Eyjólfur Sverrisson hefur samkvæmt heimildum Visis verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari þýska liðsins Wolfsburg. Eyjólfur er staddur í Þýskalandi þessa stundina þar sem hann er að ganga frá sínum málum við félagið en hann mun starfa hjá liðinu út leiktíðina.
Pierre Littbarski tók við þjálfun liðsins á dögunum eftir að Englendingum Steve McClaren var sagt upp störfum. Littbarski, sem á árum áður var einn þekktasti leikmaður Þýskalands, var aðstoðarmaður McClaren.
Littbarski hefur komið víða við sem þjálfari á undanförnum árum hann var m.a. þjálfari FC Vaduz í Liechtenstein þar sem að nokkrir íslenskir leikmenn léku undir hans stjórn - og má þar nefna Stefán Þórðarson, Guðmund Steinarsson og landsliðsmarkvörðinn Gunnleif Gunnleifsson.
Eyjólfur er þjálfari U21 árs landsliðs karla sem leikur til úrslita á Evrópumótinu í Danmörku í sumar. Hann mun halda því starfi áfram samhliða starfi sínu hjá Wolfsburg.
Eyjólfur ráðinn aðstoðarþjálfari Wolfsburg
Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar

Mest lesið



Bradley Beal til Clippers
Körfubolti

Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu
Fótbolti

Arnar Grétarsson tekinn við Fylki
Fótbolti




