Góð ávöxtun ríkisskuldabréfa síðasta áratuginn Agnar Tómas Möller skrifar 9. janúar 2012 16:00 Stundum mætti halda af umræðunni að þegar bankarnir féllu hafi allir fjármagnseigendur orðið fyrir þungum höggum. Vissulega töpuðu eigendur innlendra hlutabréfa og fyrirtækjaskuldabréfa mestu, sem og skuldabréfaeigendur bankanna á meðan innlánseigendur nutu þeirrar gæfu að vera komið í öruggt skjól af stjórnvöldum með tilstilli neyðarlaganna. Þeir sem höfðu hins vegar forðað sér í mjúkan faðm ríkistryggðra skuldabréfa, einkum verðtryggðra, ávöxtuðu fé sitt mjög vel og hafa gert svo á hverju ári síðan til dagsins í dag. Eftirfarandi tafla sýnir árlega ávöxtun verðtryggðra og óverðtryggðra ríkis- og íbúðabréfa frá árinu 2000 eins og hún er reiknuð samkvæmt Skuldabréfavísitölu GAMMA (raunávöxtun hér reiknuð sem nafnávöxtun að frádreginni verðbólgu viðkomandi árs).ÁrHeildarvísitalaVerðtryggðÓverðtryggðVerðbólgaRaunávöxtun vísitölu2000-2,06%-2,36%4,55%4,18%-5,99%200117,64%17,82%15,10%8,61%8,31%200213,36%13,30%15,21%2,00%11,14%200313,45%14,39%5,90%2,72%10,45%200414,34%15,18%8,41%3,91%10,04%20051,67%1,00%6,48%4,14%-2,37%20067,98%8,55%4,11%6,95%0,96%20072,23%1,65%5,98%5,86%-3,43%200834,28%38,30%11,86%18,13%13,67%200917,11%17,67%18,70%7,51%8,93%201014,16%12,30%18,67%2,46%11,42%201112,91%17,84%1,45%5,26%7,27%Þróun Skuldabréfavísitölu GAMMA, ásamt verðtryggðum og óverðtryggðum undirvísitölum. Smellið á myndina til að sjá hana stærri.Myndin hér til hliðar sýnir jafnframt þróun Skuldabréfavísitölu GAMMA, ásamt verðtryggðum og óverðtryggðum undirvísitölum, frá árinu 2000. Helstu niðurstöður eru:Raunávöxtun verðtryggðra skuldabréf er að meðaltali 13,2% á ári frá og með árinu 2008Á sama tíma er raunávöxtun skuldabréfavísitölunnar (bæði verðtryggð og óverðtryggð) 11,3% að meðaltali á ári.Meðal raunávöxtun skuldabréfavísitölunnar á ári frá árinu 2000 til og með 2007 er 3,8%.Uppsöfnuð raunávöxtun skuldabréfavísitölunnar frá árinu 2000 til 2011 er 94% (nafnávöxtun 288%). Það er því sama hvort horft er fyrir hrun eða eftir, á uppgangs- eða niðursveiflutímum, raunávöxtun ríkistryggðra skuldabréfa hefur verið mjög góð síðasta áratuginn. Raunar mætti segja það sama um þá sem hafa ávaxtað fé sitt á bankabók (þá þarf að miða við bundna innlánsreikninga), raunávöxtun innlána var um 2,4% að meðaltali frá 2000 fram að bankahruni en heil 3,0% frá bankahruni til dagsins í dag (miðað er við meðaltal veðláns- og innistæðuvaxta Seðlabankans). Það má því heita með ólíkindum að á mesta niðursveiflutímabili íslenskrar nútíma hagsögu hafi raunstýrivextir verið hærri en á mesta uppgangstímabili á sama tíma! Það er hins vegar spurning hvort það hafi ekki verið óheppilegt fyrir ríkissjóð Íslands sem fjármagnaði á sama tíma hátt á þriðja hundrað milljarða í löngum ríkisskuldabréfum á mjög háum vöxtum en að sama skapi þeim mun heppilegra fyrir kaupendur skuldabréfanna. Íslensk peningastefna hefur því séð til þess að varkárir íslenskir fjármagnseigendur hafa haft það ákaflega gott frá árþúsundamótum og í raun enn betur áratuginn þar á undan, væri það skoðað, á sama tíma og áhættusæknari fjárfestar hafa fengið slæma skelli. Líklega þykir mörgum góð ávöxtun skuldabréfa á árunum 2008-2011 vera vísbending um að árið 2012 gæti valdið skuldabréfaeigendum vonbrigðum. Þótt leitni að meðaltali (í ávöxtunarkröfu) sé líklega almennt sterk hjá ríkisskuldabréfum þá ber að hafa í huga að „bolamarkaðir" í skuldabréfum geta teygt sig yfir lengri tíma en menn búast oft við. Til dæmis hefur lækkun ávöxtunarkröfu á löngum bandarískum ríkisskuldabréfum verið nær samfelld frá miðjum níunda áratugnum (80's) og skilað gríðarlegri ávöxtun yfir sama tímabil. Þeir þættir sem munu styðja við skuldabréfamarkaðinn árið 2012 eru einkum: - Hrein útgáfa Lánasýslunnar á ríkisbréfum dregst saman um 50 milljarða á milli ára. - Útgáfuáætlun Íbúðalánsjóðs er ákaflega bjartsýn í ljósi þess hve sjóðurinn er ósamkeppnishæfur á lánamarkaði auk þess sem lántakar sjóðsins hafa mikinn hvata í að greiða upp lán hjá sjóðnum í núverandi vaxtaumhverfi. - Búist er við því að „óbreyttu" muni Seðlabankinn ekki auka aðhald peningastefnunnar gegnum stýrivexti fyrr en á seinni hluta árs 2012, sem veitir lengri óverðtryggðum skuldabréfum stuðning í ljósi mikils vaxtamunar á milli styttri og lengri bréfa. Þeir þættir sem gætu orðið neikvæðir fyrir markaðinn árið 2012 eru hins vegar einkum: - Verðbólguhorfur hafa versnað nokkuð undanfarið; skattahækkanir hafa verið meiri og gjaldskrárhækkanir víðtækari en búist hafði verið við, auk þess sem bensín og olíur hafa hækkað umtalsvert undanfarið. - Mælst hefur nýlega sterkari hagvöxtur en búist hafði verið við, ásamt nokkuð kröftugri einkaneyslu og teikna um að atvinnuvegafjárfesting hafi vaxið umtalsvert á árinu. Útflutningsgreinum (þ.m.t. ferðaþjónustu) virðist vegna mjög vel og margt gefur til kynna að viðsnúningur hagkerfisins sé lengra kominn en margir hafa viljað af láta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Nýtt upphaf! Guðmundur Árni Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Stundum mætti halda af umræðunni að þegar bankarnir féllu hafi allir fjármagnseigendur orðið fyrir þungum höggum. Vissulega töpuðu eigendur innlendra hlutabréfa og fyrirtækjaskuldabréfa mestu, sem og skuldabréfaeigendur bankanna á meðan innlánseigendur nutu þeirrar gæfu að vera komið í öruggt skjól af stjórnvöldum með tilstilli neyðarlaganna. Þeir sem höfðu hins vegar forðað sér í mjúkan faðm ríkistryggðra skuldabréfa, einkum verðtryggðra, ávöxtuðu fé sitt mjög vel og hafa gert svo á hverju ári síðan til dagsins í dag. Eftirfarandi tafla sýnir árlega ávöxtun verðtryggðra og óverðtryggðra ríkis- og íbúðabréfa frá árinu 2000 eins og hún er reiknuð samkvæmt Skuldabréfavísitölu GAMMA (raunávöxtun hér reiknuð sem nafnávöxtun að frádreginni verðbólgu viðkomandi árs).ÁrHeildarvísitalaVerðtryggðÓverðtryggðVerðbólgaRaunávöxtun vísitölu2000-2,06%-2,36%4,55%4,18%-5,99%200117,64%17,82%15,10%8,61%8,31%200213,36%13,30%15,21%2,00%11,14%200313,45%14,39%5,90%2,72%10,45%200414,34%15,18%8,41%3,91%10,04%20051,67%1,00%6,48%4,14%-2,37%20067,98%8,55%4,11%6,95%0,96%20072,23%1,65%5,98%5,86%-3,43%200834,28%38,30%11,86%18,13%13,67%200917,11%17,67%18,70%7,51%8,93%201014,16%12,30%18,67%2,46%11,42%201112,91%17,84%1,45%5,26%7,27%Þróun Skuldabréfavísitölu GAMMA, ásamt verðtryggðum og óverðtryggðum undirvísitölum. Smellið á myndina til að sjá hana stærri.Myndin hér til hliðar sýnir jafnframt þróun Skuldabréfavísitölu GAMMA, ásamt verðtryggðum og óverðtryggðum undirvísitölum, frá árinu 2000. Helstu niðurstöður eru:Raunávöxtun verðtryggðra skuldabréf er að meðaltali 13,2% á