Palli með sinaskeiðabólgu eftir áritanir 14. desember 2011 10:00 Ekkert stoppar Palla Poppstjarna Íslands lætur sinaskeiðabólgu ekki stöðva sig heldur áritar sem aldrei fyrr með aðstoð bólgueyðandi lyfja og sjúkranudds. „Ég hef aldrei fengið svona á ævinni en er núna að éta bólgueyðandi töflur og liðaktín ásamt því að fara í sjúkranudd þrisvar í viku. Ætli ég mæti ekki í næstu áritun með svona lyftingahanska,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson. Jólatörnin er farin að setja mark sitt á poppstjörnuna því hún greindist nýlega með sinaskeiðabólgu. Sinaskeiðabólgan lýsir sér þannig að erfitt er að taka í höndina á fólki og erfitt að halda á penna. „Ástæðan fyrir þessu er tvíþætt. Ég var að taka upp tónlistarmyndband fyrir UNICEF og í glæsilegu dansspori tókst mér að reka höndina í rafmagnstöflu. Hin ástæðan er sú að í síðustu viku hefur verið svolítill hamagangur í áritunum og mér tókst að skrifa nafnið mitt 900 sinnum,“ útskýrir Páll Óskar sem hyggst þó hvergi slaka á heldur ætlar að halda uppteknum hætti og mætir galvaskur í næstu átta áritanir sem skipulagðar hafa verið því hann veit, af eigin reynslu, hversu mikilvægt þetta er. Hann rifjar upp sögu af því þegar hann var fimmtán ára í London og beið eftir áritun frá breska poppbandinu Five Star í þrjá klukkutíma. „Ég sveif út úr plötubúðinni á bleiku skýi.“ Páll segir að áritanirnar séu einfaldlega hluti af því að hann komist í jólaskapið og þá sérstaklega að hitta smáfólkið. „Ég botna ekkert í því hvað lítil börn tengja við 41 árs gamlan homma með grátt í vöngum. En ef lögin eru grípandi og textarnir skýrir þá má aldrei gleyma því að börn eru músíkölsk. Ég kunni sjálfur alla Abba-texta utan að sem krakki.“ - fgg Lífið Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
„Ég hef aldrei fengið svona á ævinni en er núna að éta bólgueyðandi töflur og liðaktín ásamt því að fara í sjúkranudd þrisvar í viku. Ætli ég mæti ekki í næstu áritun með svona lyftingahanska,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson. Jólatörnin er farin að setja mark sitt á poppstjörnuna því hún greindist nýlega með sinaskeiðabólgu. Sinaskeiðabólgan lýsir sér þannig að erfitt er að taka í höndina á fólki og erfitt að halda á penna. „Ástæðan fyrir þessu er tvíþætt. Ég var að taka upp tónlistarmyndband fyrir UNICEF og í glæsilegu dansspori tókst mér að reka höndina í rafmagnstöflu. Hin ástæðan er sú að í síðustu viku hefur verið svolítill hamagangur í áritunum og mér tókst að skrifa nafnið mitt 900 sinnum,“ útskýrir Páll Óskar sem hyggst þó hvergi slaka á heldur ætlar að halda uppteknum hætti og mætir galvaskur í næstu átta áritanir sem skipulagðar hafa verið því hann veit, af eigin reynslu, hversu mikilvægt þetta er. Hann rifjar upp sögu af því þegar hann var fimmtán ára í London og beið eftir áritun frá breska poppbandinu Five Star í þrjá klukkutíma. „Ég sveif út úr plötubúðinni á bleiku skýi.“ Páll segir að áritanirnar séu einfaldlega hluti af því að hann komist í jólaskapið og þá sérstaklega að hitta smáfólkið. „Ég botna ekkert í því hvað lítil börn tengja við 41 árs gamlan homma með grátt í vöngum. En ef lögin eru grípandi og textarnir skýrir þá má aldrei gleyma því að börn eru músíkölsk. Ég kunni sjálfur alla Abba-texta utan að sem krakki.“ - fgg
Lífið Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira