Fimmti flokkurinn Davíð Þór Jónsson skrifar 10. desember 2011 06:00 Mörgum er uppsigað við hinn svokallaða fjórflokk. En staðreyndin er sú að við búum ekki við fjögurra flokka kerfi, heldur fimm. Fimmti flokkurinn skiptir reglulega um nafn og sjálfsmynd en hann er alltaf athvarf þeirra sem vilja vera partur af kerfinu en finna sig ekki í hinum hólfunum. Fimmti flokkurinn, hvort sem hann heitir Borgaraflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn, Kvennalistinn, Þjóðvaki eða Borgarahreyfingin, verður síðan smám saman samdauna hinni pólitísku ólykt og tekur upp alla ósiðina sem honum var stefnt gegn í upphafi, ómálefnalega orðræðu og hið séríslenska kosningasvindl sem flokkaflakk þingmanna á miðju kjörtímabili er. Síðasta tilraunin, Hreyfingin, er skólabókardæmi. Ekki hafði hún lengi átt fulltrúa á þingi áður en þar upphófust dylgjur um geðræn vandamál þingmanna og flokkaflakkið byrjaði. Þess vegna er kominn tími á nýjan, ferskan og frumlegan fimmtaflokk. Málefnin þurfa ekki einu sinni að liggja fyrir, það er nóg að hann sé í eigin huga ferskur og frumlegur ólíkt öllum flokkunum sem hingað til hafa farið fram úldnir og ófrumlegir að eigin mati. Flokkurinn verður leiddur af skilgetnasta afkvæmi íslenskra stjórnmála 20. aldarinnar, flokkaflakkaranum Guðmundi Steingrímssyni Hermannssonar Jónassonar. Hann er greindarpiltur sem gott eitt vakir fyrir, en þessi aðferðafræði mun ekki duga honum betur til að siðvæða íslenska pólítik en þeim fjölmörgu sem reynt hafa hana á undan honum. Að ætla að nota fimmta flokkinn til að bæta íslenska pólitík hefur reynst ámóta gagnlegt og að hreinsa drullupoll með því að bæta út í hann pínulitlu af fersku vatni. Góðu áformin verða undantekningalaust hinni gerspilltu pólitísku ómenningu að bráð. Enn er mulið undir alþingismenn, þeir hafa jafnvel fengið aðstoðarmenn á launum hjá almenningi svo þeir komist í jólafrí í byrjun desember og ekki hefur verið hróflað við eftirlaununum sem þeir skömmtuðu sér sjálfir og eru ekki í neinu samræmi við það sem tíðkast hjá fólki sem þarf að sjá fyrir sér með heiðarlegri vinnu. Við þurfum ekki fleiri flokka á Alþingi. Við þurfum ekki nýtt fólk á Alþingi. Það er fullreynt. Við þurfum að jafna Alþingi við jörðu og byggja nýtt stjórnkerfi frá grunni. Núverandi fyrirkomulag er þess eðlis að það eitt að hafa áhuga á því að sitja á þingi gerir hvern mann siðferðilega vanhæfan til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun
Mörgum er uppsigað við hinn svokallaða fjórflokk. En staðreyndin er sú að við búum ekki við fjögurra flokka kerfi, heldur fimm. Fimmti flokkurinn skiptir reglulega um nafn og sjálfsmynd en hann er alltaf athvarf þeirra sem vilja vera partur af kerfinu en finna sig ekki í hinum hólfunum. Fimmti flokkurinn, hvort sem hann heitir Borgaraflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn, Kvennalistinn, Þjóðvaki eða Borgarahreyfingin, verður síðan smám saman samdauna hinni pólitísku ólykt og tekur upp alla ósiðina sem honum var stefnt gegn í upphafi, ómálefnalega orðræðu og hið séríslenska kosningasvindl sem flokkaflakk þingmanna á miðju kjörtímabili er. Síðasta tilraunin, Hreyfingin, er skólabókardæmi. Ekki hafði hún lengi átt fulltrúa á þingi áður en þar upphófust dylgjur um geðræn vandamál þingmanna og flokkaflakkið byrjaði. Þess vegna er kominn tími á nýjan, ferskan og frumlegan fimmtaflokk. Málefnin þurfa ekki einu sinni að liggja fyrir, það er nóg að hann sé í eigin huga ferskur og frumlegur ólíkt öllum flokkunum sem hingað til hafa farið fram úldnir og ófrumlegir að eigin mati. Flokkurinn verður leiddur af skilgetnasta afkvæmi íslenskra stjórnmála 20. aldarinnar, flokkaflakkaranum Guðmundi Steingrímssyni Hermannssonar Jónassonar. Hann er greindarpiltur sem gott eitt vakir fyrir, en þessi aðferðafræði mun ekki duga honum betur til að siðvæða íslenska pólítik en þeim fjölmörgu sem reynt hafa hana á undan honum. Að ætla að nota fimmta flokkinn til að bæta íslenska pólitík hefur reynst ámóta gagnlegt og að hreinsa drullupoll með því að bæta út í hann pínulitlu af fersku vatni. Góðu áformin verða undantekningalaust hinni gerspilltu pólitísku ómenningu að bráð. Enn er mulið undir alþingismenn, þeir hafa jafnvel fengið aðstoðarmenn á launum hjá almenningi svo þeir komist í jólafrí í byrjun desember og ekki hefur verið hróflað við eftirlaununum sem þeir skömmtuðu sér sjálfir og eru ekki í neinu samræmi við það sem tíðkast hjá fólki sem þarf að sjá fyrir sér með heiðarlegri vinnu. Við þurfum ekki fleiri flokka á Alþingi. Við þurfum ekki nýtt fólk á Alþingi. Það er fullreynt. Við þurfum að jafna Alþingi við jörðu og byggja nýtt stjórnkerfi frá grunni. Núverandi fyrirkomulag er þess eðlis að það eitt að hafa áhuga á því að sitja á þingi gerir hvern mann siðferðilega vanhæfan til þess.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun