Evran á tíu ára afmæli í dag og fagnar þessum tímamótum með því að veikjast enn frekar gagnvart dollaranum frá því fyrir helgina.
Evran átti erfitt ár í fyrra og var gengi hennar í árslok það lægsta undanfarna 11 mánuði eða undir 1,3 á móti dollaranum. Þá fór gengi hennar í fyrsta sinn undir 100 jen frá árinu 2001.
Reiknað er með að árið í ár verði enn verra fyrir evruna en árið í fyrra. Þannig fjölluðu fleiri leiðtogar evrusvæðisins um það í áramótaávörpum sínum að efnahagsástandið í sínum ríkjum í ár yrði enn verra en það var í fyrra.
