Bill Groos einn af forstjórum Pimco, stærsta skuldabréfasjóðs heimsins, segir að sú ákvörðun Standard & Poor´s að lækka lánshæfiseinkunnir níu ESB landa þýði að þjóðargjaldþrot Grikklands sé óumflýjanlegt.
Þetta kemur fram í twitter færslu sem Groos sendi frá sér í gærdag. Groos segir að ákvörðun Standard & Poor´s sýni fjárfestum fram á að ríki geti orðið gjaldþrota. Saga síðustu árhundraða sýni það sama og Grikkland sé næst á listanum.
Pimco hefur að undanförnu verið að auka hlut sinn í bandarískum skuldabréfum á kostnað evrópskra. Um 30% af eignasafni Pimco í augnablikinu eru bandarísk bréf og hefur hlutfall þeirra hjá sjóðnum ekki verið hærra á síðustu 13 mánuðum.
Forstjóri Pimco: Gjaldþrot Grikklands óumflýjanlegt

Mest lesið


Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða
Viðskipti innlent


Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa
Viðskipti erlent

Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla
Viðskipti erlent

Syndis kaupir Ísskóga
Viðskipti innlent

„Þetta er ömurleg staða“
Viðskipti innlent


Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða
Viðskipti erlent

Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap
Viðskipti innlent