Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur lækkað lánshæfismat ítalska ríkisins um tvö stig. Þetta þýðir að lánshæfi ríkissjóð Ítalíu stendur nú í BBB+ en hann var áður í A hjá matsfyrirtækinu.
Standard og Poor's lækkaði mat sitt á Frakklandi og Austurríki fyrr í dag en löndin voru bæði með ágætiseinkunn, AAA. Eftir breytinguna eru löndin í AA+ flokki matsfyrirtækisins.
Breytingarnar höfðu talsverð áhrif á gengi evrunnar á gjaldeyrismörkuðum en gjaldmiðillinn lækkaði þó nokkuð.
Talið er að Standard & Poor's eigi eftir að lækka lánshæfismat enn fleiri evruríkja. Talsmenn fyrirtækisins hafa þó ekki tjáð sig um lækkanirnar.
Lækkanir matsfyrirtækisins koma til með að hafa áhrif á björgunarsjóð evruríkjanna.
Sjóðurinn byggir á stöðugu efnahagsástandi þeirra landa sem koma að honum.
Björgunarsjóðurinn er fjármagnaður af 17 evruríkjum. Frakkland er í forsvari fyrir sjóðinn ásamt Þýskalandi.

