Glæpasagnadrottningin veltir kónginum úr sessi 14. desember 2011 12:00 Yrsa Sigurðardóttir átti mest seldu bók landsins í síðustu viku, Brakið. Þetta er í annað sinn sem hún veltir Arnaldi Indriðasyni úr efsta sætinu. Óhætt er að tala um tveggja turna tal í sölu á glæpasögum fyrir jólin. „Ég hélt að ég hefði fengið mitt tækifæri fyrir hálfum mánuði og að ég fengi ekki slíkt aftur þannig að ég er himinlifandi með þetta," segir Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur. Yrsa hefur oft verið kölluð Glæpasagnadrottning Íslands og hún stendur vel undir nafni um þessar mundir. Bók hennar, Brakið, var mest selda skáldsaga landsins í síðustu viku og velti hún þar með sjálfum glæpasagnakónginum Arnaldi Indriðasyni úr sessi. Arnaldur hefur einokað toppsætið undanfarin ár. Athyglisvert er að þetta er í annað sinn á þremur vikum sem Yrsa skákar Arnaldi en í fyrra skiptið var listinn ekki birtur. Bók Arnaldar, Einvígið, situr í öðru sæti yfir mest seldu bækur ársins en þar er bók Yrsu í fjórða sæti. Það er því ótímabært að afskrifa hinn sívinsæla Arnald en auknar vinsældir Yrsu eru óumdeildar. Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins sem gefur bækur Arnaldar út, vildi ekki tjá sig um málið í gær. Samkvæmt upplýsingum frá útgefanda Yrsu, Pétri Má Ólafssyni, stendur til að prenta Brakið í 22 þúsundum eintaka. Hann á von á því að þau eintök verði horfin á aðfangadag. Vaka-Helgafell, útgefandi Arnaldar, lét prenta 23.500 eintök þannig að ef að líkum lætur munu Íslendingar fjárfesta í 45 þúsundum eintökum af þessum tveimur bókum fyrir rúmlega 215 milljónir íslenskra króna. „Þetta er auðvitað bara mjög skemmtilegt og léttir okkar lund. Við erum búin að selja á annan tug þúsunda sem er töluvert meira en Ég man þig," segir Pétur Már en sú bók var mest selda bók Yrsu frá upphafi. Ég man þig er reyndar enn ein af mest seldu bókum ársins, situr í sjötta sæti heildarlistans. Yrsa getur því vel við unað þótt hún geri lítið úr samkeppninni við Arnald. „Hún er ekki á milli okkar, maður verður fyrst og fremst að hugsa um sjálfan sig. Hver bók er einstakt verk og þó að það gangi vel núna er það ekki öruggt að það gangi vel næst. Það er miklu erfiðara að koma sér að verki þegar það gengur svona vel því maður veit að á einhverjum tímapunkti hefur maður náð toppnum og þá kvíðir maður ferðinni niður." freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Sjá meira
„Ég hélt að ég hefði fengið mitt tækifæri fyrir hálfum mánuði og að ég fengi ekki slíkt aftur þannig að ég er himinlifandi með þetta," segir Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur. Yrsa hefur oft verið kölluð Glæpasagnadrottning Íslands og hún stendur vel undir nafni um þessar mundir. Bók hennar, Brakið, var mest selda skáldsaga landsins í síðustu viku og velti hún þar með sjálfum glæpasagnakónginum Arnaldi Indriðasyni úr sessi. Arnaldur hefur einokað toppsætið undanfarin ár. Athyglisvert er að þetta er í annað sinn á þremur vikum sem Yrsa skákar Arnaldi en í fyrra skiptið var listinn ekki birtur. Bók Arnaldar, Einvígið, situr í öðru sæti yfir mest seldu bækur ársins en þar er bók Yrsu í fjórða sæti. Það er því ótímabært að afskrifa hinn sívinsæla Arnald en auknar vinsældir Yrsu eru óumdeildar. Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins sem gefur bækur Arnaldar út, vildi ekki tjá sig um málið í gær. Samkvæmt upplýsingum frá útgefanda Yrsu, Pétri Má Ólafssyni, stendur til að prenta Brakið í 22 þúsundum eintaka. Hann á von á því að þau eintök verði horfin á aðfangadag. Vaka-Helgafell, útgefandi Arnaldar, lét prenta 23.500 eintök þannig að ef að líkum lætur munu Íslendingar fjárfesta í 45 þúsundum eintökum af þessum tveimur bókum fyrir rúmlega 215 milljónir íslenskra króna. „Þetta er auðvitað bara mjög skemmtilegt og léttir okkar lund. Við erum búin að selja á annan tug þúsunda sem er töluvert meira en Ég man þig," segir Pétur Már en sú bók var mest selda bók Yrsu frá upphafi. Ég man þig er reyndar enn ein af mest seldu bókum ársins, situr í sjötta sæti heildarlistans. Yrsa getur því vel við unað þótt hún geri lítið úr samkeppninni við Arnald. „Hún er ekki á milli okkar, maður verður fyrst og fremst að hugsa um sjálfan sig. Hver bók er einstakt verk og þó að það gangi vel núna er það ekki öruggt að það gangi vel næst. Það er miklu erfiðara að koma sér að verki þegar það gengur svona vel því maður veit að á einhverjum tímapunkti hefur maður náð toppnum og þá kvíðir maður ferðinni niður." freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Sjá meira