Icesave afgreitt með öruggum meirihluta 17. febrúar 2011 06:00 Tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samningana var felld á þingi með 33 atkvæðum gegn 30. Þriðja útgáfa af samningi í deilu Íslendinga við Breta og Hollendinga bíður staðfestingar forseta Íslands.Fréttablaðið/gva Icesave-frumvarpið var samþykkt sem lög frá Alþingi í gær. 44 þingmenn greiddu þá atkvæði með frumvarpinu, sextán voru á móti en þrír sátu hjá. Áður höfðu tvær breytingartillögur um að málið yrði borið undir þjóðaratkvæðagreiðslu verið felldar með 33 atkvæðum gegn 30. Samfylkingin var einróma í stuðningi við málið. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði að þeir sem höfnuðu samningi tefldu þjóðarhag í tvísýnu: „Það er orðið löngu tímabært að leiða til lykta þetta hörmulega mál sem hefur klofið þjóðina í fylkingar, spillt samskiptum okkar við umheiminn og valdið miklum töfum í efnahagslegri endurreisn landsins.“ Ellefu af sextán þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sögðu já í lokaatkvæðagreiðslunni, einn sat hjá en fjórir voru á móti. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, studdi frumvarpið og sagði það öðrum þræði snúast um hvort menn vildu leysa deilur við nágrannaþjóðir með samningum: „Það er ekki þannig að við stöndum frammi fyrir þeim valkosti að sleppa við allar kröfur eða fallast á þessa niðurstöðu. Það er rangur málflutningur,“ sagði Bjarni. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, sagði áhættusamt að fallast ekki á samningstilboðið. Þrettán af þingmönnum VG studdu þetta frumvarp Steingríms við lokaatkvæðagreiðslu á Alþingi en tveir voru á móti: „Menn verða stórir af því að ljúka málum með samkomulagi en ekki af því að halda tilgangslausu stríði áfram, stríðsins vegna,“ sagði Steingrímur. Allir þrír þingmenn Hreyfingarinnar greiddu atkvæði gegn Icesave: „Ég get aldrei samþykkt það að einkaskuldum verði velt yfir á herðar almennings,“ sagði Birgitta Jónsdóttir. Tveir þingmenn Framsóknarflokksins sátu hjá en sjö greiddu atkvæði gegn Icesave-lögunum, þeirra á meðal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður: „Allur málflutningur ríkisstjórnarinnar í þessu máli hefur reynst rangur,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann skoraði á forseta Íslands að velta því fyrir sér hvort hann ætti að taka mark á þeim stjórnmálamönnum „sem hafa haft rangt fyrir sér um öll atriði málsins í meira en tvö ár“.peturg@frettabladid.is Icesave Mest lesið Eldgos hafið Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fleiri fréttir Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Sjá meira
Icesave-frumvarpið var samþykkt sem lög frá Alþingi í gær. 44 þingmenn greiddu þá atkvæði með frumvarpinu, sextán voru á móti en þrír sátu hjá. Áður höfðu tvær breytingartillögur um að málið yrði borið undir þjóðaratkvæðagreiðslu verið felldar með 33 atkvæðum gegn 30. Samfylkingin var einróma í stuðningi við málið. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði að þeir sem höfnuðu samningi tefldu þjóðarhag í tvísýnu: „Það er orðið löngu tímabært að leiða til lykta þetta hörmulega mál sem hefur klofið þjóðina í fylkingar, spillt samskiptum okkar við umheiminn og valdið miklum töfum í efnahagslegri endurreisn landsins.“ Ellefu af sextán þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sögðu já í lokaatkvæðagreiðslunni, einn sat hjá en fjórir voru á móti. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, studdi frumvarpið og sagði það öðrum þræði snúast um hvort menn vildu leysa deilur við nágrannaþjóðir með samningum: „Það er ekki þannig að við stöndum frammi fyrir þeim valkosti að sleppa við allar kröfur eða fallast á þessa niðurstöðu. Það er rangur málflutningur,“ sagði Bjarni. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, sagði áhættusamt að fallast ekki á samningstilboðið. Þrettán af þingmönnum VG studdu þetta frumvarp Steingríms við lokaatkvæðagreiðslu á Alþingi en tveir voru á móti: „Menn verða stórir af því að ljúka málum með samkomulagi en ekki af því að halda tilgangslausu stríði áfram, stríðsins vegna,“ sagði Steingrímur. Allir þrír þingmenn Hreyfingarinnar greiddu atkvæði gegn Icesave: „Ég get aldrei samþykkt það að einkaskuldum verði velt yfir á herðar almennings,“ sagði Birgitta Jónsdóttir. Tveir þingmenn Framsóknarflokksins sátu hjá en sjö greiddu atkvæði gegn Icesave-lögunum, þeirra á meðal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður: „Allur málflutningur ríkisstjórnarinnar í þessu máli hefur reynst rangur,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann skoraði á forseta Íslands að velta því fyrir sér hvort hann ætti að taka mark á þeim stjórnmálamönnum „sem hafa haft rangt fyrir sér um öll atriði málsins í meira en tvö ár“.peturg@frettabladid.is
Icesave Mest lesið Eldgos hafið Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fleiri fréttir Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Sjá meira