Golf

Stricker sigraði á fyrsta PGA móti ársins

Steve Stricker sigraði á fyrsta PGA golfmóti ársins sem fór fram á Kapalua á Hawaii.
Steve Stricker sigraði á fyrsta PGA golfmóti ársins sem fór fram á Kapalua á Hawaii. Getty Images
Steve Stricker sigraði á fyrsta PGA golfmóti ársins sem fór fram á Kapalua á Hawaii en þar áttust við þeir kylfingar sem náðu að sigra á PGA móti á síðasta keppnistímabili.

Bandaríkjamaðurinn var með fimm högga forskot fyrir lokahringinn en eftir 6 holur var forskot hans aðeins 1 högg. Stricker endaði á 23 höggum undir pari og var þremur höggum betri en Martin Laird frá Skotlandi.

Frá því að Stricker varð fertugur hefur hann unnið 9 PGA mót og þetta var áttundi sigur hans í síðustu 50 mótum. Hann er í 5. sæti heimslistans og alls hefur hinn 44 ára gamli kylfingur unnið 12 PGA mót á ferlinum og 20 atvinnumót alls. Fyrir sigurinn fékk hann um 140 milljónir kr. og hann tryggði sér keppnisrétt á þessu móti á næsta ári.

Bandaríkjamennirnir Webb Simpson og Jonathan Byrd deildu þriðja sætinu á -19 höggum undir pari.

Lokastaðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×