Botnlið Lecce vann óvæntan 1-0 sigur á Inter í ítalska boltanum í dag. Þá skoraði Miroslav Klose tvö fyrir Lazio í sigri á Chievo sem nýtti sér tap Inter og skaust upp fyrir þá í 4. sæti deildarinnar.
Inter hafði verið á góðu skriði undir stjórn Claudio Ranieri eftir afleita byrjun á tímabilinu. Ranieri tók Wesley Sneijder útaf í hálfleik til þess að geta breytt yfir í 4-4-2 leikkerfið.
„Við erum þremur stigum á eftir Udinese (í 3. sæti). Sæti í Meistaradeildinni er markmið okkar," sagði Ranieri.
Miroslav Klose skoraði tvö mörk undir lok leiksins og tryggði Lazio 3-0 sigur á Chievo í Veróna. Brasilíumaðurinn Hernanes kom Lazio á bragðið um miðjan fyrri hálfleikinn.
Lazio komst upp í 4. sæti deildarinnar með sigrinum sem var kærkominn eftir þrjú töp á útivelli í röð í deild og bikar.
Önnur úrslit:
Fiorentina 2-1 Siena
Roma 1-1 Bolgona
Cesena 0-1 Atalanta
Genoa 3-2 Napoli
Palermo 2-0 Novara
AC Milan og Cagliari mætast í kvöld.
Inter lá gegn Lecce - Klose með tvö fyrir Lazio
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið




„Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“
Íslenski boltinn

„Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“
Íslenski boltinn


Leikur Grindavíkur færður vegna gossins
Íslenski boltinn


Jota í frægðarhöll Úlfanna
Fótbolti
