Fjallar um eftirköst eldgossins 14. desember 2011 12:00 mynd um eldgosið Herbert Sveinbjörnsson er með heimildarmynd í bígerð um eftirköst eldgossins. Þrjár fjölskyldur sem hafa þurft að glíma við eftirköst eldgossins í Eyjafjallajökli eru í forgrunni nýrrar heimildarmyndar sem kvikmyndagerðarmaðurinn Herbert Sveinbjörnsson er með í vinnslu. „Mig langar að fylgjast með og sjá hvernig fólki reiðir af þarna. Þegar maður sá þessar myndir af gosinu og öllu öskufallinu leit þetta út eins og það væri kominn heimsendir,“ segir Herbert. „Maður er alltaf að sjá myndir frá hamförum úti um allan heim en ég man ekki eftir að hafa séð heimildarmynd um eitthvað slíkt.“ Að sögn Herberts verður myndin á persónulegu nótunum. Fjölskyldunum verður fylgt eftir í eitt ár og engir sérfræðingar verða á meðal viðmælenda. „Ég er búinn að setja mig í samband við þrjár fjölskyldur. Þær eru búnar að samþykkja að taka þátt í þessu og þetta er fólk sem mér líst rosalega vel á. Þetta er fallegt og duglegt fólk.“ Herbert kynnti myndina nýverið á Nordisk Forum í Danmörku þar sem nýjar heimildarmyndir eru kynntar til sögunnar og tókst honum að selja hana í svokallaðri forsölu til norska og finnska ríkissjónvarpsins og til Eistlands. Þess má geta að rokksveitin Skálmöld var í hljóðveri um síðustu helgi og tók þar upp lag sem hljómar í myndinni. Það er þeirra útgáfa af hluta Þúsaldarljóðsins sem Sveinbjörn I. Baldvinsson og Tryggvi M. Baldvinsson sömdu um síðustu aldamót. Herbert er með fleiri járn í eldinum því hann er einnig að framleiða heimildarmynd um íslenska lífeyrissjóðskerfið í leikstjórn Gunnars Sigurðssonar. Saman sendu þeir frá sér Maybe I Should Have fyrir nokkrum árum sem fjallaði um bankahrunið. - fb Lífið Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
Þrjár fjölskyldur sem hafa þurft að glíma við eftirköst eldgossins í Eyjafjallajökli eru í forgrunni nýrrar heimildarmyndar sem kvikmyndagerðarmaðurinn Herbert Sveinbjörnsson er með í vinnslu. „Mig langar að fylgjast með og sjá hvernig fólki reiðir af þarna. Þegar maður sá þessar myndir af gosinu og öllu öskufallinu leit þetta út eins og það væri kominn heimsendir,“ segir Herbert. „Maður er alltaf að sjá myndir frá hamförum úti um allan heim en ég man ekki eftir að hafa séð heimildarmynd um eitthvað slíkt.“ Að sögn Herberts verður myndin á persónulegu nótunum. Fjölskyldunum verður fylgt eftir í eitt ár og engir sérfræðingar verða á meðal viðmælenda. „Ég er búinn að setja mig í samband við þrjár fjölskyldur. Þær eru búnar að samþykkja að taka þátt í þessu og þetta er fólk sem mér líst rosalega vel á. Þetta er fallegt og duglegt fólk.“ Herbert kynnti myndina nýverið á Nordisk Forum í Danmörku þar sem nýjar heimildarmyndir eru kynntar til sögunnar og tókst honum að selja hana í svokallaðri forsölu til norska og finnska ríkissjónvarpsins og til Eistlands. Þess má geta að rokksveitin Skálmöld var í hljóðveri um síðustu helgi og tók þar upp lag sem hljómar í myndinni. Það er þeirra útgáfa af hluta Þúsaldarljóðsins sem Sveinbjörn I. Baldvinsson og Tryggvi M. Baldvinsson sömdu um síðustu aldamót. Herbert er með fleiri járn í eldinum því hann er einnig að framleiða heimildarmynd um íslenska lífeyrissjóðskerfið í leikstjórn Gunnars Sigurðssonar. Saman sendu þeir frá sér Maybe I Should Have fyrir nokkrum árum sem fjallaði um bankahrunið. - fb
Lífið Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira