AC Milan sigraði Cagliari 3-0 í 20. umferð ítölsku A-deildarinnar í kvöld og er því enn stigi á eftir Juvetnus á toppi deildarinnar.
Zlatan Ibrahimovic kom Milan yfir á 32. mínútu og sjö mínútum síðar skoraði Antonio Nocerino. Massimo Ambrosini gerði út um leikinn á 75. mínútu og annar 3-0 sigur Milan í röð staðreynd.
Milan er með 43 stig, stigi á eftir Juventus og fimm stigum á undan Udinese í þriðja sæti deildarinnar. Lazio kemur þar á eftir með 36 stig en Lazio lagði Chievo 3-0 á útivelli. Inter er enn með 35 stig eftir óvænt tap gegn Lecce í dag.
Það stefnir því allt harða baráttu Milan og Juventus um ítalska meistaratitilinn þó enn sé ekki loku fyrir það skotið að liðin á eftir blandi sér í baráttuna.
Milan heldur sínu striki
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið

„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“
Körfubolti






„Ég hef hluti að gera hér“
Körfubolti


Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum
Handbolti
