NBA: New Orleans vann í Boston og Lakers marði Philadelphia Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. janúar 2011 11:00 Boston-maðurinn Paul Pierce var ekki sáttur með gang mála í nótt. Mynd/AP Boston Celtics tapaði sínum þriðja leik af síðustu fjórum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar New Orleans Hornets sótti sigur í Boston. Hornets-liðið hafði aðeins unnið einn útisigur í tíu leikjum þar á undan. Los Angeles Lakers rétt marði Philadelphia 76ers á heimavelli og Chicago Bulls vann í tólfta sinn í síðustu fjórtán leikjum. Chris Paul var með 20 stig og 11 stoðsendingar þegar New Orleans Hornets vann 83-81 útisigur á Boston Celtics. Trevor Ariza jafnaði leikinn með þriggja stiga körfu 94 sekúndum fyrir leikslok og David West skoraði 4 af 19 stigum sínum á lokakaflanum. Emeka Okafor var með 18 stig og 13 fráköst fyrir New Orleans sem hafði tapað 9 af 10 útileikjum og vann aðeins í þriðja sinn í sjö leikjum. Ray Allen var með 18 stig og Paul Pierce skoraði 12 stig en liðið lék án bæði Kevin Garnett og Rajon Rondo sem eru meiddir. Boston hefur tapað 3 af síðustu 4 leikjum sínum eftir 14 leikja sigurgöngu þar á undan. „Ég sagði strákunum eftir leikinn að ég væri ekki ánægður. Við áttum að vinna þennan leik," sagði Doc Rivers, þjálfari Boston.Kobe Bryant.Mynd/APKobe Bryant skoraði 33 stig í 102-98 heimasigri Los Angeles Lakers á Philadelphia 76ers en meistararnir höfðu fyrir leikinn tapað tveimur heimaleikjum í röð. Pau Gasol var með 20 stig og 8 fráköst og Lamar Odom kom með 18 stig inn af bekknum. Jrue Holiday var með 19 stig og 11 stoðsendingar hjá Philadelphia og Lou Williams skoraði 18 stig. Monta Ellis skoraði 25 stig þegar Golden State Warriors vann 96-95 sigur á Charlotte Bobcats og varð fyrsta liðið til þess að vinna Charlotte undir stjórn Paul Silas. Stephen Curry var með 24 stig hjá Golden State en Stephen Jackson skoraði 22 stig fyrir Charlotte. Carlos Boozer var með 20 stig og 15 fráköst þegar Chicago Bulls vann 90-81 sigur á New Jersey Nets en Bulls-liðið er búið að vinna tólf af síðustu fjórtán leikjum sínum. Luol Deng og Derrick Rose voru báðir með 19 stig en Brook Lopez skoraði mest fyrir Nets-liðið eða 19 stig. Þetta var fjórði tapleikur New Jersey í röð.Mynd/APDanny Granger og Darren Collison voru báðir með 18 stig í léttum 95-86 sigri Indiana Pacers á Washington Wizards. Nýliðinn John Wall var með 25 stig fyrir Washington-liðið sem er búið að tapa öllum sextán útileikjum sínum á tímabilinu. Washington hafði unnið leik liðanna á heimavelli fyrir nokkrum dögum. Chase Budinger skoraði 22 stig af bekknum og Kevin Martin var með 20 stig þegar Houston Rockets vann 114-105 heimasigur á Toronto Raptors en Houston-liðið er búið að vinna átta af síðustu tíu leikjum sínum. Nýliðinn Patrick Patterson var með 15 stig og 10 fráköst hjá Houston. DeMar DeRozan skoraði 37 stig fyrir Toronto sem hefur tapað 10 af síðustu 13 leikjum sínum.Mynd/APKevin Durant skoraði 33 stig og setti niður fimm þrista þegar Oklahoma City Thunder vann 103-94 sigur á Atlanta Hawks.Russell Westbrook var með þrennu, 23 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar en Atlanta-menn voru ekki sáttir með að hann þaut upp völlinn til þess að gefa tíu stoðsendinguna 6,9 sekúndum fyrir leikslok þegar leikurinn var búinn og venjan er að leyfa klukkunni að renna út. Jamal Crawford var með 26 stig fyrir Atlanta og Josh Smith skoraði 23 stig. Jared Dudley og Vince Carter voru báðir með 19 stig þegar Phoenix Suns vann 92-75 sigur á Detroit Pistons og endaði fjögurra leikja taphrinu sína. Phoenix gerði nánast út um leikinn í öðrum leikhlutanum. Ben Gordon var með 19 stig hjá Detoit.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APBoston Celtics-New Orleans Hornets 81-83 Charlotte Bobcats-Golden State Warriors 95-96 Indiana Pacers-Washington Wizards 95-86 Chicago Bulls-New Jersey Nets 90-81 Houston Rockets-Toronto Raptors 114-105 Oklahoma City Thunder-Atlanta Hawks 103-94 Phoenix Suns-Detroit Pistons 92-75 Los Angeles Lakers-Philadelphia 76ers 102-98 NBA Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Leik lokið: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Leik lokið: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Njarðvík - Álftanes | Bæði lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira
Boston Celtics tapaði sínum þriðja leik af síðustu fjórum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar New Orleans Hornets sótti sigur í Boston. Hornets-liðið hafði aðeins unnið einn útisigur í tíu leikjum þar á undan. Los Angeles Lakers rétt marði Philadelphia 76ers á heimavelli og Chicago Bulls vann í tólfta sinn í síðustu fjórtán leikjum. Chris Paul var með 20 stig og 11 stoðsendingar þegar New Orleans Hornets vann 83-81 útisigur á Boston Celtics. Trevor Ariza jafnaði leikinn með þriggja stiga körfu 94 sekúndum fyrir leikslok og David West skoraði 4 af 19 stigum sínum á lokakaflanum. Emeka Okafor var með 18 stig og 13 fráköst fyrir New Orleans sem hafði tapað 9 af 10 útileikjum og vann aðeins í þriðja sinn í sjö leikjum. Ray Allen var með 18 stig og Paul Pierce skoraði 12 stig en liðið lék án bæði Kevin Garnett og Rajon Rondo sem eru meiddir. Boston hefur tapað 3 af síðustu 4 leikjum sínum eftir 14 leikja sigurgöngu þar á undan. „Ég sagði strákunum eftir leikinn að ég væri ekki ánægður. Við áttum að vinna þennan leik," sagði Doc Rivers, þjálfari Boston.Kobe Bryant.Mynd/APKobe Bryant skoraði 33 stig í 102-98 heimasigri Los Angeles Lakers á Philadelphia 76ers en meistararnir höfðu fyrir leikinn tapað tveimur heimaleikjum í röð. Pau Gasol var með 20 stig og 8 fráköst og Lamar Odom kom með 18 stig inn af bekknum. Jrue Holiday var með 19 stig og 11 stoðsendingar hjá Philadelphia og Lou Williams skoraði 18 stig. Monta Ellis skoraði 25 stig þegar Golden State Warriors vann 96-95 sigur á Charlotte Bobcats og varð fyrsta liðið til þess að vinna Charlotte undir stjórn Paul Silas. Stephen Curry var með 24 stig hjá Golden State en Stephen Jackson skoraði 22 stig fyrir Charlotte. Carlos Boozer var með 20 stig og 15 fráköst þegar Chicago Bulls vann 90-81 sigur á New Jersey Nets en Bulls-liðið er búið að vinna tólf af síðustu fjórtán leikjum sínum. Luol Deng og Derrick Rose voru báðir með 19 stig en Brook Lopez skoraði mest fyrir Nets-liðið eða 19 stig. Þetta var fjórði tapleikur New Jersey í röð.Mynd/APDanny Granger og Darren Collison voru báðir með 18 stig í léttum 95-86 sigri Indiana Pacers á Washington Wizards. Nýliðinn John Wall var með 25 stig fyrir Washington-liðið sem er búið að tapa öllum sextán útileikjum sínum á tímabilinu. Washington hafði unnið leik liðanna á heimavelli fyrir nokkrum dögum. Chase Budinger skoraði 22 stig af bekknum og Kevin Martin var með 20 stig þegar Houston Rockets vann 114-105 heimasigur á Toronto Raptors en Houston-liðið er búið að vinna átta af síðustu tíu leikjum sínum. Nýliðinn Patrick Patterson var með 15 stig og 10 fráköst hjá Houston. DeMar DeRozan skoraði 37 stig fyrir Toronto sem hefur tapað 10 af síðustu 13 leikjum sínum.Mynd/APKevin Durant skoraði 33 stig og setti niður fimm þrista þegar Oklahoma City Thunder vann 103-94 sigur á Atlanta Hawks.Russell Westbrook var með þrennu, 23 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar en Atlanta-menn voru ekki sáttir með að hann þaut upp völlinn til þess að gefa tíu stoðsendinguna 6,9 sekúndum fyrir leikslok þegar leikurinn var búinn og venjan er að leyfa klukkunni að renna út. Jamal Crawford var með 26 stig fyrir Atlanta og Josh Smith skoraði 23 stig. Jared Dudley og Vince Carter voru báðir með 19 stig þegar Phoenix Suns vann 92-75 sigur á Detroit Pistons og endaði fjögurra leikja taphrinu sína. Phoenix gerði nánast út um leikinn í öðrum leikhlutanum. Ben Gordon var með 19 stig hjá Detoit.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APBoston Celtics-New Orleans Hornets 81-83 Charlotte Bobcats-Golden State Warriors 95-96 Indiana Pacers-Washington Wizards 95-86 Chicago Bulls-New Jersey Nets 90-81 Houston Rockets-Toronto Raptors 114-105 Oklahoma City Thunder-Atlanta Hawks 103-94 Phoenix Suns-Detroit Pistons 92-75 Los Angeles Lakers-Philadelphia 76ers 102-98
NBA Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Leik lokið: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Leik lokið: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Njarðvík - Álftanes | Bæði lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti