Alexandría byggð á einum degi Kristján B. Jónasson skrifar 7. febrúar 2011 00:01 Samfélag okkar er fámennt og því gilda þar nauðsynlegar kurteisisreglur sem flestum finnst erfitt að brjóta. Þótt stjórnmálamenn steðji fram með dellu eru flestir seinþreyttir til að leiðrétta slíkt. Við kunnum einfaldlega ekki við að hotta á trunturnar því þannig eru þær nú bara einu sinni, þær ausa og prjóna. Við yppum öxlum og segjum við hvert annað að „nú sé gállinn á honum". Og það var gállinn á henni Birgittu Jónsdóttur alþingismanni í viðtali við Karl Blöndal í Sunnudagsmogganum 30. janúar síðastliðinn. Hún hefur eins og kunnugt er brugðið upp þeirri hugsýn að Ísland verði friðarhöfn fyrir hundeltar upplýsingar. Í fróðlegu spjalli reifar hún það mál, en einnig mjög mörg önnur sem snúa að miðlun upplýsinga. Þannig verður á Íslandi endurreist hið víðfræga bókasafn í Alexandríu í nútímamynd sem stafræn upplýsingaveita. Græn orka verður notuð til að knýja gagnaver til að hýsa upplýsingar sem hrakist hafa frá öllum hornum veraldarinnar, enda „mikið litið til okkar um það". Hér verða sett á fót „nokkurs konar Nóbelsverðlaun á sviði upplýsingafrelsis" og síðast en ekki síst, mun „söguþjóðin fara rafrænt á netið með allt, sem komið hefur út á íslensku". Góði auðmaðurinnLykilpersónan í þessu ævintýri er bandarískur auðmaður, Brewster Kahle, sem ætlar að fjármagna skönnun og birtingu allra útgefinna verka á íslensku og koma þeim á netið í nafni „Alexandríu nútímans". Milligönguaðili í málinu er Landsbókasafn Íslands en þó það komi ekki mjög skýrt fram í viðtalinu hefur fyrirtæki Kahles, Internet Archivel verið í samstarfi við Landsbókasafnið um stafræna endurgerð íslenskra texta um nokkra hríð. Ekki kemur það heldur fram í máli Birgittu að áætlanir um skipulega færslu prentaðra texta á íslensku yfir á stafrænt form hafa fyrir löngu verið lagðar fram. Stjórn Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns lagði síðast sumarið 2008 fram stefnumörkun um þessi mál að undangengnum fundum með ýmsum hagsmunaaðilum og sérfræðingum. Flestir kannast við afrakstur þessa starfs, timarit.is. Ef Herra Kahle er tilbúinn til að láta fjármuni af hendi rakna til að hrinda stefnumiðum Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns um frekari skönnun texta í framkvæmd ber að fagna því, en hlutverk Birgittu Jónsdóttur í því máli er óljóst. Birgitta fræðir okkur einnig um að stefna ríkisstjórnarinnar „sé að gera allt rafrænt". Ekki er að sjá annað en það þýði einfaldlega að allt efni á íslensku verði sett út á netið leyfislaust í trássi við höfundarlög. Birgitta virðist sjá fyrir sér að íslenska ríkið og stofnanir þess reki fyrstu opinberu sjóræningjasíðu heimsins. Í þessu sambandi má minna á að Birgitta hefur verið framarlega í flokki þeirra sem spyrnt hafa við fótum varðandi ítök erlendra fjárfesta í orkuframleiðslu. Það sé ólíðandi að erlendir fjárfestar komi hingað eins og hrægammar og hirði auðlindir þjóðarinnar fyrir lítið fé á erfiðum tímum. Þeim auðmönnum bendi ég nú á að ef þeir taka allt höfundarverk Halldórs Laxness og skella því endurgjaldslaust á netið standi þeim allar dyr opnar á Íslandi. Rafræn miðlunFramtíð íslenskra texta á vefnum, möguleikarnir á að byggja upp útgáfu á rafrænu formi og þróa aðferðir til að virða höfundarlög og umbuna höfundarrétthöfum fyrir rafræna