Bótakrafa sögð vera vanreifuð 8. janúar 2011 04:00 Hróbjartur Jónatansson og Helgi Birgisson Lögmenn tókust í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær á um frávísunarkröfu í sex milljarða króna skaðabótamáli Glitnis á hendur sex eigendum og stjórnendum bankans.Fréttablaðið/GVA Lögmaður eins sexmenninganna sem skilanefnd Glitnis hefur krafið um sex milljarða skaðabætur fór í gær fram á að málinu yrði vísað frá dómi. Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari hefur tekið sér frest til að úrskurða um málið. Málið hefur verið kennt við bresku skartgripakeðjuna Aurum Holdings og snýst um lánveitingar Glitnis til félagsins FS38 í eigu Pálma Haraldssonar, sem lánaði það áfram til FS37, síðar Stím, til að kaupa hlutabréf í keðjunni af Fons. Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma og Lárusi Welding er stefnt, ásamt þremur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis. Helgi Birgisson, lögmaður Magnúsar Arnar Arngrímssonar, sem er stefnt í málinu, sagði bótakröfu skilanefndarinnar allt of háa, enda lægi ekki fyrir hversu mikið fengist upp í kröfur bankans vegna lánveitingarinnar. Þá væri ljóst að bótakrafan ætti ekki að vera hærri en næmi mismuninum á þeirri upphæð sem lánað var og svo aftur þeirri upphæð sem bankanum hefði verið heimilt að lána. Engin tilraun hefði verið gerð til að meta hann. Helgi sagði umbjóðanda sinn telja að vanreifun á bótakröfunni væri tilefni til frávísunar málsins, en ástæða þess að aðrir sem skilanefnd Glitnis hefði kært væru ekki með í kröfunni væri sú að þeir teldu vanreifunina fremur ástæðu til sýknunar. Stutt væri á milli þessara krafna. Helgi benti á að lánin til FS38 og Blásólar, félags Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, hefðu verið til uppgreiðslu á eldri lánum. Þá hefðu 1,2 milljarðar króna farið beint inn á innlánsreikning í Glitni sem handveð til tryggingar. „Þannig nam raunveruleg lánveiting tveimur milljörðum króna, en ekki sex milljörðum,“ sagði hann. Hróbjartur Jónatansson, lögmaður skilanefndar Glitnis, furðaði sig á kröfu þeirri sem Helgi setti fram og kvað grundvallaratriði í réttarfari að tækist ekki sönnun á tjóni undir löglegri málsmeðferð kynni það vitanlega að leiða til sýknu. „Mótbárur stefnda eiga ekki við. Þær varða efnishlið málsins og snúa ekki að forminu,“ sagði Hróbjartur og kvað fráleitt að eyða tíma dóms og lögmanna í að fjalla um málið á þessu stigi undir þessum formerkjum. olikr@frettabladid.is Stím málið Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
Lögmaður eins sexmenninganna sem skilanefnd Glitnis hefur krafið um sex milljarða skaðabætur fór í gær fram á að málinu yrði vísað frá dómi. Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari hefur tekið sér frest til að úrskurða um málið. Málið hefur verið kennt við bresku skartgripakeðjuna Aurum Holdings og snýst um lánveitingar Glitnis til félagsins FS38 í eigu Pálma Haraldssonar, sem lánaði það áfram til FS37, síðar Stím, til að kaupa hlutabréf í keðjunni af Fons. Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma og Lárusi Welding er stefnt, ásamt þremur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis. Helgi Birgisson, lögmaður Magnúsar Arnar Arngrímssonar, sem er stefnt í málinu, sagði bótakröfu skilanefndarinnar allt of háa, enda lægi ekki fyrir hversu mikið fengist upp í kröfur bankans vegna lánveitingarinnar. Þá væri ljóst að bótakrafan ætti ekki að vera hærri en næmi mismuninum á þeirri upphæð sem lánað var og svo aftur þeirri upphæð sem bankanum hefði verið heimilt að lána. Engin tilraun hefði verið gerð til að meta hann. Helgi sagði umbjóðanda sinn telja að vanreifun á bótakröfunni væri tilefni til frávísunar málsins, en ástæða þess að aðrir sem skilanefnd Glitnis hefði kært væru ekki með í kröfunni væri sú að þeir teldu vanreifunina fremur ástæðu til sýknunar. Stutt væri á milli þessara krafna. Helgi benti á að lánin til FS38 og Blásólar, félags Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, hefðu verið til uppgreiðslu á eldri lánum. Þá hefðu 1,2 milljarðar króna farið beint inn á innlánsreikning í Glitni sem handveð til tryggingar. „Þannig nam raunveruleg lánveiting tveimur milljörðum króna, en ekki sex milljörðum,“ sagði hann. Hróbjartur Jónatansson, lögmaður skilanefndar Glitnis, furðaði sig á kröfu þeirri sem Helgi setti fram og kvað grundvallaratriði í réttarfari að tækist ekki sönnun á tjóni undir löglegri málsmeðferð kynni það vitanlega að leiða til sýknu. „Mótbárur stefnda eiga ekki við. Þær varða efnishlið málsins og snúa ekki að forminu,“ sagði Hróbjartur og kvað fráleitt að eyða tíma dóms og lögmanna í að fjalla um málið á þessu stigi undir þessum formerkjum. olikr@frettabladid.is
Stím málið Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira