NBA: Dwight Howard sló met Wilt Chamberlain í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2012 09:00 Dwight Howard. Mynd/AP Dwight Howard, miðherji Orlando Magic, sló 50 ára met Wilt Chamberlain í nótt yfir flest víti tekin í einum leik þegar Orlando vann Golden State Warriors. Memphis endaði sigurgöngu New York, Phoenix lá fyrir Cleveland og Atlanta Hawks vann sannfærandi án aðalmiðherja síns.Howard tók alls 39 víti í leiknum en gamla met Wilt voru 34 víti í leik Philadelphia Warriors á móti St. Louis 22. febrúar 1962. Orlando vann leikinn 117-109 og var Howard með 45 stig og 23 fráköst. Hann hitti úr 21 af þessum 39 vítum. Hedo Turkoglu skoraði 20 stig fyrir Orlando-liðið sem vann sinn þriðja leik í röð. Monta Ellis var með 30 stig og 11 fráköst hjá Golden State og David Lee bætti við 26 stigum og 12 fráköstum en liðið lék án bæði Stephen Curry og Dorell Wright.Nýliðinn Kyrie Irving skoraði 26 stig og Antawn Jamison var með 23 stig þegar Cleveland Cavaliers vann 101-90 sigur á Phoenix Suns. Steve Nash var með 16 stig og 15 stoðsendingar og komst yfir 16 þúsund stiga múrinn. Marcin Gortat var með 14 stig og 12 fráköst en Michael Redd lék þarna sinn fyrsta leik með Phoenix og skoraði 12 stig á 19 mínútum.Rudy Gay var með 26 stig þegar Memphis Grizzlies vann 94-83 sigur á New York Knicks og endaði þar með fjögurra leikja sigurgöngu New York. Carmelo Anthony meiddist á ökkla í byrjun þriðja leikhluta en var samt stigahæstur ásamt Bill Walker með 14 stig.Josh Smith skoraði 30 stig og Joe Johnson bætti við 23 stigum þegar Atlanta Hawks vann 111-91 sigur á Charlotte Bobcats. Miðherjinn Al Horford var ekki með Atlanta en hann reif vöðva í öxl og verður ekkert með næstu þrjá mánuðina. Byron Mullens skoraði mest fyrir Charlotte eða 21 stig en liðið tapaði þarna fimmta leiknum í röð.Brandon Jennings var með 27 stig og Stephen Jackson skoraði 25 stig þegar Milwaukee Bucks vann 102-93 sigur á Detroit Pistons. Hvorugt liðið klikkaði á víti í leiknum en það hefur aðeins gerst einu sinni áður síðan að skotklukkan var tekin upp. Bucks-liðið nýtti öll sín 17 víti og leikmenn Detroit settu niður 24 af 24 vítum sínum. Greg Monroe var með 32 stig og 16 fráköst hjá Detroit.Úrslit allra leikja í nótt: Atlanta Hawks - Charlotte Bobcats 111-81 Milwaukee Bucks - Detroit Pistons 102-93 Memphis Grizzlies - New York Knicks 94-83 Phoenix Suns - Cleveland Cavaliers 90-101 Golden State Warriors - Orlando Magic 109-117Staðan í NBA-deildinni: Á nba.com eða yahoo.com NBA Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira
Dwight Howard, miðherji Orlando Magic, sló 50 ára met Wilt Chamberlain í nótt yfir flest víti tekin í einum leik þegar Orlando vann Golden State Warriors. Memphis endaði sigurgöngu New York, Phoenix lá fyrir Cleveland og Atlanta Hawks vann sannfærandi án aðalmiðherja síns.Howard tók alls 39 víti í leiknum en gamla met Wilt voru 34 víti í leik Philadelphia Warriors á móti St. Louis 22. febrúar 1962. Orlando vann leikinn 117-109 og var Howard með 45 stig og 23 fráköst. Hann hitti úr 21 af þessum 39 vítum. Hedo Turkoglu skoraði 20 stig fyrir Orlando-liðið sem vann sinn þriðja leik í röð. Monta Ellis var með 30 stig og 11 fráköst hjá Golden State og David Lee bætti við 26 stigum og 12 fráköstum en liðið lék án bæði Stephen Curry og Dorell Wright.Nýliðinn Kyrie Irving skoraði 26 stig og Antawn Jamison var með 23 stig þegar Cleveland Cavaliers vann 101-90 sigur á Phoenix Suns. Steve Nash var með 16 stig og 15 stoðsendingar og komst yfir 16 þúsund stiga múrinn. Marcin Gortat var með 14 stig og 12 fráköst en Michael Redd lék þarna sinn fyrsta leik með Phoenix og skoraði 12 stig á 19 mínútum.Rudy Gay var með 26 stig þegar Memphis Grizzlies vann 94-83 sigur á New York Knicks og endaði þar með fjögurra leikja sigurgöngu New York. Carmelo Anthony meiddist á ökkla í byrjun þriðja leikhluta en var samt stigahæstur ásamt Bill Walker með 14 stig.Josh Smith skoraði 30 stig og Joe Johnson bætti við 23 stigum þegar Atlanta Hawks vann 111-91 sigur á Charlotte Bobcats. Miðherjinn Al Horford var ekki með Atlanta en hann reif vöðva í öxl og verður ekkert með næstu þrjá mánuðina. Byron Mullens skoraði mest fyrir Charlotte eða 21 stig en liðið tapaði þarna fimmta leiknum í röð.Brandon Jennings var með 27 stig og Stephen Jackson skoraði 25 stig þegar Milwaukee Bucks vann 102-93 sigur á Detroit Pistons. Hvorugt liðið klikkaði á víti í leiknum en það hefur aðeins gerst einu sinni áður síðan að skotklukkan var tekin upp. Bucks-liðið nýtti öll sín 17 víti og leikmenn Detroit settu niður 24 af 24 vítum sínum. Greg Monroe var með 32 stig og 16 fráköst hjá Detroit.Úrslit allra leikja í nótt: Atlanta Hawks - Charlotte Bobcats 111-81 Milwaukee Bucks - Detroit Pistons 102-93 Memphis Grizzlies - New York Knicks 94-83 Phoenix Suns - Cleveland Cavaliers 90-101 Golden State Warriors - Orlando Magic 109-117Staðan í NBA-deildinni: Á nba.com eða yahoo.com
NBA Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira