Netfyrirtækið eBay skilaði methagnaði á síðustu þremur mánuðum síðasta árs. Heildartekjurnar á fyrrnefndu tímabili námu tæplega tveimur milljörðum dollara, tæplega 260 milljörðum króna, samanborið við 559 milljónir dollara tekjur árið undan, eða sem nemur tæplega 72 milljörðum króna.
John Donahoe, forstjóri eBay, segir að betur hafi gengið á síðasta ári en menn reiknuðu með. "Við lukum frábæru ári með góðri afkomu," segir Donahoe í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC. Tekjurnar því meira en þrefölduðust.
