Krydda tómatarækt með hestasýningum 13. desember 2011 05:30 Knútur Rafn Ármann Ræktar á 5.200 fermetrum eftir stækkun. Ferðamenn eru mjög forvitnir um ræktun grænmetis á „sólarlausu“ Íslandi.fréttablaðið/stefán Tómatar Þau hjón rækta þrjár tegundir tómata allt árið um kring. Ræktun tómata hefur breyst mikið, því áður var ræktuð ein tegund á Íslandi en nú eru ræktaðar átta tegundir alls.fréttablaðið/stefán „Nýja gróðurhúsið er hugsað fyrir stóraukna tómatarækt en einnig móttöku fyrir ferðamenn,“ segir Knútur Rafn Ármann, garðyrkjubóndi á Friðheimum í Reykholti, sem er að ganga frá nýju 2.200 fermetra gróðurhúsi. Eftir stækkun er rafmagnsnotkun býlisins á við þrjú þúsund manna bæjarfélag. Knútur og eiginkona hans, Helena Hermundardóttir, keyptu Friðheima árið 1995 og sameinuðu þar garðyrkju og hrossabúskap. Upphaflega ræktuðu þau tómata, paprikur og agúrkur en árið 2002 settu þau upp lýsingu og sneru sér eingöngu að tómatarækt, og þá heilsársrækt. Aðalbúgreinin er garðyrkjan en Friðheimar eru í senn hestamiðstöð þar sem þau hjónin stunda hestarækt, halda hestasýningar og sinna reiðkennslu. „Við tókum á móti fimm þúsund gestum í ár til að sjá hestasýninguna okkar. Rúmlega helmingur þeirra skoðar hjá okkur gróðurhúsin. Nú er talað um ferðamannaátak undir merkjum Ísland allt árið og við sjáum fyrir okkur að ferðamenn sem hafa skoðað vatnaauðlindina okkar úti í náttúrunni komi til okkar þar sem matur er framleiddur í Miðjarðarhafsloftslagi. Síðan geta menn sest niður og fengið sér tómatasúpu í notalegheitum á meðan frostið bítur úti,“ segir Knútur, sem framleiðir þrjár tegundir tómata. Hann segir átta tegundir í ræktun á Íslandi, sem sé mikil breyting frá því sem áður var þegar Íslendingar ræktuðu og borðuðu „þessa einu sönnu tegund“. Ræktun þeirra hjóna er vistvæn, gróðurhúsin hituð með jarðhita og lífrænar varnir notaðar gegn meindýrum. Lýsing tryggir að ræktun er möguleg allt árið, sem erlendum gestum þeirra finnst heillandi. Knútur og Helena eru með samninga við ferðaskrifstofur sem færa hópa erlendra ferðamanna heim að dyrum til að njóta hestasýningar. „Sýningin okkar hefur þróast á síðustu fjórum árum og er hugsuð til að kynna sérstöðu íslenska hestsins. Saga hestsins er kynnt og við getum nú sagt fólki þessa sögu á fjórtán tungumálum, þannig að það skiptir okkur litlu máli hvort hópurinn kemur frá Danmörku eða Kína,“ segir Knútur. Spurður um hag garðyrkjubænda segir Knútur það vera stærsta hagsmunamál garðyrkjubænda að fá orku á sanngjarnari taxta. „Við notum orku eins og þrjú þúsund manna bæjarfélag og það er stærsti kostnaðarhlutinn í okkar framleiðslu.“ svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Tómatar Þau hjón rækta þrjár tegundir tómata allt árið um kring. Ræktun tómata hefur breyst mikið, því áður var ræktuð ein tegund á Íslandi en nú eru ræktaðar átta tegundir alls.fréttablaðið/stefán „Nýja gróðurhúsið er hugsað fyrir stóraukna tómatarækt en einnig móttöku fyrir ferðamenn,“ segir Knútur Rafn Ármann, garðyrkjubóndi á Friðheimum í Reykholti, sem er að ganga frá nýju 2.200 fermetra gróðurhúsi. Eftir stækkun er rafmagnsnotkun býlisins á við þrjú þúsund manna bæjarfélag. Knútur og eiginkona hans, Helena Hermundardóttir, keyptu Friðheima árið 1995 og sameinuðu þar garðyrkju og hrossabúskap. Upphaflega ræktuðu þau tómata, paprikur og agúrkur en árið 2002 settu þau upp lýsingu og sneru sér eingöngu að tómatarækt, og þá heilsársrækt. Aðalbúgreinin er garðyrkjan en Friðheimar eru í senn hestamiðstöð þar sem þau hjónin stunda hestarækt, halda hestasýningar og sinna reiðkennslu. „Við tókum á móti fimm þúsund gestum í ár til að sjá hestasýninguna okkar. Rúmlega helmingur þeirra skoðar hjá okkur gróðurhúsin. Nú er talað um ferðamannaátak undir merkjum Ísland allt árið og við sjáum fyrir okkur að ferðamenn sem hafa skoðað vatnaauðlindina okkar úti í náttúrunni komi til okkar þar sem matur er framleiddur í Miðjarðarhafsloftslagi. Síðan geta menn sest niður og fengið sér tómatasúpu í notalegheitum á meðan frostið bítur úti,“ segir Knútur, sem framleiðir þrjár tegundir tómata. Hann segir átta tegundir í ræktun á Íslandi, sem sé mikil breyting frá því sem áður var þegar Íslendingar ræktuðu og borðuðu „þessa einu sönnu tegund“. Ræktun þeirra hjóna er vistvæn, gróðurhúsin hituð með jarðhita og lífrænar varnir notaðar gegn meindýrum. Lýsing tryggir að ræktun er möguleg allt árið, sem erlendum gestum þeirra finnst heillandi. Knútur og Helena eru með samninga við ferðaskrifstofur sem færa hópa erlendra ferðamanna heim að dyrum til að njóta hestasýningar. „Sýningin okkar hefur þróast á síðustu fjórum árum og er hugsuð til að kynna sérstöðu íslenska hestsins. Saga hestsins er kynnt og við getum nú sagt fólki þessa sögu á fjórtán tungumálum, þannig að það skiptir okkur litlu máli hvort hópurinn kemur frá Danmörku eða Kína,“ segir Knútur. Spurður um hag garðyrkjubænda segir Knútur það vera stærsta hagsmunamál garðyrkjubænda að fá orku á sanngjarnari taxta. „Við notum orku eins og þrjú þúsund manna bæjarfélag og það er stærsti kostnaðarhlutinn í okkar framleiðslu.“ svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira