Gylfi Þór Sigurðsson fékk að sila síðustu 22 mínúturnar þegar Hoffenheim gerði 2-2 jafntefli á heimavelli á móti St. Pauli í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Gylfi kom inn á sem varamaður á 68. mínútu í stöðunni 1-1 en Gerald Asamoah kom St. Pauli í 1-2 þrettán mínútum síðar. David Alaba tryggði Hoffenheim jafntefli þegar hann skoraði jöfnunarmarkið á 90. mínútu.
Marvin Compper, leikmaður Hoffenheim, skoraði fyrsta mark leiksins á 29. mínútu en Max Kruse jafnaði fyrir St. Pauli þegar sex mínútur voru liðnar af seinni hálfleik.
Gylfi kom inn á sem varamaður í jafntefli Hoffenheim
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“
Íslenski boltinn

Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila
Enski boltinn

Chelsea meistari sjötta árið í röð
Enski boltinn





Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn

Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM
Enski boltinn

Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool
Enski boltinn