nýtingu á efni þeirra er mál sem snertir mjög marga. Langstærstur hluti af prentuðum textum á íslensku kom út á tuttugustu öld og því er fénýting þeirra, dreifing og útgáfa leyfisskyld samkvæmt höfundalögum. Þau áform sem Birgitta segir Kahle hafa um „Alexandríu nútímans" eru nánast þau sömu og Google hafði um langt skeið en mistókst að koma í kring, ekki síst vegna hatrammrar baráttu evrópskra útgefenda og raunar einnig evrópskra ríkisstjórna. Menn lögðust gegn því að einkafyrirtæki skráð á hlutabréfamarkaði gæti búið til gagnagrunn yfir stóran hluta af textum heimsins og þannig slegið eign sinni á gríðarleg menningarverðmæti sem margar kynslóðir höfðu byggt upp á tugum þjóðtungna. Fyrir sex árum lagði fulltrúi Félags íslenskra bókaútgefenda í stjórn Fjölíss fram tillögu við menntamálaráðherra um að það yrði skoðað alvarlega að laga rafræna nýtingu innskannaðra texta að því líkani sem nú er notað til að umbuna fyrir ljósritun. Með því að skapa löglega umgjörð fyrir notkun þeirra má með auðveldum hætti fullnægja kröfum um að höfundarréttur sé virtur og þróa um leið varðveislu og miðlun á rafrænu sniði. Það er til lausn í málinu, en hún kostar að sjálfsögðu peninga. Eins og jafnan þegar stjórnmálamenn ganga fram með dellu á vörum er kannski lítið annað að gera en að yppta öxlum yfir málflutningi Birgittu. Það er jú „gállinn á henni". Ef höfundarlög verða skipulega brotin af ríkisstjórinni og íslenskir höfundar og útgefendur rændir eigum sínum verður það leiðinlegt, en mikilvægara er þó að þjóðir heims munu horfa til Íslendinga og undrast að Alexandría nútímans verður knúin grænni orku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nóbelsverðlaun Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Samfélag okkar er fámennt og því gilda þar nauðsynlegar kurteisisreglur sem flestum finnst erfitt að brjóta. Þótt stjórnmálamenn steðji fram með dellu eru flestir seinþreyttir til að leiðrétta slíkt. Við kunnum einfaldlega ekki við að hotta á trunturnar því þannig eru þær nú bara einu sinni, þær ausa og prjóna. Við yppum öxlum og segjum við hvert annað að „nú sé gállinn á honum". Og það var gállinn á henni Birgittu Jónsdóttur alþingismanni í viðtali við Karl Blöndal í Sunnudagsmogganum 30. janúar síðastliðinn. Hún hefur eins og kunnugt er brugðið upp þeirri hugsýn að Ísland verði friðarhöfn fyrir hundeltar upplýsingar. Í fróðlegu spjalli reifar hún það mál, en einnig mjög mörg önnur sem snúa að miðlun upplýsinga. Þannig verður á Íslandi endurreist hið víðfræga bókasafn í Alexandríu í nútímamynd sem stafræn upplýsingaveita. Græn orka verður notuð til að knýja gagnaver til að hýsa upplýsingar sem hrakist hafa frá öllum hornum veraldarinnar, enda „mikið litið til okkar um það". Hér verða sett á fót „nokkurs konar Nóbelsverðlaun á sviði upplýsingafrelsis" og síðast en ekki síst, mun „söguþjóðin fara rafrænt á netið með allt, sem komið hefur út á íslensku". Góði auðmaðurinnLykilpersónan í þessu ævintýri er bandarískur auðmaður, Brewster Kahle, sem ætlar að fjármagna skönnun og birtingu allra útgefinna verka á íslensku og koma þeim á netið í nafni „Alexandríu nútímans". Milligönguaðili í málinu er Landsbókasafn Íslands en þó það komi ekki mjög skýrt fram í viðtalinu hefur fyrirtæki Kahles, Internet Archivel verið í samstarfi við Landsbókasafnið um stafræna endurgerð