Hjartaknúsarinn Ryan Gosling heldur áfram að heilla kvenþjóðina og mætir þessa dagana reglulega í ballettkennslu. Að sögn einkakennara hans er leikarinn ekki að undirbúa sig fyrir hlutverk, heldur dansar hann ballett eingöngu ánægjunnar vegna.
Gosling er víst mjög hæfileikaríkur dansari og hefur orðið betri í uppáhaldsíþrótt sinni, körfubolta, eftir að tímarnir hófust. Hann æfir ballettsporin iðulega í körfuboltabuxum og fær fyrir vikið margar augngotur.
Ballettinn er bara einn þáttur í því að halda Gosling uppteknum, en hann hefur viðurkennt að þurfa alltaf að hafa nóg fyrir stafni til þess að geta haft ánægju af lífinu.
Ballerína í frístundum
