Bjargaði pilti upp úr Tjörninni: „Algjör heppni að ég sá hann“ Valur Grettisson skrifar 8. febrúar 2011 10:02 Mynd úr safni. „Ég var á leiðinni heim með leigubíl þegar ég sá eitthvað svart út í tjörninni," segir bjargvætturinn Andri Vilbergsson, sem bjargaði lífi nítján ára pilts sem hafði verið að stytta sér leið yfir Reykjavíkurtjörn um helgina þegar ísinn brast undan honum. Pilturinn féll ofan í og þurfti að berjast fyrir lífi sínu í myrkrinu aðfaranótt sunnudags. „Í fyrstu hélt ég að ég hefði séð gæs eða eitthvað. Leigubílstjórinn hélt að þetta væri hundur," lýsir Andri, sem er 25 ára gamall nemi í iðjuþjálfun. Hann áttaði sig skyndilega á því að það var maður sem hann sá berjast fyrir lífi sínu í tjörninni og leigubílstjórinn snarstoppaði ofan á brúnni yfir Skothúsvegi. Leigubílstjórinn hringdi undir eins á lögregluna en Andri hljóp niður á ísinn til þess að aðstoða piltinn sem átti í gríðarlegum erfiðleikum með að halda sér á floti. Hann var orðinn mjög þrekaður og við það að gefast upp. Andri Vilbergsson drýgði hetjudáð um helgina þegar hann bjargaði nítján ára pilti frá drukknun. Stuttu eftir að Andra bar að kom annar maður sem Andri segir að hafi verið sjúkraliði, en hann gaf engin frekari deili á sér. Hann skreið eftir ísnum og reyndi að nálgast piltinn á meðan ísinn gaf einnig undan þunga Andra. Hann náði að fóta sig og óð þá í áttina að piltinum. „Ég var á kafi í drullu og þurfti að brjóta ísinn til þess að komast að honum," segir Andri en ísinn var frekar þunnur þar sem hann var. Pilturinn reyndi ítrekað að komast upp en gat ekki. Andri sagði honum að standa í lappirnar en hann virtist ekki geta það, eða dýpið slíkt að það var ekki mögulegt. Hugsanlega var pilturinn í losti, Andri gat ekki verið viss. „Ég sagði bara haltu áfram, haltu áfram," svarar Andri þegar hann spurður um samskiptin sín við piltinn sem var orðinn þreyttur og við það að gefast upp. Andri segir að sjúkraliðinn hafi svo náð að skríða ansi nálægt piltinum, "sennilega var ísinn eitthvað sterkari þar sem hann var," segir Andri og bætir við að það hafi verið þá sem sjúkraliðanum tókst að grípa í hendina á piltinum. Þeir náðu honum upp og báru hann á milli sín upp á veginn. „Okkur var náttúrulega skítkalt þannig við hoppuðum saman til þess að ná á okkur hita. Hann gat það allavega," segir Andri en líkamshiti piltsins fór niður í 33 gráður samkvæmt aðstandanda piltsins sem Vísir ræddi við í gær. Stuttu síðar kom lögreglan á vettvang. Þeir fluttu piltinn á sjúkrahús. Andri segir það í raun tilviljun að hann hafi séð piltinn berjast fyrir lífi sínu í tjörninni. Hann var svartklæddur að sögn Andra, „og því eiginlega algjör heppni að ég sá hann," segir bjargvætturinn Andri að lokum.Pilturinn er á batavegi að sögn aðstandanda sem Vísir ræddi við. Tengdar fréttir Féll ofan í ísilagða Reykjavíkurtjörn og drukknaði næstum því Nítján ára piltur lenti í lífshættu aðfaranótt sunnudags þegar hann ætlaði að stytta sér leið yfir Reykjavíkurtjörn samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. 7. febrúar 2011 16:41 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
„Ég var á leiðinni heim með leigubíl þegar ég sá eitthvað svart út í tjörninni," segir bjargvætturinn Andri Vilbergsson, sem bjargaði lífi nítján ára pilts sem hafði verið að stytta sér leið yfir Reykjavíkurtjörn um helgina þegar ísinn brast undan honum. Pilturinn féll ofan í og þurfti að berjast fyrir lífi sínu í myrkrinu aðfaranótt sunnudags. „Í fyrstu hélt ég að ég hefði séð gæs eða eitthvað. Leigubílstjórinn hélt að þetta væri hundur," lýsir Andri, sem er 25 ára gamall nemi í iðjuþjálfun. Hann áttaði sig skyndilega á því að það var maður sem hann sá berjast fyrir lífi sínu í tjörninni og leigubílstjórinn snarstoppaði ofan á brúnni yfir Skothúsvegi. Leigubílstjórinn hringdi undir eins á lögregluna en Andri hljóp niður á ísinn til þess að aðstoða piltinn sem átti í gríðarlegum erfiðleikum með að halda sér á floti. Hann var orðinn mjög þrekaður og við það að gefast upp. Andri Vilbergsson drýgði hetjudáð um helgina þegar hann bjargaði nítján ára pilti frá drukknun. Stuttu eftir að Andra bar að kom annar maður sem Andri segir að hafi verið sjúkraliði, en hann gaf engin frekari deili á sér. Hann skreið eftir ísnum og reyndi að nálgast piltinn á meðan ísinn gaf einnig undan þunga Andra. Hann náði að fóta sig og óð þá í áttina að piltinum. „Ég var á kafi í drullu og þurfti að brjóta ísinn til þess að komast að honum," segir Andri en ísinn var frekar þunnur þar sem hann var. Pilturinn reyndi ítrekað að komast upp en gat ekki. Andri sagði honum að standa í lappirnar en hann virtist ekki geta það, eða dýpið slíkt að það var ekki mögulegt. Hugsanlega var pilturinn í losti, Andri gat ekki verið viss. „Ég sagði bara haltu áfram, haltu áfram," svarar Andri þegar hann spurður um samskiptin sín við piltinn sem var orðinn þreyttur og við það að gefast upp. Andri segir að sjúkraliðinn hafi svo náð að skríða ansi nálægt piltinum, "sennilega var ísinn eitthvað sterkari þar sem hann var," segir Andri og bætir við að það hafi verið þá sem sjúkraliðanum tókst að grípa í hendina á piltinum. Þeir náðu honum upp og báru hann á milli sín upp á veginn. „Okkur var náttúrulega skítkalt þannig við hoppuðum saman til þess að ná á okkur hita. Hann gat það allavega," segir Andri en líkamshiti piltsins fór niður í 33 gráður samkvæmt aðstandanda piltsins sem Vísir ræddi við í gær. Stuttu síðar kom lögreglan á vettvang. Þeir fluttu piltinn á sjúkrahús. Andri segir það í raun tilviljun að hann hafi séð piltinn berjast fyrir lífi sínu í tjörninni. Hann var svartklæddur að sögn Andra, „og því eiginlega algjör heppni að ég sá hann," segir bjargvætturinn Andri að lokum.Pilturinn er á batavegi að sögn aðstandanda sem Vísir ræddi við.
Tengdar fréttir Féll ofan í ísilagða Reykjavíkurtjörn og drukknaði næstum því Nítján ára piltur lenti í lífshættu aðfaranótt sunnudags þegar hann ætlaði að stytta sér leið yfir Reykjavíkurtjörn samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. 7. febrúar 2011 16:41 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Féll ofan í ísilagða Reykjavíkurtjörn og drukknaði næstum því Nítján ára piltur lenti í lífshættu aðfaranótt sunnudags þegar hann ætlaði að stytta sér leið yfir Reykjavíkurtjörn samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. 7. febrúar 2011 16:41