Ölgerðin upplýsti heilbrigðiseftirlitið um kaupendur 14. janúar 2012 17:29 Ölgerðin Ölgerðin hefur upplýst Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um kaupendur að iðnaðarsalti, sem fyrirtækið seldi til matvælaframleiðslu, þrjá mánuði aftur í tímann samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Ekki er vitað hvort neytendur verði upplýstir um það hverjir keyptu saltið. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, krafðist þess í dag að neytendur yrðu upplýstir um það hvaða vörur það væru sem innihéldu saltið, sem Ölgerðin hefur selt síðastliðin þrettán ár. Á síðasta ári keyptu 91 fyrirtæki saltið af Ölgerðinni. Þar á meðal stórir matvælaframleiðendur. Samkvæmt upplýsingum sem Ölgerðin sendi á fréttastofu, er Saltið ekki hættulegt heilsu manna, enda er innihald þess í raun það sama og matvælasalts. Þetta er því fyrst og fremst spurning um vottaða staðla við framleiðsluna samkvæmt tilkynningu frá Ölgerðinni. Saltið er grófara en það sem er vottað. Í tilkynningu frá Ölgerðinni segir orðrétt: „Innihaldsmunur á þessum saltvörum er í raun enginn - og þótt tilgreint salt sé ekki stimplað sem matvælasalt þá stenst það allar alþjóðlegar viðmiðanir um innihald matvælasalts (Food grade salt level according to Codex Alimentarius Standard 150-1985)." Þess má geta að eftirlit með iðnaðarsalti er ekki það sama og með matvælasalti, eins og fram kom í frétt RÚV í gærkvöldi, þegar rætt var við Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóra Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsingu Ölgerðarinnar í heild sinni: Komið hefur í ljós að salt frá Akzo Nobel (áður Dansk Salt) sem Ölgerðin, og þar áður Danól og VB umboðið, hafa flutt inn í áraraðir og dreift til matvælafyrirtækja, uppfyllir ekki staðla sem krafa er gerð um til hráefnis í matvælaframleiðslu. Saltið er ekki stimplað sem matvælasalt (food grade). Saltið er ekki hættulegt heilsu manna, enda er innihald þess í raun það sama og matvælasalts. Þetta er fyrst og fremst spurning um vottaða staðla við framleiðsluna. Innihaldsmunur á þessum saltvörum er í raun enginn - og þótt tilgreint salt sé ekki stimplað sem matvælasalt þá stenst það allar alþjóðlegar viðmiðanir um innihald matvælasalts (Food grade salt level according to Codex Alimentarius Standard 150-1985). Ölgerðin hefur tekið fyrir dreifingu á þessu salti til fyrirtækja í matvælaiðnaði. Viðskiptavinum hefur verið sent bréf til að upplýsa þá um málið og til að tryggja enn frekar upplýsingagjöfina er verið að fylgja hverju bréfi eftir með símtali frá Ölgerðinni. Viðskiptavinum hefur verið boðið að skipta út sínum birgðum af salti. Staðreyndir um saltið · Saltið er ekki hættulegt heilsu manna, enda er innihald þess í raun það sama og salt sem er vottað food grade. Þetta er fyrst og fremst spurning um vottaða staðla við framleiðsluna. · Iðnaðarsaltið er frá sama framleiðanda og matvælasaltið - og framleitt með sama hætti. Saltið er unnið í Danmörku, í þar sem eingöngu er framleitt salt. · Iðnaðarsaltið er ekki eins fínkornótt og matvælasalt, en kornastærðin hefur engin áhrif á gæði eða efnainnihald. · Innihaldsmunur á þessum saltvörum er í raun enginn - og þótt tilgreint salt sé ætlað til iðnaðar þá stenst innihaldslýsing þess allar alþjóðlegar viðmiðanir um innihald matvælasalts (Food grade salt level according to Codex Alimentarius Standard 150-1985). · Munurinn á vottaðri og óvottaðri vöru er helst fólginn í eftirliti og stöðlum við framleiðslu, geymslu og flutning vörunnar. · Danski framleiðandinn ábyrgist að daglegt eftirlit sé með verksmiðjunni og saltinu til að tryggja að efnainnihald og ástand vörunnar sé alltaf í samræmi við innihaldslýsingu. · Framleiðandinn ábyrgist að verksmiðjan sé laus við alla ofnæmisvaka. · Hráefnið í saltvinnsluna og saltið sjálft á mismunandi stigum framleiðslunnar er ávallt geymd í sílóum sem eingöngu eru notaðar fyrir salt. Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Tengdar fréttir Segir viðbrögð Matvælastofnunar vegna iðnaðarsalts forkastanleg "Matvælastofnun þarf að skoða sín mál betur,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sem gagnrýnir Matvælastofnun harðlega fyrir viðbrögð sín vegna frétta um að Ölgerðin hafi selt fyrirtækjum iðnaðarsalt til matvælaframleiðslu. 14. janúar 2012 14:07 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Sjá meira
