Fanney á flandri um Indland 15. desember 2011 06:00 Sinnir góðgerðarstörfum Fanney Ingvarsdóttir dvaldi í tvær vikur á Indlandi og heimsótti meðal annars munaðarleysingjahæli, sem hún segir hafa verið erfiða og tilfinningaríka reynslu. Þetta var mjög lærdómsrík og eftirminnileg reynsla þótt það hafi vissulega verið skrýtið að vera í þrjátíu stiga hita án allra jólalaga í desember,“ segir Fanney Ingvarsdóttir, Ungfrú Ísland. Hún lenti á Íslandi á þriðjudaginn var eftir að hafa verið á Indlandi í tvær vikur við góðgerðarstörf fyrir samtökin Healthy Kids, Happy Kids. Þetta er í annað sinn á árinu sem Fanney heimsækir landið. Fanney flakkaði um bæði norður- og suðurhluta Indlands og heimsótti meðal annars munaðarleysingjahæli. „Það var ótrúlega erfið og tilfinningarík reynsla,“ segir Fanney, sem var þó ekki ein á ferð. Ferðafélagar hennar voru Ungfrú Kanada, Ungfrú Írland, Miss Bikini International og svo stúlkur frá Slóveníu og Bólivíu. Fanney segir ferðina hafa gert mikið fyrir sig persónulega og bætir því við að hún hafi fengið að skoða landið. „Við heimsóttum Taj Mahal og Gullna musterið og það var alveg einstakt að sjá þetta með eigin augum,“ segir Fanney, en mengun setti þó eilítið strik í reikninginn. „Indland er náttúrulega ótrúlega samþjappað land og mengunin er gríðarleg. Fyrstu dagana héldum við að þetta væri þoka sem við sáum en þetta var þá bara mengun,“ útskýrir Fanney, sem fékk af þeim sökum bæði kvef og hálsbólgu. Vegna ferðalaganna varð skólaganga fegurðardrottningarinnar að sitja eilítið á hakanum. Hún ætlar sér hins vegar að útskrifast frá Fjölbrautaskóla Garðabæjar í vor. „Og svo er það bara að halda jólin. En svo gætu fleiri ferðalög verið handan við hornið.“- fgg Lífið Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
Þetta var mjög lærdómsrík og eftirminnileg reynsla þótt það hafi vissulega verið skrýtið að vera í þrjátíu stiga hita án allra jólalaga í desember,“ segir Fanney Ingvarsdóttir, Ungfrú Ísland. Hún lenti á Íslandi á þriðjudaginn var eftir að hafa verið á Indlandi í tvær vikur við góðgerðarstörf fyrir samtökin Healthy Kids, Happy Kids. Þetta er í annað sinn á árinu sem Fanney heimsækir landið. Fanney flakkaði um bæði norður- og suðurhluta Indlands og heimsótti meðal annars munaðarleysingjahæli. „Það var ótrúlega erfið og tilfinningarík reynsla,“ segir Fanney, sem var þó ekki ein á ferð. Ferðafélagar hennar voru Ungfrú Kanada, Ungfrú Írland, Miss Bikini International og svo stúlkur frá Slóveníu og Bólivíu. Fanney segir ferðina hafa gert mikið fyrir sig persónulega og bætir því við að hún hafi fengið að skoða landið. „Við heimsóttum Taj Mahal og Gullna musterið og það var alveg einstakt að sjá þetta með eigin augum,“ segir Fanney, en mengun setti þó eilítið strik í reikninginn. „Indland er náttúrulega ótrúlega samþjappað land og mengunin er gríðarleg. Fyrstu dagana héldum við að þetta væri þoka sem við sáum en þetta var þá bara mengun,“ útskýrir Fanney, sem fékk af þeim sökum bæði kvef og hálsbólgu. Vegna ferðalaganna varð skólaganga fegurðardrottningarinnar að sitja eilítið á hakanum. Hún ætlar sér hins vegar að útskrifast frá Fjölbrautaskóla Garðabæjar í vor. „Og svo er það bara að halda jólin. En svo gætu fleiri ferðalög verið handan við hornið.“- fgg
Lífið Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira