Um lífeyri og langtíma viðmið Gylfi Arnbjörnsson skrifar 21. desember 2011 06:00 Undanfarið hefur mikið verið fjallað um það viðmið um raunávöxtun, sem notuð er í lífeyriskerfinu til að ákvarða framtíðar lífeyrisréttindi og núvirða framtíðartekjur og -gjöld sjóðanna. Umræða um lífeyrismál er mikilvæg, en því miður byggir þessi umfjöllun á misskilningi á nokkrum grundvallaratriðum sem leiðir til þess að einblínt er á ranga þætti í þróun fjármálamarkaðar og lífeyriskerfis. Í fyrsta lagi er rétt að árétta að það eru engin lög sem kveða á um lágmarksvexti hjá lífeyrissjóðunum. Eftir að gjaldeyrishöftin voru sett á hefur ávöxtunarkrafa lækkað verulega. Raunvextir íbúðabréfa eru nú komnir vel niður fyrir 3% og raunvextir innistæðna eru neikvæðir. Samt sem áður eru lífeyrissjóðirnir á þessum markaði og hafa ekki brotið nein lög. Eina ákvæði laganna er að lífeyrissjóðum ber að ávaxta fé sjóðsfélaga með sem bestum hætti m.t.t. ávöxtunar og áhættu á hverjum tíma. Í öðru lagi verður að hafa það í huga að umrætt viðmið er hugsað sem langtímaávöxtun eigna sjóðanna. Hver einstaklingur hefur samskipti við sinn lífeyrissjóð í allt að 65-70 ár. Viðmiðið við útreikning réttinda þessa einstaklings gerir ráð fyrir að sjóðnum takist að ná 3,5% raunávöxtun á iðgjöld hans að meðaltali allt þetta tímabil. Því ber að fara varlega í breytingar á þessu viðmiði, því þær hafa mikil áhrif á réttindi sjóðsfélaga. Hækkun eða lækkun þessa viðmiðs um 0,5% jafngildir 10-12% hækkun eða lækkun iðgjalda eða lífeyrisréttinda. Í Bandaríkjunum er algengasta viðmiðunin t.d. 4,5% og víða í Evrópu er miðað við 3-4% þannig að íslenska lífeyriskerfið sker sig ekkert úr hvað þetta varðar. Í þriðja lagi hefur í umræðunni verið vitnað til kenningar um að raunvextir geti ekki verið hærri en hagvöxtur. Fyrir utan hvað þessi kenning hvílir á veikum grunni, einkum ef litið er til þróunar vestrænna hagkerfa, lítur hún framhjá þeirri staðreynd að mun fleiri þættir hafa áhrif á raunávöxtun einstakra eignarflokka en hagvöxtur. Sérstaklega á þetta við um ávöxtun hlutabréfa og víkjandi lána með ívilnunum. Lífeyrissjóðirnir eru þátttakendur á alþjóðlegum fjármálamarkaði og geta nýtt sér ávöxtunartækifæri víðar en hér og í fleiri eignarflokkum en hingað til hefur verið gert, þó þessir kostir séu nú takmarkaðir með gjaldeyrishöftunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Arnbjörnsson Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Skoðun Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur mikið verið fjallað um það viðmið um raunávöxtun, sem notuð er í lífeyriskerfinu til að ákvarða framtíðar lífeyrisréttindi og núvirða framtíðartekjur og -gjöld sjóðanna. Umræða um lífeyrismál er mikilvæg, en því miður byggir þessi umfjöllun á misskilningi á nokkrum grundvallaratriðum sem leiðir til þess að einblínt er á ranga þætti í þróun fjármálamarkaðar og lífeyriskerfis. Í fyrsta lagi er rétt að árétta að það eru engin lög sem kveða á um lágmarksvexti hjá lífeyrissjóðunum. Eftir að gjaldeyrishöftin voru sett á hefur ávöxtunarkrafa lækkað verulega. Raunvextir íbúðabréfa eru nú komnir vel niður fyrir 3% og raunvextir innistæðna eru neikvæðir. Samt sem áður eru lífeyrissjóðirnir á þessum markaði og hafa ekki brotið nein lög. Eina ákvæði laganna er að lífeyrissjóðum ber að ávaxta fé sjóðsfélaga með sem bestum hætti m.t.t. ávöxtunar og áhættu á hverjum tíma. Í öðru lagi verður að hafa það í huga að umrætt viðmið er hugsað sem langtímaávöxtun eigna sjóðanna. Hver einstaklingur hefur samskipti við sinn lífeyrissjóð í allt að 65-70 ár. Viðmiðið við útreikning réttinda þessa einstaklings gerir ráð fyrir að sjóðnum takist að ná 3,5% raunávöxtun á iðgjöld hans að meðaltali allt þetta tímabil. Því ber að fara varlega í breytingar á þessu viðmiði, því þær hafa mikil áhrif á réttindi sjóðsfélaga. Hækkun eða lækkun þessa viðmiðs um 0,5% jafngildir 10-12% hækkun eða lækkun iðgjalda eða lífeyrisréttinda. Í Bandaríkjunum er algengasta viðmiðunin t.d. 4,5% og víða í Evrópu er miðað við 3-4% þannig að íslenska lífeyriskerfið sker sig ekkert úr hvað þetta varðar. Í þriðja lagi hefur í umræðunni verið vitnað til kenningar um að raunvextir geti ekki verið hærri en hagvöxtur. Fyrir utan hvað þessi kenning hvílir á veikum grunni, einkum ef litið er til þróunar vestrænna hagkerfa, lítur hún framhjá þeirri staðreynd að mun fleiri þættir hafa áhrif á raunávöxtun einstakra eignarflokka en hagvöxtur. Sérstaklega á þetta við um ávöxtun hlutabréfa og víkjandi lána með ívilnunum. Lífeyrissjóðirnir eru þátttakendur á alþjóðlegum fjármálamarkaði og geta nýtt sér ávöxtunartækifæri víðar en hér og í fleiri eignarflokkum en hingað til hefur verið gert, þó þessir kostir séu nú takmarkaðir með gjaldeyrishöftunum.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun