Það er orðið alveg ljóst að engar sættir verða á milli leikmannsins Demba Ba og Hoffenheim. Það staðfestir framkvæmdastjóri félagsins, Ernst Tanner.
Demba Ba fór í verkfall á dögunum en hann er að reyna að þvinga fram sölu til west Ham.
"Ef ekkert félag kemur með ásættanlegt tilboð í leikmanninn þá má hann vera í fýlu upp í stúku," sagði Tanner.
"Ef við viljum getum við fryst hann."