Kom heim með stóran samning við Elite 16. desember 2011 16:00 Efnileg Magdalena Sara Leifsdóttir, til vinstri, tók þátt í Alþjóðlegu Elite-keppninni í Sjanghæ og heillaði forsvarsmenn Elite upp úr skónum. Hér er hún í Sjanghæ ásamt vinkonu sinni Barböru frá Serbíu. „Þetta var mikil upplifun og ég veit núna að mig langar að láta reyna á fyrirsætustarfið,“ segir Elite-fyrirsætan Magdalena Sara Leifsdóttir, en hún er nýkomin heim frá Kína þar sem hún tók þátt í alþjóðlegu Elite-keppninni. Magdalenu gekk vel úti, en hún heillaði forsvarsmenn Elite og kom heim með fyrirsætusamning við alþjóðlegu Elite-skrifstofuna. Arnar Gauti Sverrisson, framkvæmdastjóri Elite á Íslandi, segir að samningurinn sé einn sá stærsti sem hafi verið gerður við íslenska fyrirsætu. „Þetta þýðir að hún er komin inn hjá öllum 37 Elite-skrifstofunum úti í heimi og í raun loforð um að þeir ætli að gera hana að ofurfyrirsætu. Það voru allir mjög hrifnir af henni. Hún er kannski ekki að fara á forsíðu Vogue á næsta ári en þetta er langt ferli enda er hún enn þá ung,“ segir Arnar Gauti, sem var í skýjunum yfir árangri Magdalenu. Úrslitakvöldið fór fram í tónleikahöll í Sjanghæ sem rúmaði um þrjú þúsund manns og var sýnt beint frá keppninni í kínverska sjónvarpinu. Kynnir kvöldsins var leikkonan Nikki Reed úr Twilight-myndunum og Kylie Minogue tróð upp. „Ég var smá stressuð fyrst yfir að fara fram á svið en þetta var svo fljótt að líða og rosalega gaman. Ég kynntist fullt af skemmtilegum stelpum sem ég ætla að halda sambandi við.“ Magdalena var í Kína í tvær vikur, en hún er að klára tíunda bekk í Álfhólsskóla. Þessa dagana er hún að vinna það upp sem hún missti af í skólanum á meðan hún var úti en hún var svo heppin að foreldrar hennar, Þórey G. Guðmundsdóttir og Leifur Eiríksson, fylgdu henni til Kína. „Það var mjög gott að hafa þau með þó að ég hitti þau nú ekki mikið. Við vorum á sama hóteli og ég gat heilsað upp á þau í morgunmat og rakst stundum á þau í lyftunni,“ segir Magdalena og bætir við að mjög fagmannlega hafi verið staðið að öllu í keppninnni. Móðir hennar Þórey tekur í sama streng og segir fjölskylduna styðja Magdalenu í að koma sér áfram í fyrirsætubransanum. „Ef þetta er það sem hún vill gera styðjum við hana en auðvitað fylgja þessu blendnar tilfinningar enda harður bransi. Þetta er langt ferli sem er fyrir höndum og við tökum öllu með ró.“ alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
„Þetta var mikil upplifun og ég veit núna að mig langar að láta reyna á fyrirsætustarfið,“ segir Elite-fyrirsætan Magdalena Sara Leifsdóttir, en hún er nýkomin heim frá Kína þar sem hún tók þátt í alþjóðlegu Elite-keppninni. Magdalenu gekk vel úti, en hún heillaði forsvarsmenn Elite og kom heim með fyrirsætusamning við alþjóðlegu Elite-skrifstofuna. Arnar Gauti Sverrisson, framkvæmdastjóri Elite á Íslandi, segir að samningurinn sé einn sá stærsti sem hafi verið gerður við íslenska fyrirsætu. „Þetta þýðir að hún er komin inn hjá öllum 37 Elite-skrifstofunum úti í heimi og í raun loforð um að þeir ætli að gera hana að ofurfyrirsætu. Það voru allir mjög hrifnir af henni. Hún er kannski ekki að fara á forsíðu Vogue á næsta ári en þetta er langt ferli enda er hún enn þá ung,“ segir Arnar Gauti, sem var í skýjunum yfir árangri Magdalenu. Úrslitakvöldið fór fram í tónleikahöll í Sjanghæ sem rúmaði um þrjú þúsund manns og var sýnt beint frá keppninni í kínverska sjónvarpinu. Kynnir kvöldsins var leikkonan Nikki Reed úr Twilight-myndunum og Kylie Minogue tróð upp. „Ég var smá stressuð fyrst yfir að fara fram á svið en þetta var svo fljótt að líða og rosalega gaman. Ég kynntist fullt af skemmtilegum stelpum sem ég ætla að halda sambandi við.“ Magdalena var í Kína í tvær vikur, en hún er að klára tíunda bekk í Álfhólsskóla. Þessa dagana er hún að vinna það upp sem hún missti af í skólanum á meðan hún var úti en hún var svo heppin að foreldrar hennar, Þórey G. Guðmundsdóttir og Leifur Eiríksson, fylgdu henni til Kína. „Það var mjög gott að hafa þau með þó að ég hitti þau nú ekki mikið. Við vorum á sama hóteli og ég gat heilsað upp á þau í morgunmat og rakst stundum á þau í lyftunni,“ segir Magdalena og bætir við að mjög fagmannlega hafi verið staðið að öllu í keppninnni. Móðir hennar Þórey tekur í sama streng og segir fjölskylduna styðja Magdalenu í að koma sér áfram í fyrirsætubransanum. „Ef þetta er það sem hún vill gera styðjum við hana en auðvitað fylgja þessu blendnar tilfinningar enda harður bransi. Þetta er langt ferli sem er fyrir höndum og við tökum öllu með ró.“ alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira