Erfitt fyrir þá ensku Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. desember 2011 06:30 Mun Kolbeinn Sigþórsson ná sér fyrir leikinn á Old Trafford? Mynd/Nordic Photos/Getty Óhætt er að segja að ensk lið hafi ekki fengið auðvelda andstæðinga þegar dregið var í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu annars vegar og 32-liða úrslit Evrópudeildar UEFA hins vegar í gær. Einnig var dregið í 16-liða úrslit síðarnefndu keppninnar. Í Meistaradeildinni þurfa Lundúnaliðin Arsenal og Chelsea að byrja á Ítalíu. Arsenal fékk stórlið AC Milan en Chelsea leikur gegn Napoli sem sá til þess ásamt Bayern München að Manchester City komst ekki áfram í Meistaradeildina. Manchester-liðin City og United urðu nefnilega bæði í þriðja sæti í sínum riðlum í Meistaradeildinni og fara því í Evrópudeildina eftir áramót. City dróst gegn núverandi meisturum Porto í 32-liða úrslitunum og United fékk líka erfiðan leik – gegn Kolbeini Sigþórssyni og samherjum í hollenska liðinu Ajax. Leikirnir fara fram 16. og 23. febrúar og óvíst hvort Kolbeinn verður orðinn heill af öxlameiðslum sínum sem hafa haldið honum frá keppni síðustu vikur og mánuði. Þriðja enska liðið, Stoke, mætir svo Valencia frá Spáni og ljóst að þar verður við ramman reip að draga fyrir Tony Pulis og hans menn. Hollensku liðin Ajax og AZ Alkmaar eru einu Íslendingaliðin í Evrópudeildinni en Jóhann Berg Guðmundsson leikur með síðarnefnda liðinu. AZ dróst gegn Anderlecht frá Belgíu í 32-liða úrslitunum og ef Jóhann Berg og félagar komast áfram mæta þeir mögulega Udinese sem situr nú á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. Af öðrum áhugaverðum viðureignum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar má nefna að Evrópumeistarar Barcelona mæta Bayer Leverkusen frá Þýskalandi og Real Madrid leikur gegn CSKA Moskvu frá Rússlandi. Þá glöddust Svisslendingar sjálfsagt mikið því FC Basel mætir „stóra bróður" frá Þýskalandi, FC Bayern München. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sjá meira
Óhætt er að segja að ensk lið hafi ekki fengið auðvelda andstæðinga þegar dregið var í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu annars vegar og 32-liða úrslit Evrópudeildar UEFA hins vegar í gær. Einnig var dregið í 16-liða úrslit síðarnefndu keppninnar. Í Meistaradeildinni þurfa Lundúnaliðin Arsenal og Chelsea að byrja á Ítalíu. Arsenal fékk stórlið AC Milan en Chelsea leikur gegn Napoli sem sá til þess ásamt Bayern München að Manchester City komst ekki áfram í Meistaradeildina. Manchester-liðin City og United urðu nefnilega bæði í þriðja sæti í sínum riðlum í Meistaradeildinni og fara því í Evrópudeildina eftir áramót. City dróst gegn núverandi meisturum Porto í 32-liða úrslitunum og United fékk líka erfiðan leik – gegn Kolbeini Sigþórssyni og samherjum í hollenska liðinu Ajax. Leikirnir fara fram 16. og 23. febrúar og óvíst hvort Kolbeinn verður orðinn heill af öxlameiðslum sínum sem hafa haldið honum frá keppni síðustu vikur og mánuði. Þriðja enska liðið, Stoke, mætir svo Valencia frá Spáni og ljóst að þar verður við ramman reip að draga fyrir Tony Pulis og hans menn. Hollensku liðin Ajax og AZ Alkmaar eru einu Íslendingaliðin í Evrópudeildinni en Jóhann Berg Guðmundsson leikur með síðarnefnda liðinu. AZ dróst gegn Anderlecht frá Belgíu í 32-liða úrslitunum og ef Jóhann Berg og félagar komast áfram mæta þeir mögulega Udinese sem situr nú á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. Af öðrum áhugaverðum viðureignum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar má nefna að Evrópumeistarar Barcelona mæta Bayer Leverkusen frá Þýskalandi og Real Madrid leikur gegn CSKA Moskvu frá Rússlandi. Þá glöddust Svisslendingar sjálfsagt mikið því FC Basel mætir „stóra bróður" frá Þýskalandi, FC Bayern München.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sjá meira