Ölgerðin hefur upplýst Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um kaupendur að iðnaðarsalti, sem fyrirtækið seldi til matvælaframleiðslu, þrjá mánuði aftur í tímann samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Ekki er vitað hvort neytendur verði upplýstir um það hverjir keyptu saltið. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, krafðist þess í dag að neytendur yrðu upplýstir um það hvaða vörur það væru sem innihéldu saltið, sem Ölgerðin hefur selt síðastliðin þrettán ár. Á síðasta ári keyptu 91 fyrirtæki saltið af Ölgerðinni. Þar á meðal stórir matvælaframleiðendur. Samkvæmt upplýsingum sem Ölgerðin sendi á fréttastofu, er Saltið ekki hættulegt heilsu manna, enda er innihald þess í raun það sama og matvælasalts. Þetta er því fyrst og fremst spurning um vottaða staðla við framleiðsluna samkvæmt tilkynningu frá Ölgerðinni. Saltið er grófara en það sem er vottað. Í tilkynningu frá Ölgerðinni segir orðrétt: „Innihaldsmunur á þessum saltvörum er í raun enginn - og þótt tilgreint salt sé ekki stimplað sem matvælasalt þá stenst það allar alþjóðlegar viðmiðanir um innihald matvælasalts (Food grade salt level according to Codex Alimentarius Standard 150-1985)." Þess má geta að eftirlit með iðnaðarsalti er ekki það sama og með matvælasalti, eins og fram kom í frétt RÚV í gærkvöldi, þegar rætt var við Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóra Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsingu Ölgerðarinnar í heild sinni: Komið hefur í ljós að salt frá Akzo Nobel (áður Dansk Salt) sem Ölgerðin, og þar áður Danól og VB umboðið, hafa flutt inn í áraraðir og dreift til matvælafyrirtækja, uppfyllir ekki staðla sem krafa er gerð um til hráefnis í matvælaframleiðslu. Saltið er ekki stimplað sem matvælasalt (food grade). Saltið er ekki hættulegt heilsu manna, enda er innihald þess í raun það sama og matvælasalts. Þetta er fyrst og fremst spurning um vottaða staðla við framleiðsluna. Innihaldsmunur á þessum saltvörum er í raun enginn - og þótt tilgreint salt sé ekki stimplað sem matvælasalt þá stenst það allar alþjóðlegar viðmiðanir um innihald matvælasalts (Food grade salt level according to Codex Alimentarius Standard 150-1985). Ölgerðin hefur tekið fyrir dreifingu á þessu salti til fyrirtækja í matvælaiðnaði. Viðskiptavinum hefur verið sent bréf til að upplýsa þá um málið og til að tryggja enn frekar upplýsingagjöfina er verið að fylgja hverju bréfi eftir með símtali frá Ölgerðinni. Viðskiptavinum hefur verið boðið að skipta út sínum birgðum af salti. Staðreyndir um saltið · Saltið er ekki hættulegt heilsu manna, enda er innihald þess í raun það sama og salt sem er vottað food grade. Þetta er fyrst og fremst spurning um vottaða staðla við framleiðsluna. · Iðnaðarsaltið er frá sama framleiðanda og matvælasaltið - og framleitt með sama hætti. Saltið er unnið í Danmörku, í þar sem eingöngu er framleitt salt. · Iðnaðarsaltið er ekki eins fínkornótt og matvælasalt, en kornastærðin hefur engin áhrif á gæði eða efnainnihald. · Innihaldsmunur á þessum saltvörum er í raun enginn - og þótt tilgreint salt sé ætlað til iðnaðar þá stenst innihaldslýsing þess allar alþjóðlegar viðmiðanir um innihald matvælasalts (Food grade salt level according to Codex Alimentarius Standard 150-1985). · Munurinn á vottaðri og óvottaðri vöru er helst fólginn í eftirliti og stöðlum við framleiðslu, geymslu og flutning vörunnar. · Danski framleiðandinn ábyrgist að daglegt eftirlit sé með verksmiðjunni og saltinu til að tryggja að efnainnihald og ástand vörunnar sé alltaf í samræmi við innihaldslýsingu. · Framleiðandinn ábyrgist að verksmiðjan sé laus við alla ofnæmisvaka. · Hráefnið í saltvinnsluna og saltið sjálft á mismunandi stigum framleiðslunnar er ávallt geymd í sílóum sem eingöngu eru notaðar fyrir salt.
Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Tengdar fréttir Segir viðbrögð Matvælastofnunar vegna iðnaðarsalts forkastanleg "Matvælastofnun þarf að skoða sín mál betur,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sem gagnrýnir Matvælastofnun harðlega fyrir viðbrögð sín vegna frétta um að Ölgerðin hafi selt fyrirtækjum iðnaðarsalt til matvælaframleiðslu. 14. janúar 2012 14:07 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Sjá meira
Segir viðbrögð Matvælastofnunar vegna iðnaðarsalts forkastanleg "Matvælastofnun þarf að skoða sín mál betur,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sem gagnrýnir Matvælastofnun harðlega fyrir viðbrögð sín vegna frétta um að Ölgerðin hafi selt fyrirtækjum iðnaðarsalt til matvælaframleiðslu. 14. janúar 2012 14:07