íslenskra texta um nokkra hríð. Ekki kemur það heldur fram í máli Birgittu að áætlanir um skipulega færslu prentaðra texta á íslensku yfir á stafrænt form hafa fyrir löngu verið lagðar fram. Stjórn Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns lagði síðast sumarið 2008 fram stefnumörkun um þessi mál að undangengnum fundum með ýmsum hagsmunaaðilum og sérfræðingum. Flestir kannast við afrakstur þessa starfs, timarit.is. Ef Herra Kahle er tilbúinn til að láta fjármuni af hendi rakna til að hrinda stefnumiðum Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns um frekari skönnun texta í framkvæmd ber að fagna því, en hlutverk Birgittu Jónsdóttur í því máli er óljóst. Birgitta fræðir okkur einnig um að stefna ríkisstjórnarinnar „sé að gera allt rafrænt". Ekki er að sjá annað en það þýði einfaldlega að allt efni á íslensku verði sett út á netið leyfislaust í trássi við höfundarlög. Birgitta virðist sjá fyrir sér að íslenska ríkið og stofnanir þess reki fyrstu opinberu sjóræningjasíðu heimsins. Í þessu sambandi má minna á að Birgitta hefur verið framarlega í flokki þeirra sem spyrnt hafa við fótum varðandi ítök erlendra fjárfesta í orkuframleiðslu. Það sé ólíðandi að erlendir fjárfestar komi hingað eins og hrægammar og hirði auðlindir þjóðarinnar fyrir lítið fé á erfiðum tímum. Þeim auðmönnum bendi ég nú á að ef þeir taka allt höfundarverk Halldórs Laxness og skella því endurgjaldslaust á netið standi þeim allar dyr opnar á Íslandi. Rafræn miðlunFramtíð íslenskra texta á vefnum, möguleikarnir á að byggja upp útgáfu á rafrænu formi og þróa aðferðir til að virða höfundarlög og umbuna höfundarrétthöfum fyrir rafræna nýtingu á efni þeirra er mál sem snertir mjög marga. Langstærstur hluti af prentuðum textum á íslensku kom út á tuttugustu öld og því er fénýting þeirra, dreifing og útgáfa leyfisskyld samkvæmt höfundalögum. Þau áform sem Birgitta segir Kahle hafa um „Alexandríu nútímans" eru nánast þau sömu og Google hafði um langt skeið en mistókst að koma í kring, ekki síst vegna hatrammrar baráttu evrópskra útgefenda og raunar einnig evrópskra ríkisstjórna. Menn lögðust gegn því að einkafyrirtæki skráð á hlutabréfamarkaði gæti búið til gagnagrunn yfir stóran hluta af textum heimsins og þannig slegið eign sinni á gríðarleg menningarverðmæti sem margar kynslóðir höfðu byggt upp á tugum þjóðtungna. Fyrir sex árum lagði fulltrúi Félags íslenskra bókaútgefenda í stjórn Fjölíss fram tillögu við menntamálaráðherra um að það yrði skoðað alvarlega að laga rafræna nýtingu innskannaðra texta að því líkani sem nú er notað til að umbuna fyrir ljósritun. Með því að skapa löglega umgjörð fyrir notkun þeirra má með auðveldum hætti fullnægja kröfum um að höfundarréttur sé virtur og þróa um leið varðveislu og miðlun á rafrænu sniði. Það er til lausn í málinu, en hún kostar að sjálfsögðu peninga. Eins og jafnan þegar stjórnmálamenn ganga fram með dellu á vörum er kannski lítið annað að gera en að yppta öxlum yfir málflutningi Birgittu. Það er jú „gállinn á henni". Ef höfundarlög verða skipulega brotin af ríkisstjórinni og íslenskir höfundar og útgefendur rændir eigum sínum verður það leiðinlegt, en mikilvægara er þó að þjóðir heims munu horfa til Íslendinga og undrast að Alexandría nútímans verður knúin grænni orku.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun