NBA í nótt: Washington enn án sigurs á útivelli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. janúar 2011 11:12 Russell Westbrook fer upp að körfunni í leiknum í nótt. Mynd/AP Oklahoma City vann í nótt sigur á Washington í tvíframlengdum leik í NBA-deildinni í körfubolta, 124-117. Þetta þýðir að þrátt fyrir góða frammistöðu Washington í leiknum dugði það samt ekki til að vinna fyrsta leik liðsins á útivelli á tímabilinu. Kevin Durant hafði mikið um það að segja en hann skoraði 40 stig í leiknum, þar af tíu í síðari framlengingunni. Þar af skoraði hann átta stig í röð þegar að Oklahoma City seig loksins fram úr liði Washington um miðja framlenginguna. Washington hefur nú tapað öllum 22 leikjum sínum á útivelli til þessa á tímabilinu og er það þriðja versta byrjun liðs á útivelli í sögu deildarinnar. Russell Westbrook átti einnig stórleik fyrir Oklahoma City og náði risavaxinni þrefaldri tvennu - 35 stigum, þrettán stoðsendingum og þrettán fráköstum. Nick Young skoraði 32 stig fyrir Washington og Trevor Brooker 21 stig og tók hann þar að auki tólf fráköst. Milwaukee vann Toronto, 116-110, í framlengdum leik. Corey Maggette skoraði sigurkörfu Milwaukee í leiknum á loka mínútunni en þetta var tíunda tap Toronto í röð. Denver vann Cleveland, 117-103. Carmelo Anthony skoraði 33 stig fyrir Denver og Arron Affalo 23. Cleveland hefur nú tapað nítján leikjum í röð sem er metjöfnun í sögu félagsins. Miami vann Detroit, 88-87. Eddie House setti niður tvö vítaköst þegar 6,5 sekúndur voru eftir og gerði það gæfumuninn. LeBron James var með 39 stig fyrir Miami. Sacramento vann LA Lakers, 100-95. DeMarcus Cousins var með 27 stig og tíu fráköst fyrir Sacramento og Omri Casspi 20 stig. Sacramento hafði tapað átta leikjum í röð fyrir þennan góða sigur á ríkjandi NBA-meisturunum. Phoenix vann Boston, 88-71. Marcin Gorat skoraði nítján stig og tók sautján fráköst fyrir Phoenix og Vince Carter bætti við sautján stigum. Chicago vann Orlando Magic, 99-90. Luol Deng skoraði 26 fyrir Cihcago og Derrick Rose 22. Atlanta vann New York, 111-102. Joe Johnson skoraði 34 stig fyrir Atlanta. Utah vann Minnesota, 108-100. Paul Millsap skoraði 30 stig fyrir Utah sem hafði tapað sex leikjum í röð. Indiana vann New Jersey, 124-92. Mike Dunleavy skoraði 30 stig fyrir Indiana sem hafði einnig tapað sex leikjum í röð. Memphis vann Philadelphia, 99-94. Rudy Gay skoraði sextán stig fyrir Memphis sem lenti mest 21 stigi undir í leiknum. Charlotte vann Golden State, 121-113, í framlengdum leik. Stephen Jackson skoraði 31 stig og setti niður þrist í lok fjórða leikhluta sem tryggði Charlotte framlenginguna. NBA Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Sjá meira
Oklahoma City vann í nótt sigur á Washington í tvíframlengdum leik í NBA-deildinni í körfubolta, 124-117. Þetta þýðir að þrátt fyrir góða frammistöðu Washington í leiknum dugði það samt ekki til að vinna fyrsta leik liðsins á útivelli á tímabilinu. Kevin Durant hafði mikið um það að segja en hann skoraði 40 stig í leiknum, þar af tíu í síðari framlengingunni. Þar af skoraði hann átta stig í röð þegar að Oklahoma City seig loksins fram úr liði Washington um miðja framlenginguna. Washington hefur nú tapað öllum 22 leikjum sínum á útivelli til þessa á tímabilinu og er það þriðja versta byrjun liðs á útivelli í sögu deildarinnar. Russell Westbrook átti einnig stórleik fyrir Oklahoma City og náði risavaxinni þrefaldri tvennu - 35 stigum, þrettán stoðsendingum og þrettán fráköstum. Nick Young skoraði 32 stig fyrir Washington og Trevor Brooker 21 stig og tók hann þar að auki tólf fráköst. Milwaukee vann Toronto, 116-110, í framlengdum leik. Corey Maggette skoraði sigurkörfu Milwaukee í leiknum á loka mínútunni en þetta var tíunda tap Toronto í röð. Denver vann Cleveland, 117-103. Carmelo Anthony skoraði 33 stig fyrir Denver og Arron Affalo 23. Cleveland hefur nú tapað nítján leikjum í röð sem er metjöfnun í sögu félagsins. Miami vann Detroit, 88-87. Eddie House setti niður tvö vítaköst þegar 6,5 sekúndur voru eftir og gerði það gæfumuninn. LeBron James var með 39 stig fyrir Miami. Sacramento vann LA Lakers, 100-95. DeMarcus Cousins var með 27 stig og tíu fráköst fyrir Sacramento og Omri Casspi 20 stig. Sacramento hafði tapað átta leikjum í röð fyrir þennan góða sigur á ríkjandi NBA-meisturunum. Phoenix vann Boston, 88-71. Marcin Gorat skoraði nítján stig og tók sautján fráköst fyrir Phoenix og Vince Carter bætti við sautján stigum. Chicago vann Orlando Magic, 99-90. Luol Deng skoraði 26 fyrir Cihcago og Derrick Rose 22. Atlanta vann New York, 111-102. Joe Johnson skoraði 34 stig fyrir Atlanta. Utah vann Minnesota, 108-100. Paul Millsap skoraði 30 stig fyrir Utah sem hafði tapað sex leikjum í röð. Indiana vann New Jersey, 124-92. Mike Dunleavy skoraði 30 stig fyrir Indiana sem hafði einnig tapað sex leikjum í röð. Memphis vann Philadelphia, 99-94. Rudy Gay skoraði sextán stig fyrir Memphis sem lenti mest 21 stigi undir í leiknum. Charlotte vann Golden State, 121-113, í framlengdum leik. Stephen Jackson skoraði 31 stig og setti niður þrist í lok fjórða leikhluta sem tryggði Charlotte framlenginguna.
NBA Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Sjá meira
Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport
Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport