keppnina í stað þess að bíða með útgáfu þess í viku," segir Greta Salóme Stefánsdóttir, fiðluleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Greta Salóme á tvö lög í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Hún semur textana sjálf og syngur annað með Jónsa og hitt með þeim Guðrúnu Árnýju Karlsdóttur og Heiðu Ólafsdóttur. Fiðlan verður auðvitað innan seilingar, það hefur hún verið síðan Greta var fjögurra ára. „Ég hef alltaf verið fiðlustelpan á kantinum, hef mikið verið að spila með alls konar fólki og verið með annan fótinn í dægurlagatónlistinni," segir Greta en aðdáendur Útsvars gætu munað eftir henni, hún spilar á fiðlu í einni af vísbendingaspurningum þáttarins. Það er saga á bak við lögin tvö. Lagið með Jónsa er meðal annars innblásið af harmþrunginni sögu af forboðnum ástum Ragnheiðar biskupsdóttur og Daða Halldórssonar. „Lagið varð til í Skálholti í fyrra. Þetta er svona íslenskt þjóðlaga-rokkpopp, mjög sterkt og kraftmikið. Hitt lagið er einlægt með sterkum texta." Seint verður sagt að Eurovision-keppnin sé háttskrifuð hjá klassískt menntuðu tónlistarfólki en á því verður væntanlega breyting í ár. Fyrir utan að vera meðlimur í Sinfóníuhljómsveit Íslands er Greta að klára mastersnám í tónlist frá Listaháskóla Íslands. Greta segist finna fyrir miklum stuðningi frá félögum sínum í Sinfó. „Þau eru alveg ótrúleg, hvetja mig áfram og styðja mig hundrað prósent. Eftir að þetta varð opinbert hef ég fengið alveg ótrúlega jákvæð viðbrögð," segir Greta sem getur auðveldlega reiknað með hundrað öruggum atkvæðum þar. „Eitthvað af þeim verður örugglega á upptökunum." Eins og það sé ekki nógu tímafrekt að vera í Sinfóníuhljómsveitinni og spila á tónleikum hér og þar úti um allan bæ þá stundar hin 25 ára gamla Greta crossfit af miklum móð hjá Crossfit BC. „Kærastinn minn á þetta þannig að ég kemst ekki hjá því að vera í þessu. Ég er búin að vera í þessu í tæpt ár og þetta hefur hjálpað mér mikið enda eiginlega alltaf á hlaupum." freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira
„Ég var tilbúin með lag, dúett með mér og Jónsa í Svörtum fötum. Og mér var einfaldlega ráðlagt að senda það inn. Hitt lagið var ég búin að vinna með Þorvaldi Bjarna og ég mat hlutina þannig að það væri skynsamlegast að senda lagið inn í keppnina í stað þess að bíða með útgáfu þess í viku," segir Greta Salóme Stefánsdóttir, fiðluleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Greta Salóme á tvö lög í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Hún semur textana sjálf og syngur annað með Jónsa og hitt með þeim Guðrúnu Árnýju Karlsdóttur og Heiðu Ólafsdóttur. Fiðlan verður auðvitað innan seilingar, það hefur hún verið síðan Greta var fjögurra ára. „Ég hef alltaf verið fiðlustelpan á kantinum, hef mikið verið að spila með alls konar fólki og verið með annan fótinn í dægurlagatónlistinni," segir Greta en aðdáendur Útsvars gætu munað eftir henni, hún spilar á fiðlu í einni af vísbendingaspurningum þáttarins. Það er saga á bak við lögin tvö. Lagið með Jónsa er meðal annars innblásið af harmþrunginni sögu af forboðnum ástum Ragnheiðar biskupsdóttur og Daða Halldórssonar. „Lagið varð til í Skálholti í fyrra. Þetta er svona íslenskt þjóðlaga-rokkpopp, mjög sterkt og kraftmikið. Hitt lagið er einlægt með sterkum texta." Seint verður sagt að Eurovision-keppnin sé háttskrifuð hjá klassískt menntuðu tónlistarfólki en á því verður væntanlega breyting í ár. Fyrir utan að vera meðlimur í Sinfóníuhljómsveit Íslands er Greta að klára mastersnám í tónlist frá Listaháskóla Íslands. Greta segist finna fyrir miklum stuðningi frá félögum sínum í Sinfó. „Þau eru alveg ótrúleg, hvetja mig áfram og styðja mig hundrað prósent. Eftir að þetta varð opinbert hef ég fengið alveg ótrúlega jákvæð viðbrögð," segir Greta sem getur auðveldlega reiknað með hundrað öruggum atkvæðum þar. „Eitthvað af þeim verður örugglega á upptökunum." Eins og það sé ekki nógu tímafrekt að vera í Sinfóníuhljómsveitinni og spila á tónleikum hér og þar úti um allan bæ þá stundar hin 25 ára gamla Greta crossfit af miklum móð hjá Crossfit BC. „Kærastinn minn á þetta þannig að ég kemst ekki hjá því að vera í þessu. Ég er búin að vera í þessu í tæpt ár og þetta hefur hjálpað mér mikið enda eiginlega alltaf á hlaupum." freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira