Krydda tómatarækt með hestasýningum 13. desember 2011 05:30 Knútur Rafn Ármann Ræktar á 5.200 fermetrum eftir stækkun. Ferðamenn eru mjög forvitnir um ræktun grænmetis á „sólarlausu“ Íslandi.fréttablaðið/stefán Tómatar Þau hjón rækta þrjár tegundir tómata allt árið um kring. Ræktun tómata hefur breyst mikið, því áður var ræktuð ein tegund á Íslandi en nú eru ræktaðar átta tegundir alls.fréttablaðið/stefán „Nýja gróðurhúsið er hugsað fyrir stóraukna tómatarækt en einnig móttöku fyrir ferðamenn,“ segir Knútur Rafn Ármann, garðyrkjubóndi á Friðheimum í Reykholti, sem er að ganga frá nýju 2.200 fermetra gróðurhúsi. Eftir stækkun er rafmagnsnotkun býlisins á við þrjú þúsund manna bæjarfélag. Knútur og eiginkona hans, Helena Hermundardóttir, keyptu Friðheima árið 1995 og sameinuðu þar garðyrkju og hrossabúskap. Upphaflega ræktuðu þau tómata, paprikur og agúrkur en árið 2002 settu þau upp lýsingu og sneru sér eingöngu að tómatarækt, og þá heilsársrækt. Aðalbúgreinin er garðyrkjan en Friðheimar eru í senn hestamiðstöð þar sem þau hjónin stunda hestarækt, halda hestasýningar og sinna reiðkennslu. „Við tókum á móti fimm þúsund gestum í ár til að sjá hestasýninguna okkar. Rúmlega helmingur þeirra skoðar hjá okkur gróðurhúsin. Nú er talað um ferðamannaátak undir merkjum Ísland allt árið og við sjáum fyrir okkur að ferðamenn sem hafa skoðað vatnaauðlindina okkar úti í náttúrunni komi til okkar þar sem matur er framleiddur í Miðjarðarhafsloftslagi. Síðan geta menn sest niður og fengið sér tómatasúpu í notalegheitum á meðan frostið bítur úti,“ segir Knútur, sem framleiðir þrjár tegundir tómata. Hann segir átta tegundir í ræktun á Íslandi, sem sé mikil breyting frá því sem áður var þegar Íslendingar ræktuðu og borðuðu „þessa einu sönnu tegund“. Ræktun þeirra hjóna er vistvæn, gróðurhúsin hituð með jarðhita og lífrænar varnir notaðar gegn meindýrum. Lýsing tryggir að ræktun er möguleg allt árið, sem erlendum gestum þeirra finnst heillandi. Knútur og Helena eru með samninga við ferðaskrifstofur sem færa hópa erlendra ferðamanna heim að dyrum til að njóta hestasýningar. „Sýningin okkar hefur þróast á síðustu fjórum árum og er hugsuð til að kynna sérstöðu íslenska hestsins. Saga hestsins er kynnt og við getum nú sagt fólki þessa sögu á fjórtán tungumálum, þannig að það skiptir okkur litlu máli hvort hópurinn kemur frá Danmörku eða Kína,“ segir Knútur. Spurður um hag garðyrkjubænda segir Knútur það vera stærsta hagsmunamál garðyrkjubænda að fá orku á sanngjarnari taxta. „Við notum orku eins og þrjú þúsund manna bæjarfélag og það er stærsti kostnaðarhlutinn í okkar framleiðslu.“ svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Sjá meira
Tómatar Þau hjón rækta þrjár tegundir tómata allt árið um kring. Ræktun tómata hefur breyst mikið, því áður var ræktuð ein tegund á Íslandi en nú eru ræktaðar átta tegundir alls.fréttablaðið/stefán „Nýja gróðurhúsið er hugsað fyrir stóraukna tómatarækt en einnig móttöku fyrir ferðamenn,“ segir Knútur Rafn Ármann, garðyrkjubóndi á Friðheimum í Reykholti, sem er að ganga frá nýju 2.200 fermetra gróðurhúsi. Eftir stækkun er rafmagnsnotkun býlisins á við þrjú þúsund manna bæjarfélag. Knútur og eiginkona hans, Helena Hermundardóttir, keyptu Friðheima árið 1995 og sameinuðu þar garðyrkju og hrossabúskap. Upphaflega ræktuðu þau tómata, paprikur og agúrkur en árið 2002 settu þau upp lýsingu og sneru sér eingöngu að tómatarækt, og þá heilsársrækt. Aðalbúgreinin er garðyrkjan en Friðheimar eru í senn hestamiðstöð þar sem þau hjónin stunda hestarækt, halda hestasýningar og sinna reiðkennslu. „Við tókum á móti fimm þúsund gestum í ár til að sjá hestasýninguna okkar. Rúmlega helmingur þeirra skoðar hjá okkur gróðurhúsin. Nú er talað um ferðamannaátak undir merkjum Ísland allt árið og við sjáum fyrir okkur að ferðamenn sem hafa skoðað vatnaauðlindina okkar úti í náttúrunni komi til okkar þar sem matur er framleiddur í Miðjarðarhafsloftslagi. Síðan geta menn sest niður og fengið sér tómatasúpu í notalegheitum á meðan frostið bítur úti,“ segir Knútur, sem framleiðir þrjár tegundir tómata. Hann segir átta tegundir í ræktun á Íslandi, sem sé mikil breyting frá því sem áður var þegar Íslendingar ræktuðu og borðuðu „þessa einu sönnu tegund“. Ræktun þeirra hjóna er vistvæn, gróðurhúsin hituð með jarðhita og lífrænar varnir notaðar gegn meindýrum. Lýsing tryggir að ræktun er möguleg allt árið, sem erlendum gestum þeirra finnst heillandi. Knútur og Helena eru með samninga við ferðaskrifstofur sem færa hópa erlendra ferðamanna heim að dyrum til að njóta hestasýningar. „Sýningin okkar hefur þróast á síðustu fjórum árum og er hugsuð til að kynna sérstöðu íslenska hestsins. Saga hestsins er kynnt og við getum nú sagt fólki þessa sögu á fjórtán tungumálum, þannig að það skiptir okkur litlu máli hvort hópurinn kemur frá Danmörku eða Kína,“ segir Knútur. Spurður um hag garðyrkjubænda segir Knútur það vera stærsta hagsmunamál garðyrkjubænda að fá orku á sanngjarnari taxta. „Við notum orku eins og þrjú þúsund manna bæjarfélag og það er stærsti kostnaðarhlutinn í okkar framleiðslu.“ svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Sjá meira