Bótakrafa sögð vera vanreifuð 8. janúar 2011 04:00 Hróbjartur Jónatansson og Helgi Birgisson Lögmenn tókust í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær á um frávísunarkröfu í sex milljarða króna skaðabótamáli Glitnis á hendur sex eigendum og stjórnendum bankans.Fréttablaðið/GVA Lögmaður eins sexmenninganna sem skilanefnd Glitnis hefur krafið um sex milljarða skaðabætur fór í gær fram á að málinu yrði vísað frá dómi. Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari hefur tekið sér frest til að úrskurða um málið. Málið hefur verið kennt við bresku skartgripakeðjuna Aurum Holdings og snýst um lánveitingar Glitnis til félagsins FS38 í eigu Pálma Haraldssonar, sem lánaði það áfram til FS37, síðar Stím, til að kaupa hlutabréf í keðjunni af Fons. Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma og Lárusi Welding er stefnt, ásamt þremur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis. Helgi Birgisson, lögmaður Magnúsar Arnar Arngrímssonar, sem er stefnt í málinu, sagði bótakröfu skilanefndarinnar allt of háa, enda lægi ekki fyrir hversu mikið fengist upp í kröfur bankans vegna lánveitingarinnar. Þá væri ljóst að bótakrafan ætti ekki að vera hærri en næmi mismuninum á þeirri upphæð sem lánað var og svo aftur þeirri upphæð sem bankanum hefði verið heimilt að lána. Engin tilraun hefði verið gerð til að meta hann. Helgi sagði umbjóðanda sinn telja að vanreifun á bótakröfunni væri tilefni til frávísunar málsins, en ástæða þess að aðrir sem skilanefnd Glitnis hefði kært væru ekki með í kröfunni væri sú að þeir teldu vanreifunina fremur ástæðu til sýknunar. Stutt væri á milli þessara krafna. Helgi benti á að lánin til FS38 og Blásólar, félags Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, hefðu verið til uppgreiðslu á eldri lánum. Þá hefðu 1,2 milljarðar króna farið beint inn á innlánsreikning í Glitni sem handveð til tryggingar. „Þannig nam raunveruleg lánveiting tveimur milljörðum króna, en ekki sex milljörðum,“ sagði hann. Hróbjartur Jónatansson, lögmaður skilanefndar Glitnis, furðaði sig á kröfu þeirri sem Helgi setti fram og kvað grundvallaratriði í réttarfari að tækist ekki sönnun á tjóni undir löglegri málsmeðferð kynni það vitanlega að leiða til sýknu. „Mótbárur stefnda eiga ekki við. Þær varða efnishlið málsins og snúa ekki að forminu,“ sagði Hróbjartur og kvað fráleitt að eyða tíma dóms og lögmanna í að fjalla um málið á þessu stigi undir þessum formerkjum. olikr@frettabladid.is Stím málið Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Sjá meira
Lögmaður eins sexmenninganna sem skilanefnd Glitnis hefur krafið um sex milljarða skaðabætur fór í gær fram á að málinu yrði vísað frá dómi. Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari hefur tekið sér frest til að úrskurða um málið. Málið hefur verið kennt við bresku skartgripakeðjuna Aurum Holdings og snýst um lánveitingar Glitnis til félagsins FS38 í eigu Pálma Haraldssonar, sem lánaði það áfram til FS37, síðar Stím, til að kaupa hlutabréf í keðjunni af Fons. Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma og Lárusi Welding er stefnt, ásamt þremur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis. Helgi Birgisson, lögmaður Magnúsar Arnar Arngrímssonar, sem er stefnt í málinu, sagði bótakröfu skilanefndarinnar allt of háa, enda lægi ekki fyrir hversu mikið fengist upp í kröfur bankans vegna lánveitingarinnar. Þá væri ljóst að bótakrafan ætti ekki að vera hærri en næmi mismuninum á þeirri upphæð sem lánað var og svo aftur þeirri upphæð sem bankanum hefði verið heimilt að lána. Engin tilraun hefði verið gerð til að meta hann. Helgi sagði umbjóðanda sinn telja að vanreifun á bótakröfunni væri tilefni til frávísunar málsins, en ástæða þess að aðrir sem skilanefnd Glitnis hefði kært væru ekki með í kröfunni væri sú að þeir teldu vanreifunina fremur ástæðu til sýknunar. Stutt væri á milli þessara krafna. Helgi benti á að lánin til FS38 og Blásólar, félags Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, hefðu verið til uppgreiðslu á eldri lánum. Þá hefðu 1,2 milljarðar króna farið beint inn á innlánsreikning í Glitni sem handveð til tryggingar. „Þannig nam raunveruleg lánveiting tveimur milljörðum króna, en ekki sex milljörðum,“ sagði hann. Hróbjartur Jónatansson, lögmaður skilanefndar Glitnis, furðaði sig á kröfu þeirri sem Helgi setti fram og kvað grundvallaratriði í réttarfari að tækist ekki sönnun á tjóni undir löglegri málsmeðferð kynni það vitanlega að leiða til sýknu. „Mótbárur stefnda eiga ekki við. Þær varða efnishlið málsins og snúa ekki að forminu,“ sagði Hróbjartur og kvað fráleitt að eyða tíma dóms og lögmanna í að fjalla um málið á þessu stigi undir þessum formerkjum. olikr@frettabladid.is
Stím málið Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Sjá meira