NBA í nótt: Lakers niðurlægði Cleveland Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2011 09:00 Leikmenn Cleveland ganga niðurlútir af velli. Mynd/AP LA Lakers vann í nótt stórsigur á Cleveland í NBA-deildinni í körfubolta, 112-57. Var þetta þriðji stærsti sigur liðsins frá upphafi. Þetta var ellefti sigur Cleveland í röð en liðið er með verstan árangur allra liða í deildinni nú. Lakers er með gríðarlega sterkt lið en engu að síður kom á óvart hversu ótrúlega mikla yfirburði liðið hafði í nótt. Þetta var stærsti sigur liðsins síðan að skotklukkan var tekin upp. Liðið vann stærri sigra árin 1966 og 1972. „Maður á aldrei von á svona löguðu," sagði Kobe Bryant. „Maður fer bara út á völlinn og gerir sitt besta. Það gerðum við í 48 mínútur." Ron Artest og Andrew Bynum skoruðu fimmtán stig hver, Pau Gasol var með þrettán stig og fjórtán fráköst en þeir Lamar Odom og Shannon Brown voru einnig með þrettán stig. Skotnýting Cleveland var upp á 30 prósentustig í leiknum en liðið hefur nú aðeins unnið 8 af 38 leikjum sínum á tímabilinu. Cleveland missti LeBron James í sumar eins og mikið hefur verið fjallað um og virtist hlakka í honum yfir óförum hans gömlu félaga, miðað við færslu sem hann skrifaði á Twitter-síðunni sinni. „Crazy. Karma is a b………….. Gets you every time. Its not good to wish bad on anybody. God sees everything!" skrifaði kappinn og ólíklegt að hann hafi skapað sér frekari vinsældir í Cleveland með þessum skrifum. San Antonio vann Minnesota, 107-96. Manu Ginobili var með nítján stig en þetta var sextándi sigur liðsins á Minnesota í röð. Washington vann Sacramento, 136-133, í framlengdum leik. Nick Young skoraði 43 stig fyrir Washington. Indiana vann Philadelphia, 111-103. Danny Granger skoraði 27 stig og Darren Collison var með 21 stig og þrettán stoðsendingar. Denver vann Phoenix, 132-98. Arron Afflalo var með 31 stig og Carmelo Anthony 28. New York Knicks vann Portland, 100-86. Amare Stoudemire skoraði 23 stig og tók átta fráköst. Raymond Felton bætti við sautján stig og fjórtán stoðsendingum. NBA Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
LA Lakers vann í nótt stórsigur á Cleveland í NBA-deildinni í körfubolta, 112-57. Var þetta þriðji stærsti sigur liðsins frá upphafi. Þetta var ellefti sigur Cleveland í röð en liðið er með verstan árangur allra liða í deildinni nú. Lakers er með gríðarlega sterkt lið en engu að síður kom á óvart hversu ótrúlega mikla yfirburði liðið hafði í nótt. Þetta var stærsti sigur liðsins síðan að skotklukkan var tekin upp. Liðið vann stærri sigra árin 1966 og 1972. „Maður á aldrei von á svona löguðu," sagði Kobe Bryant. „Maður fer bara út á völlinn og gerir sitt besta. Það gerðum við í 48 mínútur." Ron Artest og Andrew Bynum skoruðu fimmtán stig hver, Pau Gasol var með þrettán stig og fjórtán fráköst en þeir Lamar Odom og Shannon Brown voru einnig með þrettán stig. Skotnýting Cleveland var upp á 30 prósentustig í leiknum en liðið hefur nú aðeins unnið 8 af 38 leikjum sínum á tímabilinu. Cleveland missti LeBron James í sumar eins og mikið hefur verið fjallað um og virtist hlakka í honum yfir óförum hans gömlu félaga, miðað við færslu sem hann skrifaði á Twitter-síðunni sinni. „Crazy. Karma is a b………….. Gets you every time. Its not good to wish bad on anybody. God sees everything!" skrifaði kappinn og ólíklegt að hann hafi skapað sér frekari vinsældir í Cleveland með þessum skrifum. San Antonio vann Minnesota, 107-96. Manu Ginobili var með nítján stig en þetta var sextándi sigur liðsins á Minnesota í röð. Washington vann Sacramento, 136-133, í framlengdum leik. Nick Young skoraði 43 stig fyrir Washington. Indiana vann Philadelphia, 111-103. Danny Granger skoraði 27 stig og Darren Collison var með 21 stig og þrettán stoðsendingar. Denver vann Phoenix, 132-98. Arron Afflalo var með 31 stig og Carmelo Anthony 28. New York Knicks vann Portland, 100-86. Amare Stoudemire skoraði 23 stig og tók átta fráköst. Raymond Felton bætti við sautján stig og fjórtán stoðsendingum.
NBA Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira