Ísland dregið inn í grannadeilur í Eurovision 29. desember 2011 11:00 harðar deilur Forseti Aserbaídsjan, Ilham Alijev, bindur miklar vonir við að Eurovision-keppnin verði mikil lyftistöng fyrir ímynd landsins. Hér er hann ásamt eiginkonu sinni, Mehriban Alijeva. Ísland hefur óvænt verið dregið inn í deilur Armena og Asera vegna Eurovision-keppninnar sem fer fram í höfuðborg Aserbaídsjans, Bakú, í maí á næsta ári. Ísland er á sumum armenskum fréttamiðlum sagt hafa dregið sig úr keppni. Armenía og Aserbaídsjan hafa lengi eldað grátt silfur og landamæri Armeníu að Aserbaídsjan eru lokuð. Fáum kemur því á óvart að þátttaka Armeníu í keppninni á næsta ári skuli hanga á bláþræði en að nafn Íslands skuli dregið inn í þessar deilur er ákaflega óvænt. Enda kom Jónatan Garðarsson, sem hefur farið fyrir íslenska hópnum undanfarin ár, af fjöllum þegar Fréttablaðið bar þetta undir hann. „Það stendur skýrt í reglum Eurovision-keppninnar að ekki megi blanda henni saman við stjórnmál eða stjórnmálaskoðanir." Sigrún Stefánsdóttir dagskrárstjóri tók í sama streng og sagði ekkert slíkt vera fyrir hendi. Stjórnvöld í Aserbaídsjan hafa á hinn bóginn verið harðlega gagnrýnd fyrir Eurovision-undirbúning sinn, en breska blaðið Telegraph greindi frá því skömmu fyrir jól að stjórnvöld hefðu skrúfað fyrir rafmagn og gas hjá hundruðum íbúa í miðborg Bakú til að rýma fyrir byggingu nýrrar sönghallar. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch hafa, samkvæmt frétt Telegraph, varað við ólöglegu athæfi stjórnvalda í Aserbaídsjan vegna umræddrar byggingar en forseti landsins, Ilham Alijev, bindur vonir við að Eurovision-keppnin eigi eftir bæta ímynd landsins til muna.- fgg Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Sjá meira
Ísland hefur óvænt verið dregið inn í deilur Armena og Asera vegna Eurovision-keppninnar sem fer fram í höfuðborg Aserbaídsjans, Bakú, í maí á næsta ári. Ísland er á sumum armenskum fréttamiðlum sagt hafa dregið sig úr keppni. Armenía og Aserbaídsjan hafa lengi eldað grátt silfur og landamæri Armeníu að Aserbaídsjan eru lokuð. Fáum kemur því á óvart að þátttaka Armeníu í keppninni á næsta ári skuli hanga á bláþræði en að nafn Íslands skuli dregið inn í þessar deilur er ákaflega óvænt. Enda kom Jónatan Garðarsson, sem hefur farið fyrir íslenska hópnum undanfarin ár, af fjöllum þegar Fréttablaðið bar þetta undir hann. „Það stendur skýrt í reglum Eurovision-keppninnar að ekki megi blanda henni saman við stjórnmál eða stjórnmálaskoðanir." Sigrún Stefánsdóttir dagskrárstjóri tók í sama streng og sagði ekkert slíkt vera fyrir hendi. Stjórnvöld í Aserbaídsjan hafa á hinn bóginn verið harðlega gagnrýnd fyrir Eurovision-undirbúning sinn, en breska blaðið Telegraph greindi frá því skömmu fyrir jól að stjórnvöld hefðu skrúfað fyrir rafmagn og gas hjá hundruðum íbúa í miðborg Bakú til að rýma fyrir byggingu nýrrar sönghallar. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch hafa, samkvæmt frétt Telegraph, varað við ólöglegu athæfi stjórnvalda í Aserbaídsjan vegna umræddrar byggingar en forseti landsins, Ilham Alijev, bindur vonir við að Eurovision-keppnin eigi eftir bæta ímynd landsins til muna.- fgg
Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Sjá meira