Mafían orðin stærsti banki Ítalíu vegna kreppunnar 11. janúar 2012 06:54 Kreppan sem ríkir í Evrópu hefur gert það að verkum að mafían á Ítalíu er orðinn stærsti banki landsins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá samtökunum SOS Impresa sem staðsett eru í Palermo á Sikiley og berjast gegn áhrifum skipulegra glæpasamtaka innan smærri fyrirtækja á Ítalíu. Samtökin segja að ítök mafíunnar í þessum fyrirtækjum séu orðin ógn við þjóðaröryggi landsins. Velta ítölsku mafíunnar er áætluð um 140 milljarðar evra, eða um 22.000 milljarðar kr. á ári sem svarar til 7% af landsframleiðslu landsins. Árlegt lausafé mafíunnar nemur 65 milljörðum evra og þetta þýðir að glæpasamtökin eru orðin að stærsta banka landsins að mati SOS Impresa. Okurlánastarfsemi er orðin álíka tekjulind og fíkniefnasala, vændi og vopnasmygl. En í stað skuggalegra manna með hafnaboltakylfur fer lánastarfsemin nú fram í gegnum lögfræðinga á vegum mafíunnar. Þessi starfsemi blómstrar þar sem bankar gera æ ríkari kröfur fyrir lánveitingum sínum í kreppunni og fyrirtækjaeigendur neyðast því til að leita á náðir mafíunnar. Fari svo að eigendurnir geti ekki staðið í skilum með þessi okurlán hirðir mafían einfaldlega fyrirtækin af þeim. Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Kreppan sem ríkir í Evrópu hefur gert það að verkum að mafían á Ítalíu er orðinn stærsti banki landsins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá samtökunum SOS Impresa sem staðsett eru í Palermo á Sikiley og berjast gegn áhrifum skipulegra glæpasamtaka innan smærri fyrirtækja á Ítalíu. Samtökin segja að ítök mafíunnar í þessum fyrirtækjum séu orðin ógn við þjóðaröryggi landsins. Velta ítölsku mafíunnar er áætluð um 140 milljarðar evra, eða um 22.000 milljarðar kr. á ári sem svarar til 7% af landsframleiðslu landsins. Árlegt lausafé mafíunnar nemur 65 milljörðum evra og þetta þýðir að glæpasamtökin eru orðin að stærsta banka landsins að mati SOS Impresa. Okurlánastarfsemi er orðin álíka tekjulind og fíkniefnasala, vændi og vopnasmygl. En í stað skuggalegra manna með hafnaboltakylfur fer lánastarfsemin nú fram í gegnum lögfræðinga á vegum mafíunnar. Þessi starfsemi blómstrar þar sem bankar gera æ ríkari kröfur fyrir lánveitingum sínum í kreppunni og fyrirtækjaeigendur neyðast því til að leita á náðir mafíunnar. Fari svo að eigendurnir geti ekki staðið í skilum með þessi okurlán hirðir mafían einfaldlega fyrirtækin af þeim.
Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur