Michael Ballack spilaði í gær sinn fyrsta knattspyrnuleik í fjóra mánuði er Bayer Leverkusen vann 2-1 sigur í æfingaleik gegn Oberhausen.
Ballack hefur verið frá síðan hann fótbrotnaði í sínum fyrsta leik með Leverkusen í haust. Hann kom til félagsins frá Chelsea í sumar en þá missti hann af HM í Suður-Afríku þar sem hann varð fyrir alvarlegum meiðslum í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar í vor.
Hann mun væntanlega setja stefnuna á að vinna sér aftur sæti í þýska landsliðinu þar sem hann vantar aðeins tvo leiki upp á 100 landsleiki.