ári frá og með árinu 2008Á sama tíma er raunávöxtun skuldabréfavísitölunnar (bæði verðtryggð og óverðtryggð) 11,3% að meðaltali á ári.Meðal raunávöxtun skuldabréfavísitölunnar á ári frá árinu 2000 til og með 2007 er 3,8%.Uppsöfnuð raunávöxtun skuldabréfavísitölunnar frá árinu 2000 til 2011 er 94% (nafnávöxtun 288%). Það er því sama hvort horft er fyrir hrun eða eftir, á uppgangs- eða niðursveiflutímum, raunávöxtun ríkistryggðra skuldabréfa hefur verið mjög góð síðasta áratuginn. Raunar mætti segja það sama um þá sem hafa ávaxtað fé sitt á bankabók (þá þarf að miða við bundna innlánsreikninga), raunávöxtun innlána var um 2,4% að meðaltali frá 2000 fram að bankahruni en heil 3,0% frá bankahruni til dagsins í dag (miðað er við meðaltal veðláns- og innistæðuvaxta Seðlabankans). Það má því heita með ólíkindum að á mesta niðursveiflutímabili íslenskrar nútíma hagsögu hafi raunstýrivextir verið hærri en á mesta uppgangstímabili á sama tíma! Það er hins vegar spurning hvort það hafi ekki verið óheppilegt fyrir ríkissjóð Íslands sem fjármagnaði á sama tíma hátt á þriðja hundrað milljarða í löngum ríkisskuldabréfum á mjög háum vöxtum en að sama skapi þeim mun heppilegra fyrir kaupendur skuldabréfanna. Íslensk peningastefna hefur því séð til þess að varkárir íslenskir fjármagnseigendur hafa haft það ákaflega gott frá árþúsundamótum og í raun enn betur áratuginn þar á undan, væri það skoðað, á sama tíma og áhættusæknari fjárfestar hafa fengið slæma skelli. Líklega þykir mörgum góð ávöxtun skuldabréfa á árunum 2008-2011 vera vísbending um að árið 2012 gæti valdið skuldabréfaeigendum vonbrigðum. Þótt leitni að meðaltali (í ávöxtunarkröfu) sé líklega almennt sterk hjá ríkisskuldabréfum þá ber að hafa í huga að „bolamarkaðir" í skuldabréfum geta teygt sig yfir lengri tíma en menn búast oft við. Til dæmis hefur lækkun ávöxtunarkröfu á löngum bandarískum ríkisskuldabréfum verið nær samfelld frá miðjum níunda áratugnum (80's) og skilað gríðarlegri ávöxtun yfir sama tímabil. Þeir þættir sem munu styðja við skuldabréfamarkaðinn árið 2012 eru einkum: - Hrein útgáfa Lánasýslunnar á ríkisbréfum dregst saman um 50 milljarða á milli ára. - Útgáfuáætlun Íbúðalánsjóðs er ákaflega bjartsýn í ljósi þess hve sjóðurinn er ósamkeppnishæfur á lánamarkaði auk þess sem lántakar sjóðsins hafa mikinn hvata í að greiða upp lán hjá sjóðnum í núverandi vaxtaumhverfi. - Búist er við því að „óbreyttu" muni Seðlabankinn ekki auka aðhald peningastefnunnar gegnum stýrivexti fyrr en á seinni hluta árs 2012, sem veitir lengri óverðtryggðum skuldabréfum stuðning í ljósi mikils vaxtamunar á milli styttri og lengri bréfa. Þeir þættir sem gætu orðið neikvæðir fyrir markaðinn árið 2012 eru hins vegar einkum: - Verðbólguhorfur hafa versnað nokkuð undanfarið; skattahækkanir hafa verið meiri og gjaldskrárhækkanir víðtækari en búist hafði verið við, auk þess sem bensín og olíur hafa hækkað umtalsvert undanfarið. - Mælst hefur nýlega sterkari hagvöxtur en búist hafði verið við, ásamt nokkuð kröftugri einkaneyslu og teikna um að atvinnuvegafjárfesting hafi vaxið umtalsvert á árinu. Útflutningsgreinum (þ.m.t. ferðaþjónustu) virðist vegna mjög vel og margt gefur til kynna að viðsnúningur hagkerfisins sé lengra kominn en margir hafa viljað af láta.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun