Skoðun

Í sálarnærveru er háttvísin hál

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar
Á Íslandi líður flestum börnum vel í grunnskólunum, en því miður gildir það ekki um þau öll. Við sem vinnum með börnum vitum að það eru fjölmargirþættir sem orsaka vanlíðan barna og fullyrði ég að starfsfólk skólanna leggur sig ávallt fram við að finna lausnir á þeim vanda sem barnið glímir við. Einelti er einn þessara vanda. Hver skóli setur sér reglur sem m.a. er ætlað að koma í veg fyrir einelti/ofbeldi og skapa góða samskiptahætti innan hans og utan. Margt hefur áunnist sem skilað hefur góðum árangri.



Þrátt fyrir góðan ásetning hefur ekki tekist að koma að öllu leyti í veg fyrir einelti. Óhjákvæmilega vekur það upp spurningu um hvað sé til ráða. Við henni er ekkert eitt svar en ljóst að margt vinnur saman.



Virðing fyrir kennarastéttinni og skólastarfi er eitt. Beri nemandi ekki virðingu fyrir kennaranum og skólanum telur hann sig líklega ekki skuldbundinn til að framfylgja þeim reglum sem skólinn setur.



Það er vandi að gæta meðalhófs. Fjölmiðlar miðla til lesenda sögum af því hvernig skólakerfið bregst nemendum og margir láta skoðun sína í ljós t.d. í umræðu á bloggi og öðrum fjölmiðlum. Þeir eru ekki margir sem lýsa yfir stuðningi við skólana og það sem þar er verið að vinna, enda erfitt þar sem báðar hliðar málsins eru sjaldan sagðar. Við heyrumljótar sögur af einelti sem nemendur verða fyrir. En sumar sögurnar segja okkur ekkert um það sem þegar hefur verið unnið í máli hvers einstaklings, né hvað liggur á bak við þann þagnarmúr sem opinberum starfsmönnum ber að hafa í heiðri.



Ég veit að kennarar reyna ávallt að gera sitt besta til að öllum nemendum líði vel í skólanum. Og þjóðin þarf að trúa því að með þeim úrræðum sem skólunum bjóðast er hagur nemandans ávallt hafður að leiðarljósi.




Skoðun

Skoðun

Börnin okkar

Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar

Sjá meira


×