Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic er alls óhræddur við að skipta um skoðun á hlutunum. Hann segist nú vera opinn fyrir því að fara út í þjálfun að loknum ferlinum en hann hafði áður útilokað þann möguleika.
"Ég veit hvað ég hef sagt en núna er ég að íhuga það alvarlega að fara í þjálfun eftir að skórnir fara á hilluna. Henke Larsson sagði þetta líka á sínum tíma en sjáið hvað hann er að gera núna," sagði Ibrahimovic.
"Ég ætla að spila þrjú ár í viðbót og svo sjáum við hvað gerist," sagði hinn þrítugi Zlatan sem er samningsbundinn AC Milan til ársins 2015.
Zlatan spilar í þrjú ár í viðbót og svo er það þjálfun
